19. júní


19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 2

19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 2
RITSTJÓRASPJALL: Kona verður heilbrigðisráðherra á eru alþingiskosningarnar aistaðnar eftir spennandi kosninganótt þar sem við lá að Kvennalistinn þurrkaðist út af þingi. Ekki þó vegna þess að hann væri búinn að gegna hlutverki sínu og skila inn kon- um í helming þingsæta, nei, þær eru áfram um fjórð- ungur þingmanna, ein kona hefúr bæst í hópinn frá síðustu kosningum. Betur má því ef duga skal. 19. júní óskar þeim konum sem nú taka sæti á Alþingi til hamingju með nýtt starf og vonar að þær vinni heils- hugar að því að auka jafnrétti kynjanna. Það vekur athygli að í nýrri ríkisstjórn sest kona á stól heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir. Ragnhildur Helgadóttir var fyrst kvenna til að gegna þessu ráðherra- embætti, en hún var heilbrigðisráðherra 1985-87. Það er skemmdleg tilviljun að 19. júní skuli í þetta sinn vera helg- aður umfjöllun um heilsufar kvenna. 1 blaðinu eru viðtöl við nokkra fýrirlesara sem fluttu erindi á málþingi KRFÍ í febrúar. Málþingið var vel sótt, og til að koma því efni sem þar var sett fram til skila til þeirra sem ekki voru á þinginu var ákveðið að helga fyrsta tölublað 19. júní á þessu ári heilbrigðismálum. Það er einnig ánægjulegt að heilbrigðisyfirvöld brugðust vel við þeirri umræðu sem fram fór á málþinginu því settur hefúr verið á fót vinnuhópur sem á að gera frekari athuganir á heilsufari kvenna og koma með dllögur um hvern- ig hægt sé að auka hreysti íslenskra kvenna. Ein þeirra kvenna sem nú sest á þing er Bryndís Hlöðvers- dóttir, nýkjörinn formaður Kvenréttindafélags Islands. Kven- réttindafélagið er þverpólitiskt félag og því góður vettvangur fýr- ir konur sem áltuga hafa á jafnréttismálum til að taka höndum saman og bæta stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Mig langar að bjóða Bryndísi velkomna í starf formanns og þakka Ingu Jónu Þórðardóttur, fýrrverandi formanni, ntjög góða samvinnu. Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu hefúr Jafnréttis- ráð ákveðið að auka útgáfústarf sitt og sjá hér eftir um útgáfú á Voginni sem undanfarin tvö ár hefúr verið gefin út í samstarfi við 19. júní. Jafnréttisráði er þakkað gott samstarf við blaðið. Mig langar að endingu að þakka Ellen Ingvadóttur, fráfarandi rit- stjóra, mjög gott og ánægjulegt samstarf þau undanfarin tvö ár sem ég hef sedð í ritstjórninni og óska henni alls hins besta í þeim verk- efnum sem hún tekur sér fýrir hendur og til hamingju með að vera nýkjörinn varaformaður KRFÍ. Ég býð einnig ritstjórnina velkomna til Ieiks á ný en hún er skipuð sömu konum og setið hafa í henni undanfarin tvö ár. Afram stelpur! Steinunn Sigrún Inga Dóra Kristin Bryndis Jóhannesdóttir. Sigurðardóttir. Sigfúsdóttir. Leifsdóttir. Kristjánsdóttir. EFNISYFIRLIT: 3 Ritstjóraspjall 4 „Á ég að trúa þér stelpa?“ Valgerður Katrín Jónsdóttir fjallar um helstu heilsu- vandamál íslenskra kvenna. 6 Konur eru síður hvattar í meðferð. Krist- ín Leifsdóttir ræðir við Þórarinn Tyrfmgs- son yfirlækni hjá SÁÁ um áfengis- og lyfjaneyslu íslenskra kvenna og sérstaka kvennameðferð sem hleypt var af stokk- unum um síðustu áramót. 9 Ertu ímyndunarveik? Sjúkdómshugtakið hystería á sér langa sögu. Sigrún Sigurðar- dóttir ræðir við Sæunni Kjartansdóttur hjúkrunarfræðing og sálgreini um sjúk- dómshugtakið og hvernig konur beina oft eyðileggingu að sjálfum sér. 1 1 Eru „karlasjúkdómar“ farnir að hrjá kon- ur? Bryndís Kristjánsdóttir ræðir við Lilju Sigrúnu Jónsdóttur lækni um konur og kransæðasjúkdóma og Sigurð Árnason lækni um konur og krabbamein. 14 „Kvíðaröskun, kynlífsörðugleikar og fælni eru helstu geðheilsuvandamál ís- lenskra kvenna," segir Helga Hannesdótt- ir geðlæknir í viðtali við Valgerði Katrínu Jónsdóttur. 17 Vog Skrifstofu jafnréttismála: Nýtt starfsfólk ráðið á Skrifstofu jafnrétt- ismála Karlar gegn ofbeldi Norræn starfsáætlun Launajafnrétti kynjanna Útgáfa Nokkrar vangaveltur um kynferðislega áreitni 23 Hvernig eiga konur að ná árangri á vinnustað? Lilja Ólafsdóttir, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur, fjallar um nýj- ustu bók Deboru Tannen, Talking 9 to 5, en þar er sagt frá mismunandi samskipta- háttum kynjanna á vinnustað. 25 „Hef hug á að starfa að stjórnmálum,“ segir Ellen Ingvadóttir, fráfarandi ritstjóri í viðtali við Ingu Dóru Sigfúsdóttur. 26 Heilmikil starfsemi hefur verið á vegum Kvenréttindafélagsins að undanförnu eins og lesa má um í samantekt um fréttir af starfi KRFÍ. 29 „Hvers vegna eru þeir ekki búnir að finna það upp?“ Valgerður K. Jónsdóttir segir frá íslenskum uppfinningakonum og þáttöku þeirra í Nordisk Forum í íýrra. Punktafréttir eru á sínum stað en þær hafa vakið verðskuldaða athygli og heldur blaðið áfram að líta ýmsa atburði innanlands og utan misalvarlegum augum. 19. jútli 1. tbl. 45. árgangur 1995 Utgefandi: Kvenréttindafélag Islands Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: Valgerður Katrín Jónsdóttir Prófarkalesari: Þórdís Kristleifsdóttir Ljósmyndir: Rut Hallgrímsdóttir og fl. Fo rsíð u mynd: Sérstakar þakkir fá Bedco og Mathiesen hf, Hafnarfirði, lyfjafýrirtækið Delta, starfsfólk á slysadeild Borgarspítala og Anna Sigurveig Ragnarsdóttir. Ljósmyndina tók Rut Hall- grímsdóttir. Utlit, setning, prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi 2

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.