19. júní


19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 14

19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 14
Geðheilsuvandamál kvenna Kvíðaröskun, kynltfs- örðugleikar og fælni Viðtal: Valgerður Katrín Jónsdóttir Ljósmyndir: Rut Hallgrímsdóttir Helga Hannesdóttir geðlæknir flutti erindi á málþingi KRFÍ um geðheilsu kvenna. Þar kom m.a. fram verulegur munur á geðheilsu kynjanna samkvæmt nýlegum faraldsfræðilegum rannsóknum. 19. júní mælti sér mót við Helgu til að fá nánari upplýsingar um þetta efni, en samkvæmt alþjóðlegum at- hugunum eru konur við verri geðheilsu en karlar, taka inn allt að 70% geðlyfja og þunglyndislyfja í Bandaríkjunum, og í Sví- þjóð eru þær taldar helmingi líklegri en karlar til að greinast með geðræna örðugleika. Helga sagði að hægt væri að leita skýringa að breyttu á heilsufari kvenna og lélegri heilsu til ýmissa félagslegra breytinga samfélagsins. Þannig hefði t.d. fæðing- um kvenna á aldrinum 15 til 44 ára fækkað veru- lega á síðustu 15-20 ár- um, fóstureyðingum hefði hinsvegar fjölgað allverulega. Hjónaskiln- uðum hefði fjölgað mjög mikið, frá 4,7 á 1000 pör 1965 í 11,3 á 1000 pör 1985. Og í kjölfarið hefði sá hópur barna sem eru á aldrinum 0-5 ára og býr hjá einstæðum foreldrum stækkað verulega, frá 4,7% 1965 í 16% 1990. Langstærsti hluti ein- stæðra foreldra eru ein- stæðar mæður. Utivinna mæðra hefur einnig aukist allverulega, frá því að vera 16% mæðra á aldrinum 25 til 54 ára 1960 í 80,5% 1991 og síðan hefur konum á vinnumarkaði fjölgað enn frekar. Talsverðar breytingar hafa einnig orðið á fólksfjölda, fólk hefur í auknum mæli flust á Reykjavíkursvæðið. Slysatíðni barna injög há „Við höfum einnig vitað í mörg ár að slysatíðni barna er mjög há hér á landi. Og okkur hefur einnig verið Ijóst að á síðustu 15-20 árum hefur sjálfsvígstíðni ungra karla á aldrinum 15 -24 ára aukist allveru- lega, frá því að vera 16 á hundrað þúsund 1970 og upp í 46,6 1990. Þetta eru allt tölulegar staðreyndir sem gefa okkur til kynna að það eru verulegar breytingar á búsetu, líðan og fjölskylduháttum íslend- inga. Þessar breytingar hafa einnig áhrif á fjárhaginn og á ýmislegt sem tengist sál- rænum þáttum og tilfinningalífi allra fjöl- skyldumeðlima, kvenna, karla og einkum og sér í lagi barna og unglinga. Konur hafa einnig lakari stöðu en karlar, oftast lægri laun þó að þær hafi jafn milda eða meiri menntun en þeir. Þær eru einnig miklu ver staddar stöðulega séð, komast lítið sem ekkert í áhrifa- og stjórnunarstöður. Þannig eru mjög fáir prófessorar við há- skólann konur og mjög mikið misrétti inn- an háskólans þrátt fyrir að konur séu yfir 50% háskólanema. Aðeins 5-7% þeirra sem eru í kennslustöðum innan háskólans eru konur. Þetta er hróplegt misrétti og ófyrirgefanlegt þar sem margar konur hafa hæfileika og getu til að gegna prófessors- embætti engu síður en karlar. Konur hafa einnig margar stundað mikla rannsóknarvinnu og það er mjög lít- ið tillit tekið til vinnu þeirra. Ef karlar hins vegar stunda rannsóknarvinnu þá fá þeir brautargengi þegar í stað inn- an háskólans. Þannig má líkja rannsóknarstofu í kvennafræðum við Kvenna- Iistann í stjórnmálum. Þar sem konur hafa verið beittar svo miklu misrétti innan há- skólans hafa þær þurft að koma sér upp sinni eigin rannsóknarstofu. Sömu sögu er að segja úr stjórnmálun- um, þar hafa konur verið beittar það miklu órétti að þær hafa þurft að koma sér upp eigin stjórnmálaflokki til að ná fram rétti sínum. Allverulegur munur á gcðheilsu kynjanna — Þú komst inn á pað ífyr- irlestri þínum á málþinginu að það væri umtalsverður munur á geðheilsu kynjanna hér á landi. Mig langar að biðja þig um að segja nánar frá því. „Já, það kemur í ljós að það er allveru- legur munur á geðheilsu karla og kvenna. Aðalgeðheilsuvandamál kvenna eru kvíða röskun, almenn kvíðaeinkenni. Rúmlega „Miklu fleiri kreppur geta átt sér stað hjá konum en körlum. “ Helga Hannes- dóttir 14

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.