19. júní


19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 9

19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 9
Ertu ímyndunarveik? Vinkona mín átti erfitt um tíma. Henni leið illa án pess að vita hvað olli. Heimsóknir til lækna og rannsóknir ýmsar leiddu engan sjúkdóm í Ijós svo að hún sat uppi með vanlíðan sem engin skýring var á. Læknirinn gaf í skyn að hún væri ímyndunarveik - hysterisk. ímyndunarvciki - er það sjúkdómur? æunn Kjartansdóttir, hjúkrun- arfræðingur og sálgreinir, hefur velt fyrir sér sjúkdómshugtak- inu hysteria. Hugtakið er dreg- ið af gríska orðinu hysteron sem þýðir leg og ein skýringin á hysteriu var sú að leg sjúkra kvenna ráfaði um lík- ama þeirra í leit að hæfilegu rakastigi. Sæunn segir að hysteria, eða ímyndunar- veiki, sé ekki viðurkennd sjúkdómsgrein- ing og að margar konur upplifi ósögð skilaboð lækna og annarra sérfræðinga á þann veg að ekkert sé að þeim. Þær ímyndi sér það bara. Meðal þeirra vandamála kvenna sem læknar standa ráðþrota frammi fyrir eru ofát, anorexia (svelti), bul- imia (ofát og uppköst) og annar sjálfskaði, eins og grunnir skurðir á handleggjum eða annars staðar á líkamanum. Sæunn segir að samnefnari þessa sé að konur beini eyði- leggingu að sjálfum sér. Fyrir venjulegan karlkyns lækni, sem hlotið hefur hefð- bundna læknismenntun er slík hegðun óskiljanleg. Meðal karla er það algengara að þeir beini reiði sinni gegn öðrum. Þó að þeir viti að það sé ekki endilega sanngjarnt, þá finnist þeim það nokkurn veginn rök- rétt að fá útrás fyrir reiði og vanlíðan nteð því að lúskra á einhverjum öðrum. Það sé því ekki skrýtið að þeir telji konu sem sker sig, eða eyðir deginum í át og uppköst, óskiljanlega og skrifi því upp á nokkrar ró- andi töflur í þeirri von að hún jafni sig. Það er hins vegar ekki sú hjálp sem konan þarfnast, segir Sæunn. Fyrir konuna sjálfa er það oft erfiðara að gera sér grein fyrir hvort sé þungbærara upphaflega vanlíðanin, eða óvissan um hvað veldur henni. Til að eyða óvissunni grípa margar konur ófullnægjandi skýring- ar á lofti og oftar en ekki tengjast þær út- litinu; að líða illa vegna offitu er handhæg skýring. Onnur vinsæl skýring kvenna á þeirra eigin vanlíðan hefur um árabil verið fyrirtíðaspenna, sent virðist vera farin að víkja fyrir tíðahvörfum. Allar þessar skýr- ingar eiga það sameiginlegt að þær byrja og enda á líkama konunnar sjálfrar. Það er eitthvað að honum og hún verður að breyta sér eða bæta sig á einhvern hátt. Almennt talað er fólk viðkvæmt fyrir því ef læknir telur að vanlíðan þess sé andlegs eðlis en ekki líkamlegs, og skýringa sé að leita í erfiðum kringumstæðum eða áfalli sem fólk hefur orðið fyrir. Sæunn segir að í þessu sambandi geti vandi kvenna orðið sá að þær finni ekkert áfall sem réttlæti líðan þeirra. Þær finni fyrir vanlíðan, en hún sé þeim sjálfum jafn óskiljanleg og sérfræð- ingum. Allt umhverfi þeirra sé eins og best verði á kosið, en santt líði þeim illa. Þær séu síborðandi, þunglyndar, fái grátköst eða skapofasköst og sjálfsmatið sé í algjöru lágmarki. Það eykur enn á vanlíðan þeirra þegar sérfræðingar eru jafn ráðvilltir og þær, og það leiðir til þess að þær fara að fyrirlíta sjálfar sig fyrir að vera ekki ánægð- ari en raun ber vitni. Nauðgun - áfall sem cngiiin kenist ósnortinn fi á Sæunn segir að fyrir allri vanlíðan sé ástæða, hvort sem hún felist í viðurkenndu áfalli eða upplifun einstaklingins á atburð- um í lífi hans. Oft blasi ástæðan við og enginn vandi sé að skilja hvers vegna liðnir atburðir hafi áhrif á viðkomandi. Nauðgun er dæmi um áfall sem enginn kemst ósnortinn frá, segir Sæunn. Hún leggur ríka áherslu á að ekki þurfi svo al- varlegt áfall til að réttlæta eða út- skýra slæma líðan. Upplifun þess sent er nauðgað Texti: Sigrún Sigurðardóttir Myndir: Rut Hallgrímsdóttir 9

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.