19. júní


19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 7

19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 7
ákveðin ensím í maganum sem vinna betur hjá körlunum þannig að meira af áfenginu fer beint úr í blóðið hjá konunum og fyrr en hjá körlunum. Þá truflar hormónastarf- semi kvennanna dálítið niðurbrot á áfengi og virðist vera ofurlítið misjafnt eftir því hvernig stendur á tíðahring. Það er erfiðara fyrir konur að átta sig á því hver ölvunar- áhrifin verða þegar þær byrja að drekka, vegna þess að það er flöktandi hvað úr því verður vegna hormónastarfseminnar. Þriðji þátturinn þarna er róandi lyf, því að samverkan áfengis og róandi lyfja gerir það að verkum að það er eiginlega ómögu- legt að átta sig á því hver útkoman verður. Margar konur eru mjög illar og undarlegar undir áhrifum áfengis vegna þess að þær blanda því iðulega saman við róandi lyf. Síðan er einn þáttur í viðbót varðandi kon- ur, menn telja að fylgikvillar vegna lang- varandi áfengisdrykkju, eins og lifrarbólgur og fleiri, fari verr með konur en karla. Breytingaskeiðinu er kennt um margt. En líklega eru það helst félagslegar aðstæð- ur sem há konum á þessum aldri. Oft hafa konur aðallega verið uppteknar við uppeldi og haft ákveðið hlutverk. Þegar börnin eld- ast og fara að heiman þurfa rnargar konur að finna sér nýtt líf. Margar þeirra byrja þá að drekka mikið og ef þær lenda í vanda- málum á vinnumarkaði vegna þess er al- gengt að þær fari bara aftur heim. Eða bara drekka heima án þess að vinna, og ein- angrast. Þetta er einn hópur kvenna sem við sjáum, konur sem eru komnar á miðj- an aldur og eru bara heima við, eru ekki að vinna úti en hafa kannski reynt að fara út á vinnumarkaðinn. Karlarnir myndu fara í meðferð ef þeim er sagt upp, konurnar hverfa bara aftur inn á heimilið þegjandi og hljóðalaust. Það er misjafnt hversu hraður gangur sjúkdómsins er. Hann getur verið mjög hraður hjá konum. Einkum sér maður það hjá þeim sem hafa verið giftar drykkju- mönnum og brugðist við því vandamáli með því að fara í bindindi, að drekka ekk- ert sjálfar. Síðan kemur til skilnaðar eða þær losna úr hjónabandinu. Þá byrja þær oft að nota áfengi og hjá þeim konum sem hafa tilhneigingu til alkóhólisma má sjá sjúkdóminn þróast mjög hratt. Félagsleg vandamál aldurshópa ólík Segja má að aldursdreifing kvenna í meðferð sé nokkuð jöfn og nýliðarnir dreifast á alla aldurshópa. I megindráttum eru það fjórir flokkar af konum sem við fá- um í meðferð: Ungar konur sem hafa ekki börn á framfæri, eru barnlausar eða aðrir annast börnin, s.s. móðuramman. Þetta eru unglingar sem eru oft í óskaplega slæmum félagsskap. Þá eru konur, kannski á aldrinum 25-40 ára, oft með nokkur börn á framfæri sínu. Þær eiga oft mjög erfitt félagslega og fjárhagslega, eru oft ein- ar eða fráskildar, kannski í sambúð með mönnum sem veita þeim lítinn stuðning. Þetta er oft mjög erfiður og flókinn hópur. Síðan eru það þær sem eru orðnar eldri, kannski orðnar einar á báti, en þó að þær virðist á yfirborðinu félagslega vel staddar eru þær mjög einangraðar. Þessar fullorðnu konur drekka oftast mest, þær nota mest af vímuefnum. Batahoriur kvenna Við gerðum könnun á batahorfum 1984 og höfðum þá reyndar kannað lauslega ár- angurinn alveg frá 1979. Niðurstöðunum má lýsa í grófum dráttum á þennan hátt: Konur sem koma bara í 10 daga dvöl á Vogi og fara ekki í eftirmeðferð standa sig ekki vei, þær standa sig verr en karlarnir. Ef við berum saman konur og karla sem ljúka fullri meðferð, hafa þær heldur vinn- inginn. Þannig að þótt oft sé sagt að ýmis- legt sé erfiðara fyrir konur, náðu þær samt- jafn góðum árangri og karlarnir eftir fulla meðferð þegar árið 1984 þó að lítið væri komið til móts við þær sérstaklega. Það hefúr lítil breyting orðið á aldurs- dreifingunni hjá okkur undanfarin 10 ár. Það sem hefur breyst er það að við fáum meira af fólki sem er undir tvítugu. Eg er ekki frá því að það hafi orðið til þess að við fáum bara færri milli tvítugs og tuttugu og fimm ára, ekki endilega að ástandið sé að versna. Mciri íordómar í garð kvenna Það eru meiri fordómar í garð drykkju- sjúkra kvenna en karla og það eru félags- legir fordómar. Þar er náttúrlega fyrst það að konum leyfist ekki að gera sömu hluti og karlar. Þar þarf ekki að líta til annarra hluta en t.d. í kynferðismálum. Hjá körl- um þykir það heldur til bóta að vera kvensamur og komast yfir sem flestar kon- ur. Það þykir nú ekki fínt hjá konunum og drykkfelldar konur hafa yfirleitt verið tald- ar lauslátar. Og síðan eru konurnar álitnar ábyrgar fyrir barnauppeldinu og þess vegna þykir það verra ef móðirin drekkur en fað- irinn. Konunum leyfist hreinlega ekki að drekka og þess vegna eiga þær erfitt með að horfast í augu við þennan vanda. Varnir þeirra eru að reyna að komast hjá því að hugsa urn að þær séu orðnar alkóhólistar eða allar afleiðingarnar af því. Þær fara aðr- ar leiðir en karlarnir. Þær eru oft sterkari og erfiðara að ná til þeirra út af þessu, for- dómarnir eru meiri í þeirra garð.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.