19. júní


19. júní - 01.03.1995, Side 23

19. júní - 01.03.1995, Side 23
Konur tregari að viðurkenna hæfileika sína Lilja Ólafsdóttir Myndir: Rut Hallgrímsdóttir Talkingfrom 9 to 5 eftir Deborah Tannen Ph.D., höfund bókarinnar You Just don’t Understand., sem kom út í íslenskri þýðingu Jónínu M. Guðna- dóttur fyrir síðustu jól undir nafninu Þú misskilur mig. Eins og fyrri bók Deborah Tann- en fjallar þessi um tjáningar- form og tjáskipti kynjanna. Að þessu sinni er viðfangsefnið at- huganir á tjáskiptaformi og um þá framkomu sem konur og karlar temja sér og eru vanin á í uppvexti og hvernig hún hefur úrslitaáhrif á árangur þeirra í starfi. Höfundur bendir á að menn tjái sig á mjög mismunandi hátt og tekið Lilja Ólafidóttir er forstjóri Strœtisvagna Reykjavíkur tjáningaraðferðum fólks í starfi og á starfs- vettangi. Undirtitill bókarinnar segir mikið um innihaldið: How Women’s and Men’s Conversational Styles affect who gets heard, who gets credit, and what gets done at Work eða: Hvernig samræðuform kvenna og karla hefur áhrif á hver nær eyr- um manna, hver fær viðurkenningu og hvað kemst í verk á vinnustað. Bókin er fu.ll af gullkornum og dæmum sé mismikið tillit til þess sem þeir segja, ekki vegna þess að þeir séu svo misvissir í sinni sök, heldur vegna þess hvernig þeir tjá sig. Deborah tekur fram að alls ekki megi alhæfa um tjáningarform og áunna eða meðfædda eiginleika kvenna og karla. Margar konur og margir karlar séu afar lík í framkomu og tjáningu, en viss mismunur komi fram í fari annarra, sem megi heim- færa upp á annað kynið. Konur eru vandar á að halda sig til baka Hún heldur því fram að konur beiti oftar nieiri hógværð við að tjá sig og virki þess vegna ekki eins vissar í sinni sök og karlar. Margir karlar séu hins vegar líklegri en konur til að fela efa með tjáningarformi sínu. Deborah bendir á að rannsóknir sýni að stelpur finni fyrir mjög neikvæðum við- brögðum í umhverfi sínu ef þær hreykja sér af hæfileikum eða gerðum. Þær læra því að ákjósanleg og virðingarverð hegðun fyr- ir þær sé hógværð og lídllæti. Þær finna fljótt að framhleypni og áberandi fram- koma er ekki ákjósanleg af þeirra hálfu og hafa því fremur hægt um sig. Strákar verði á hinn bóginn fljótt varir við að þeir hljóta viðurkenningu ef þeir miklast af afrekum sínum, eru framhleypnir og áberandi. Það verður til þess að ýta undir slíka hegðun hjá strákum. Afleiðing af þessu er að konur eru tregari til að viðurkenna hæfileika sína en karlar. I stelpnahópi er ekki ákjósanlegt að vera ráðrík/stjórnsöm. Þar leitast því hver við að falla í hópinn en ekki að skera sig úr og skara fram úr. I strákahópi er viðurkennt að keppa um völd og einstaklingur sem sker sig úr nýtur meiri virðingar en aðrir. Þessir uppeldislegu þættir stuðla að því að konur halda síður en karlar á Iofti því sem þær gera vel og fá því síður viðurkenn- ingu fyrir störf sín og afrek en karlarnir. Misinuiiandi aðlerðir við að ná pcrsónulegum tengslum Annar þáttur sem Deborah nefnir sem er ólíkur með kynjunum er að konur gera meira en karlar að því að tala um vanda- mál sín í hópnum. Konur nálgast hver aðra með því að önnur ræðir eitthvert vandamál sem hún þykist hafa við að stríða og við- mælandinn (önnur kona) svarar með því að segja frá sínu vandamáli. Þannig sýna 23

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.