19. júní


19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 17

19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 17
SKRIFSTOFU JAFNRÉTTISMÁLA Hugleiðing: Nýtt Jafnréttisráð Á næstu vikum mun nýtt Jafnréttis- ráð taka við af því sem nú hefur starfað í fjögur ár. Er það í samræmi við ný lög um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla og í fyrsta skipti sem Jafnrétt- isráð hefur setið í fjögur ár. Á tímamótum er staldrað við og horft um öxl. Það nýmæli sem sérstök ástæða er tii að fagna í dag er nýtt ákvæði í stjórnarskrá um jafnan rétt kvenna og karla. Þótt stjórnarskrár- breytingin hafi ekki enn tekið gildi er ástæða til að gleðjast. Þetta ákvæði er afrakstur af samstilltu átaki allra þeirra sem láta sig jafnrétti kvenna og karla varða. Stjómarskrárnefnd varð við ein- dregnum tilmælum þessara aðila og sýnir þetta dæmi vel að afstaða félaga- samtaka geti haft áhrif á löggjöf. Nú er sérstaklega tekið á jafnréttis- málum I stjórnarskrá og full þörf er á. því víst er að jafnrétti kvenna og karia hefur hvergi nærri náðst. Enn eru lög nauðsynleg sem tryggja jafnstöðu kynj- anna og heimila sérstakar tímabundnar aðgerðir til hagsbóta konum. Það er umhugsunarvert að þrátt fyrir laga- ákvæði sem heimila slíkar aðgerðir ber ekki mikiö á þeim í þjóðlífinu, og sé á þær minnst ber enn á því aö fólki er með öllu ókunnugt um að slfk lög séu gildandi réttur hér á landi. í nýútkominni skýrslu undirbúnings- nefndar vegna ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking eru dregnar saman mikilsverðar upplýsingar um réttindi og stöðu kvenna á ísland í dag. Þar kemur fram að konum hefur fjölgað verulega á þingi og í sveitarstjórnum á síðasta ára- tug. Einnig er mikil aukning í þátttöku kvenna í nefndum, stjórnum og ráðum á sama tímabili. Enn vantar þó verulega á að nægilegur árangur hafi náðst. Stúlkur hafa hin sfðari ár sótt sér aukna menntun og eru nú meirihluti brautskráðra nemenda frá Háskóla ís- lands, en námsval er enn mjög kyn- bundið. Atvinnuþátttaka kvenna hefur einnig aukist umtalsvert, en þrátt fyrir það hefur framlag kvenna á vinnumark- aði ekki verið metið til jafns við framlag karla og hefur frekar dregið I sundur í launamálum ef eitthvað er. Atvinnuleys- ið sem nú er á íslandi bitnar fremur á konum en körlum. Þetta eru allt saman staðreyndir sem blasa við þegar stöðu- mat er gert. I framhaldi af því þarf að skoða það hvert hlutverk stjórnvalda skuli vera og hvernig þeim fjármunum sem hið opinbera ver til jafnréttismála sé best ráðstafaö. Jafnréttismál kvenna og karla heyra eins og kunnugt er undir félagsmála- ráöuneytið. Ein Iög eru f landinu um jafnrétti kvenna og karla og taka lögin á mannréttindaþætti jafnréttismála, vinnumálaþætti þeirra og menntunar- þætti auk þess aö fjalla um réttarfars- leiðir einstaklinga og skyldur stjórn- valda í þessum efnum. Á það hefur ver- ið bent að heþpilegra sé að kljúfa lögin upp og hafa sérlög um jafnrétti á vinnu- markaði, önnur um mannréttindi kvenna og þannig séu jafnréttisákvæð- in I raun tengd viökomandi málaflokki. Slíkt sé f samræmi við eiginlegan til- gang jafnréttisbaráttunnar, að leggja áherslu á jafnrétti kynja sem víðast. Jafnrétti kynja á að vera eðlilegur og órjúfanlegur hluti af samfélagi okkar. Þegar jafnréttislög voru upphaflega sett hér á landi var þessi leið ekki farin og við þá endurskoðun sem sfðan hefur oröið hefur ekki þótt ástæða til að þreyta forminu. I sjálfu sér skiptir form- ið ekki öllu máli heldur að ákvæði lag- anna séu virt og raunverulegt jafnrétti náist. í Ijósi aðildar okkar aö EES munu jafnréttislög veröa endurskoöuð á Ábyrgðarmaður: Stefanía Traustadóttir Efnisyfirlit • Nýtt starfsfólk á Skrifstofu jafnréttismála. • Karlar gegn ofbeldi. • Norræn starfsáætlun. • Launajafnrétti kynjanna. • Útgáfa. • Nokkrar vangaveltur um kynferðislega áreitni. næstu misserum. Viö þá endurskoðun tel ég eðlilegt að endurskoða lögin f heild sinni, meðal annars það hvort skipta eigi jafnréttislögum upp eftir efn- isþáttum, hvort fella eiga jafnréttisá- kvæði inn í texta annarra laga í ríkara mæli en gert hefur verið og hvort setja eigi ákvæði um kvóta í lög til að flýta fyrir virkri þátttöku kvenna á öllum sviö- um. Sérstakiega tel ég brýnt að huga að því hvernig draga megi úr launamis- rétti með löggjöf, hvort snúa eigi sönn- unarbyrði við f launamálum, hvort setja skuli ákvæði f lög um starfsmat eöa herða viðurlög við brotum. Þar sem þetta verður síðasta Vogin sem þirtist f 19. júnf vil ég þakka Kven- réttindafélagi Islands ágætt samstarf f útgáfumálum á liðnum árum. Lára V. Júlfusdóttir formaður Jafnréttisráðs 17

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.