19. júní


19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 15

19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 15
32% íslenskra kvenna eiga við kvíðarösk- unarvandamál að stríða, en aðeins 11,8% karla. Þetta er samkvæmt nýjustu rann- sóknarniðurstöðum sérfræðinga sem hafa stundað faraldsfræðilegar rannsóknir á líf- algengi geðsjúkdóma íslendinga sem eru fæddir frá 1931. Jón G. Stefánsson yfir- Iæknir hefur stjórnað þessari rannsókn ásamt fleiri sérfræðingum á geðdeild Land- spítalans. Rannsóknin er unnin á geðdeild Landspítalans á árunum 1987 — 1989. Annað helsta geðheilsuvandamál ís- lenskra kvenna eru kynlífsvandamál. 25,5% íslenskra kvenna eiga við þau vandamál að stríða en aðeins 7,3% karla. Það hefur verið gerð ítarleg greining á því hvað felst í þessu. Þannig eiga giftar konur í mun fleiri tilvikum við örðugleika að stríða en giftir karlar, 18% af giftum kon- um en aðeins 4,5% af gift- um körlum. 28,6% frá- skildra kvenna eiga við kyn- lífsörðugleika að etja en aðeins 6,5% fráskildra karla. Ekkjur eiga í 20,9% tilfella við kynlífsvandamál að glíma en ekklar eiga ekki í neinum slíkum örðugleik- um. Kynlífsvandamálin eru margs konar, þannig finna 16% kvenna fyrir engri eða mjög lítilli löngun til kynlífs en aðeins 3,9% karla. 22% kvenna finna fyrir sálkyn- lífsvandamálum en 7% karla. 6,2% kvenna finna fyrir hamlaðri kynhvöt mið- að við 0,9% karla.“ — Er hœgt að skýra þennan mun að einhverju leyti? „Þessi munur liggur vafa- laust í fræðslunni, uppeldinu og álaginu sem konur eru undir. Konur og karlar eru rnjög ólíkir einstaklingar, konur eru rniklu flóknari líkamlega og betur meðvitaðar um líkama sinn og sálarstarfsemi. Það er einnig rniklu meira álag á kvenlíkamann en lík- ama karlanna, hvað varðar meðgöngu, barnsburð, fósturlát og tíðahvörf. Þannig geta rniklu fleiri kreppur átt sér stað í lífi kvenna en karla. Konur þurfa að hafa miklu meiri aðlögunarhæfileika þar sem líkamsstarfsemi þeirra tekur miklu meiri breytingum. Konur verða fyrir mun meiri hormónabreytingum en karlar og það getur skýrt eitthvað af þessu. Konur skortir fræðslu um þessa hluti og í æsku stúlkna er mjög mismunandi staðið að fræðslu að hálfu foreldra. Þessar niðurstöður sýna að konur þyrftu að fá mildu víðtækari kynlífs- fræðslu en karlar fyrir kynþroskaaldur eða á honum.“ Heilbrigðisyfirvöld þyrftu að bregðast við þessum upplýsinguni — Getur verið að skýringa sé að leita í nei- kvœðri reynslu af kynlífi, misnotkun í bernsku eða öðru kynferðislegu ofbeldi sem konur hafa orðið fyrir? „Já, það kann að vera. í Bandaríkjunum er sagt að 7 af hverjum 10 konum hafi upp- lifað kynferðislega áreitni. Konur verða fyrir ýmiss konar áreitni og ofbeldi í starfi sínu og annars staðar. Það hlýtur oft að raska líðan og kynlífi kvenna og hlýtur að orsaka skort á kynlífslöngun eins og kemur fram í áðurnefndri rannsókn. Konur eiga fjórum sinnum oftar við þetta vandamál að stríða en karlar og það hlýtur að eiga sér sínar skýringar. Heilbrigðisyfirvöld þyrftu að bregðast við þessum upplýsingum, líkt og ef um farsótt væri að ræða. Þegar fram koma hinsvegar faraldsfræðilegar upplýsing- ar um svona geðheilsuvandamál þá er ekki hægt að merkja nein viðbrögð hjá heil- brigðisyfirvöldum, sem er afar athyglisvert." — Kann það að vera vegna þess að skýring- anna sé að hluta til að leita í menningu okkar? „Já, og afneitun á þeim veruleika sem við búurn við og jafnvel barnalega trú yfirvalda að hlutirnir læknist með tímanum, skorti á handleiðslu og verulegri pælingu í hlutunum af þeim sem eru æðstu yfirvöld í landinu. Þetta tengist einnig einangrun okkar og að við höfurn ekki fylgst nægilega með þeirri umræðu sem er í nágrannalöndun- um. Það hefur nú þegar verið tekið á þess- um vandamálum í mörgum nágrannalönd- um okkar. Þriðju algengustu geðvandamál kvenna eru ýmis konar fælni eða fóbíur. 16,4% kvenna eiga við þessi vandamál að stríða en 10,7% karla. Fjórði flokkurinn er svo minni háttar þunglyndi en 10,7% kvenna eiga við það að stríða en aðeins 2,3% karla. Þetta tengist sennilega einnig ýmsum breytingum sem konur ganga í gegnum. Það er eins og skilnaður, sambúðarslit og fleira þessháttar hafi miklu meiri áhrif á konur en karla. Það er eins og karlar séu betur brynjaðir fyrir öllum þessum breyt- ingum sem konur taka inn á sig. Konur virðast upplifa allar breytingar á fjölskyldu- lífi mun sterkar en karlar. Geðrænir örðugleikar karla birtast hins vegar mun oftar í formi áfengis- vandamála. 45,6% ís- lenskra karla hafa átt við áfengisvandamál að stríða en aðeins 8,5% kvenna. Hluti skýringarinnar á þessu kann að vera sá að konurnar nota meira lækn- isþjónustuna en karlar, þær eru opnari og leita einnig fyrr og meira til sérfræð- inga. En karlarnir fá útrás fyrir vandamál sín með áfengisneyslu og leita síður til lækna. Skýringarnar eru margvíslegar og tengjast uppeldi og menningarleg- um mismun og því að konur eru allt öðru vísi einstaklingar en karlar, bæði lífeðlisfræðilega og sálfræðilega. Og því skiptir miklu máli að gera sér grein fyrir því hvað konur eru ólíkar körlum. Þetta tengist einnig bú- setu okkar, atvinnu og menningarsamfélagi. Það er margt sem hefur álrrif á ójafnrétti kynjanna. Ef til vill vegna smæðar samfélagsins hafa konur sem hafa metnað og hæfileika haft minni möguleika á að komast áfram í starfi en karlarnir. Því það kann m.a. að skýra hvers vegna þær eru oftar þunglyndar en karlar. Þær eru oftar misrétti beittar, það hefur áhrif á sjálfsálit þeirra og þær fá meiri kvíða- og fælnieinkenni.“ íslenskar slúlkur viö betri geðheilsu en drengir Helga hefur verið að vinna að faraldurs- fræðilegri rannsókn á heilsufari barna og unglinga. í þessari rannsókn kemur í ljós að íslenskar stúlkur eru við betri heilsu en drengir, þær verða sjaldnar veikar og eiga við minni geðheilsuvandamál að stríða en íslenskir drengir. „Á kynþroskaldri breytist 15

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.