19. júní


19. júní - 01.03.1995, Qupperneq 22

19. júní - 01.03.1995, Qupperneq 22
Nokkrar vangaveltur um Wý kynferðislega áreitni ‘f\ Hugtakiö kynferðisleg áreitni er nokkuö nýtt í jafnréttisumræðunni hér á landi. Þaö þýðir þó auðvitað ekki að kynferðis- leg áreitni á vinnustöðum hafi ekki ver- ið til áður og nokkuð víst er að hún hef- ur alla tíð verið til. Það sem hins vegar er nýtt, er opin umræða um fyrirbærið. Umræða þessi hefur að vísu ekki verið mikil hér á landi, hins vegar hefur hún veriö töluverö erlendis, ekki síst í Bandarikjunum, en þar hafa fallið fræg- ir dómar í slíkum málum þar sem kon- um hafa veriö dæmdar „óímunnberan- legar" upphæðir vegna kynferðislegrar áreitni. Á Skrifstofu jafnréttismála stendur nú fyrir dyrum könnun á kyn- ferðislegri áreitni hér á landi, svo og gerð leiðbeiningabæklings fýrir laun- þega og vinnuveitendur. Hvað er kynferðisleg áreitni? Ýmsar skilgreiningar eru til á fyrirbær- inu en þó má segja að Alþjóðavinnu- málastofnunin og Evrópusambandiö hafi komið sér niður á nokkuð svipaða skilgreiningu, sem er að festast í sessi. Samkvæmt þeirri skilgreiningu er kyn- ferðisleg áreitni á vinnustað framkoma, kynferðislegs eðlis, sem er óviðunandi þegar: a) slík hegðun er ósanngjörn og/eða móðgandi/særandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður b) höfnun á kynferðislegu sambandi af einhverjum toga hefur áhrif (með að- gerð eða aðgeröarleysi) á starfs- frama, ráöningu, launakjör eöa önn- ur vinnuskilyrði starfsmanns c) slík framkoma skaþar óþægilegt, fjandsamlegt eða auðmýkjandi and- rúmsloft fyrir viökomandi á vinnu- stað Þessi skilgreining leggur áherslu á í lið a) að það sé viðmiðun þess sem fyrir áreitni veröur sem ákvaröar hvað hún/ hann upplifir sem kynferðislega áreitni. í því felst að gerandinn getur ekki rétt- lætt gerðir sínar með því að vísa til sinna eigin viðmiðana um kynferðislega hegöun. En hvað þýðir þetta? Er mönn- um nú ekki lengur leyfilegt að stunda heilbrigt og eðlilegt samspil við hitt kyn- ið á vinnustað, máttu nú ekki lengur daðra við samstarfsmanninn eða reyna við þann sem þú ert skotin I? Nei, hér er ekki veriö aö tala um neitt slíkt. Þaö er nefnilega grundvallaratriði þegar við tölum um kynferðislega áreitni aö þá er um að ræða hegðun sem er I óþökk þess sem fyrir henni verður. Hverjir verða fyrir kynferðislegri áreitni? í raun og veru getur hver sem er orðiö fyrir slíku, karlar jafnt sem konur. Reyndin er hins vegar sú að í langflest- um tilvikum eru það konur sem verða fýrir kynferðislegri áreitni af hálfu karla. Kemur þar vafalaust fýrst og fremst til staöa kvenna almennt og kannski eink- um og sér í lagi það að karlar eru mun oftar f yfirmannsstöðum og konur oftast I undirmannsstööum. Kynferðisleg áreitni er mjög oft dæmi um misnotkun á valdi og stööu gerandans og eitt af einkennum hennar er einmitt að þar er ekki um kynferðislegt samband á jafn- réttisgrundvelli að ræða. Það eru margar goðsagnir um það hverjir það eru, sem verða fyrir kynferð- islegri áreitni og þá eru gjarnan nefndar ungar stúikur, stúlkur sem klæöast áberandi og „sexý" eða konur sem nota kynferði sitt til að koma sér áfram í starfi. Erlendar rannsóknir sýna hins vegar að þessar goðsagnir eiga ekki við nein rök aö styðjast. í fyrsta iagi hefur aldur lítið að segja, konur allt frá ungl- ingsaldri fram á eftirlaunaaldur verða fyrir slíkri áreitni, feitar konur og mjóar, stuttar sem langar, fríðar sem ófríðar, flottar sem púkalegar. Hins vegar eru þær konur sem eru í veikri stööu á vinnumarkaðinum í hvað mestri hættu, þ.e. konur sem eru í ótryggri stöðu, svo sem eins og nemar, lausráðnar konur, eldri konur og yfirleitt þær konur sem eiga erfitt meö aö fá vinnu. Hvað segja lögin? íslensk löggjöf tekur ekki með beinum hætti á kynferðislegri áreitni, nema í hegningarlögum, en þar segir í 198. gr. : „Hver sem hefur samræöi eða önnur kynferðismök við mann utan hjóna- bands eöa óvígðrar sambúöar með því að misnota freklega þá aöstööu sína að hann er honum háður, fjárhagslega, í atvinnu sinni eða sem skjólstæðingur hans i trúnaðarsambandi, skal sæta fangelsi allt að 3 árum, eða sé maður- inn yngri en 18 ára, allt að 6 árum. Önn- ur kynferðisleg áreitni varðar fangelsi allt að 2 árurn." Samkvæmt þessu er refsingin við kynferðislegri áreitni á vinnustað fangelsi allt aö 2 árum. Þetta er hins vegar hegningarlagaákvæði en það hefur í för með sér að það hvllir al- fariö á ákæruvaldinu að sanna aö brot- iö hafi verið gegn greininni og þvl er þetta ekki mjög heppilegt ákvæði eða llklegt til að verða mikið notað. í jafn- réttislögum er hins vegar aö finna ákvæði I 5. töluliö 6. gr. þar sem segir að atvinnurekendum sé óheimilt að mismuna fólki eftir kynferði og gildi það m.a. um vinnuaðstæður og vinnuskil- yrði. í Danmörku hefur það veriö stað- fest af dómstóium að kynferöisleg áreitni á vinnustað falli undir sams kon- ar danskt ákvæði. Á þetta hefur hins vegar aldrei reynt hér á landi en það væri spennandi að fá slíkt mál til með- ferðar, ef yfirleitt hægt er að tala um sllk mál sem „spennandi". Hvernig má stöðva kynferðislega áreitni? Ýmsar leiðbeiningar, einkum erlendar, eru til um hvernig bregðast megi við þessari hegðun. Ég ætla hér I lokin að nefna nokkur dæmi, sem gætu gagnast þeim sem verða fyrir slíku. - ekki leyna ástandinu fyrir samstarfs- fólki þínu - ekki kenna sjálfri/sjálfum þér um - skráðu nákvæmlega hjá þér og lýstu því sem gerist hverju sinni - fylgstu með hvort þaö verða einhverj- ar breytingar á verkefnum þínum - kannaðu hvort einhver vinnufélaga þinna hefur orðið fyrir slíkri áreitni og ef svo er ræddu þá við hann um mál- ið - fáðu stuöning vinnufélaga - eru þeir tilbúnir til að „vitna"? - haltu þvl fram að áreitnin sé vanda- mál er varöar alla á vinnustaðnum - ræddu af hreinskilni viö trúnaðar- mann - reyndu ekki aö standa ein/einn I striði við samstarfsmann/yfirmann þinn - láttu alla vita af því hver gerandinn er BF 22

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.