19. júní


19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 12

19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 12
„Má jafnvel fara að tala um lungnakrabbamein sem kvennasjúkdóm, “ segir Sigurður Arna- son íslenskar konur eru heimsmeistarar í að deyja úr lungnakrabbameini einnig lægri. Þetta gerist bæði hjá körlum og konum en árangurinn er þó hægari og minni hjá konum. Hvað veldur? Hjá Lilju kom fram að þar fara saman margir sam- verkandi þættir. Ahættuþættirnir eru að mestu þeir sömu hjá báðum kynjum en lið- ur í baráttunni við sjúkdóminn er að minnka eða útiloka þá þætti, sem þó er ekki hægt í öllum tilfellum eins og t.d. hvað varðar erfðir og sykursýki. Aðrir áhættu- þættir eru hár blóðþrýstingur, hækkuð blóð- fita og reykingar. Hver þessara þátta magnar upp hina og ef þeir eru allir til staðar hjá sama einstaklingnum er hann í verulegri hættu. Konum hefur gengið betur en körl- um að lækka hjá sér blóðþrýsting en þar er offita t.d. áhrifaþáttur. Sömuleiðis heftir konum gengið betur að lækka blóðfitu en óhollt mataræði á einn stærsta þátt í hækk- aðri blóðfitu, þó að erfðir ráði þar oft nokkru um. Breyttur lífsstíll, með betra mataræði og reglubundinni hreyfingu, dug- ar oft til að slá á þessa tvo áhættuþætti og eins og fyrr segir gengur konum betur þarna. En þá er komið að þeim áhættuþætti sem vegur einna þyngst - og það eru reyk- ingarnar. Þar gengur konum ver en körlum. í hópi mestu reykingakvenna í heimi Reykingar karla hafa minnkað um 28% á undanförnum árum en reykingar kvenna ekki nema um 13%. Og nú er svo komið að íslenskar konur eru þriðju í röðinni yfir þær konur í heiminum sem reykja mest! Á sama tíma og íslenskar konur eru stöðugt að bæta þekkingu sína á því sem hafa verð- ur í huga til að halda góðri heilsu, eru þær að auka reykingar; einn mesta og hættuleg- asta orsakavald slæmrar heilsu hjá konum. Hvað varðar kransæðasjúkdóma eru líkur reykingakonu á að fá þá þrefaldar á við konu sem ekki reykir — og stórreykinga- konu sjöfaldar. Þar munar miklu hvort kona reykir einn pakka á dag, eða tvo og ef kona treystir sér ekki til að hætta að reykja, þá er það a.m.k. hálfur sigur að minnka reykingarnar. Tíðahvörf verða fyrr hjá kon- um sem reykja og það eitt sér eykur áhætt- una enn meira. Eins og fyrr segir komast konur almennt ekki í áhættuhóp fyrr en eftir tíðahvörf. Þær konur sem fá krans- æðasjúkdóma fyrir tíðahvörf eru yfirleitt reykingakonur. Tíðahvörf orsaka ýmsar aðrar breytingar á líkamsstarfsemi kvenna, s.s. beinþynningu, og það er því mikið til vinnandi að þessi eðlilega líkamsstarfsemi haldist sem lengst. Af ýmsum ástæðum eru horfur konu sem fær kransæðasjúkdóm ekki nógu góðar og alltof margar, og of ungar, konur verða kransæðasjúkdómnum að bráð. Forvarnir eru því afar mikilvægur þáttur í að snúa þessari þróun við. Hjá Sigurði Árnasyni lækni kom fram að tíðni Iungnakrabba- meins hjá íslenskum konum hefur margfaldast á undan- förnum 30 árum og að sama skapi hefur dauðsföllum af völdum sjúk- dómsins fjölgað - enda eru líkurnar á bata mjög litlar. En gefum Sigurði orðið: „Það er mjög athyglisvert að hérna á Is- landi er kynhlutfallið varðandi lungna- krabbamein allt annað en gengur og gerist. Konur hafa u.þ.b. sömu tíðni af lungna- krabbameini og karlar, sem er harla óvenjulegt því venjulega er lungnakrabba- mein miklu algengara hjá körlum. Af hverju stafar þetta? Það stafar áreiðanlega langmest af reyk- ingunum. Vegna þess að konur sem hafa reykt sígarettur í gegnum árin eru u.þ.b. jafnmargar og karlarnir — og það endur- speglast í þessu. Þetta gerir það að verkum að við erum með þeim löndum í veröld- inni þar sem bilið er styst - ef það er þá nokkurt - á milli karla og kvenna. Ný- gengi lungnakrabbameins er aðeins farið að minnka hjá körlum — en hjá konum er það ekkert farið að minnka. Líklega fara þær fram úr körlunum þegar fram í sækir og það má jafnvel fara að tala um lungna- krabbamein sem kvennasjúkdóm. Enda eru íslenskar konur heimsmeistarar í að deyja úr lungna- krabbameini, ásamt konum í Singapore og konum í Skotlandi. III strax frá upphafi Ef við horfum svo á hina eiginlegu kvennasjúkdóma þá er brjóstakrabbamein- ið langalgengasti krabbameinsjúkdómur- inn. Það er meira en þrisvar sinnum al- gengara en lungnakrabbamein og tíðnin hefur tvöfaldast frá 1958 til 1992. Samt sem áður deyja að jafnaði fleiri konur úr lungnakrabbameini en brjóstakrabbameini. Það stafar einfaldlega af því að lungna- krabbameinið er lífræðilega miklu erfiðari sjúkdómur að ráða við og hefur allt annað hlaup heldur en brjóstakrabbameinið. Ein- hver skýring á þessu er auðvitað leitin að brjóstakrabbameini. Það er svo ýmislegt sem bendir til þess að hegðan þess meins sem finnst í leit sé öðruvísi en þess sem finnst utan leitar. Af hverju? Það er kannski ekki alveg vitað. Stærðin hefur þarna eitthvað að segja. Þeim mun stærra sem æxlið verður, þeim mun meiri líkur eru á að það hafi einhvern hæfileika til að gera af sér óskunda; senda meinvörp, vaða inn í aðliggjandi líffæri. Er það þá þannig með öll mein að það dugar að finna þau snemma til að lækna Texti: Bryndís Kristjánsdóttir 12

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.