19. júní


19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 10

19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 10
líkir Sæunn við upplifun fólks sem verður fyrir barðinu á innbrotsþjóf- um. Það fyllist reiði og vanmáttar- kennd yfir því að læstar útidyr þeirra séu ekki mannheldar. Jafnvel þó að engu sé stolið er það mörgum óbæri- leg tilhugsun að einhver ókunnugur hafi valsað um heimili þeirra á skít- ugum skóm og gramsað í skúffum og skápum sem engum er boðinn að- gangur að. Það má segja að þessi tilfinning hundraðföld geti varpað ljósi á líðan þess sem hefur verið nauðgað. Ekki er aðeins ráðist inn á þeirra eigið svæði heldur inn í líkama þeirra, inn í innsta kjarna þeirra sjálfra. Þó að innrásinni sé beint í farveg kynferðis- legra athafna, þá snýst nauðgun ekki um kynlíf, heldur um gróft ofbeldi. Sæunn segir að á neyðarmóttöku Borgarspítalans fyrir fórnarlömb nauðgana, hafi verið unnið að því að fá sem gleggsta sýn á eðli nauðgana og afleiðingar þeirra, meðal annars með það að markmiði að fýrirbyggja að áfallið búi um sig sem nafnlaus og óskilj- anleg vanlíðan. Afleiðingar alvarlegra áfalla eru vitanlega einstaklingsbundnar en margir geta þurft hjálp til að vinna úr reynslu sinni og leita sér hjálpar. Sæunn heldur því fram að þeg- ar kona fer til læknis í leit að skýringu á vanlíðan sinni og fær þau skilaboð að hún sé ímyndunarveik, þá sé það í raun vanda- mál læknisins. Það sé hans vandamál ef hann getur ekki ímyndað sér hvað ami að konunni. Til þess að geta gert sér það í hugarlund þurfi hann vissu- lega að þekkja vel líkamsstarfsemi kvenna. En hann þarf ekki síður að þelckja tilfinningalíf þeirra. Þegar tvinnuð eru saman tak- mörkuð sjálfsþekking kvenna og fá- tækleg innsýn lækna í tilfmningalíf þeirra, þá er útkoman einna líkust því að haltur leiði blindan. Sæunn telur að Akkilesarhæll heilbrigðis- stétta almennt sé vanhæfni þeirra í að hlusta og meðtaka það sem sjúkling- ar segja. Þörf lækna fyrir að vita bet- ur en sjúklingurinn og ákefð þeirra í að leysa málin getur auðveldlega staðið í vegi fyrir því að þeir heyri og sjái hvar skórinn raunverulega krepp- ir. Með auknum skilningi, þolin- mæði, forvitni, auðmýkt og hlustun, minnkar hættan á ofnotkun útskýr- inga á borð við hysteriu eða tíða- hvörf, en um leið skapast möguleikar á að skilja það sem í fyrstu kann að virðast óskiljanlegt, eins og það hvernig konur vinna úr reynslu sinni og hvers vegna. REYKJAVÍKURBORG MJOLKURBU FLÓAMANNA Hressingar- leikfimi ÁSTBJÖRG GUNNARSDÓTTIR íþróttakennari Bætt heilsa betra 1(1 KVENNADEILD REYKIAVÍKURDEILDAR RAUÐA KROSS ÍSLANDS BEDCO& MATHIESEN HF Bæjarhraun 10 • Hafnarfjörður Sími 565 1000 RAGNAR BJÖRNSSON HF. DALSHRAUNI6 SÍMI555 0397 0G 565 1740 BÓN- OG ÞV0TTASTÖÐIN SIGTÚNI 3 HEILSUSTOFNUN NLFÍ HVERAGERÐI SAMBAND ÍSLENSKRA BANKAMANNA 10

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.