19. júní


19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 5

19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 5
fór að afla upplýsinga um heilsufar kvenna að svo virðist sem konur séu almennt við verri heilsu en karlar þótt þær lifi lengur. Reyndar er það forskot sem kon- ur hafa haft varðandi meðalaldur að minnka í kjölfar breyttra lífs- hátta. I Svíþjóð t.d. eru konur veikari en karlar í öllum aldurshópum og stéttum. Mismunurinn hvað varðar líkamlega sjúkleika er 33% kon- um í óhag, en þegar um er að ræða geðheilsu eru um tvöfalt meiri líkur á því að konur séu greindar með sjúkdóma af geðrænu tagi en karl- ar. Svipaða sögu er að segja frá Bandaríkjun- um. Konur eru neytendur 70% róandi lyfja og lyfja sem gefin eru við þunglyndi. Þó konur neyti mun meiri lyfja en karlar þá heyrir það til undantekninga að rannsóknir fari fram á þeim. Þannig eru konur um 90% neytenda megrunarlyfja en rann- sóknir fara svo til ein- göngu fram á körlum. Konur eru oftar en karlar afgreiddar með lyfjum og það þyrfti því að athuga hvernig á þessu stendur. Er ef til vill á einhvern hátt erfiðara að sjúkdóms- greina konur en karla? Sumir segja, að svo sé, þar sem of lítið tillit sé tekið til horm- ónabúskapar kvenna og of lítið vitað al- mennt um hvaða áhrif mismunandi horm- ónabúskapur hefur á kynin. Kveikjan að þessari umræðu var reyndar á Nordisk For- um sl. sumar. Þar kom m.a. í ljós að oft væri erfitt að sjúkdómsgreina konur þar sem tilraunir færu oftast fram á karlkynstil- raunadýrum og því oft erfitt að yfirfæra sjúkdómsgreininguna á konur þar sem hormónabúskapur þeirra væri öðruvísi en karlanna og því fái þær ekki „réttu“ sjúk- dómseinkennin. En hvers vegna skyldu til- raunirnar fara fram á karlkynstilraunadýr- um að mestu leyti? Jú, það er vegna þess að hormónabúskapur kvendýranna er talinn of „flókinn“. Þá má einnig velta því fyrir sér hvers vegna konur eru tilbúnar að taka inn þessi mál sem áður þjökuðu aðallega karla farið að herja á konur í auknum mæli. Má þar nefna lungnakrabbamein, sem nú er annað algengasta dánarmein þeirra kvenna sem látast úr krabbameini hér á landi, kransæðasjúk- dóma, en 19% kvenna látast af þeirra orsökum auk þess sem mun stærri hópur verður fyr- ir alvarlegum heilsu- bresti, og aukna tíðni kvenna sem eru áfengis- ofneytendur og misnota lyf. Konur eru oftar en ekki beittar órétti innan veggja heimilanna og úti í samfélaginu en það getur komið fram sem heilsuvandamál síðar á ævinni. Atvinna hefur einnig áhrif á heilsufar kvenna, en útivinnandi konur eru almennt við betri heilsu en heima- vinnandi. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum sýna að konur sem eru í störf- um þar sem þeim finnst þær ekki nota hæfileika sína til fullnustu eru við verri heilsu en konur sem eru ánægðar í starfi. Nú er nýútkomin skýrsla sem Jafnréttisráð lét vinna um launamun kynjanna þar sem kem- ur m.a. í ljós að launamunur eykst með aukinni menntun kvenna. Konur eru þannig órétti beittar og það kann að vera að það hafi áhrif á heilsufar þeirra. Til að bæta heilsufar þurfa konur því að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og hafa áhrif á þá þætti í umhverfmu sem geta hjálpað í þá veru. Konur þurfa því að leita að rétti sínum á þessu sviði sem öðrum. Aðalefni 19. jiíní að þessu sinni er umfjöllun um heilsufar kvenna, greinar unnar upp úr fýr- irlestrum sem fluttir voru á málþingi KRFÍ í febrúar s.l. um geðheilsu kvenna, lyfja- og áfengismisnotkun, kransæðasjúkdóma og lungnakrabbamein, sjúkdómshugtakið hysteríu og afleiðingar áfalla. Og það er ánægjulegt að heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist skjótt við þessari umræðu með því að setja á laggirnar starfshóp sem ætlað er að koma með tillögur til umbóta á þessu sviði. Myndin er í eigu Ljósmyndasafhs Reykjavíkurborgar og er tekm á Landakoti 1928. lyf. Eiga læknarnir ef til vill að „lækna“ ýmislegt sem þær eru ósáttar við í lífi sínu, eitthvað sem þær búa við en vilja ekki segja frá? Konur hafa oft tilhneigingu til að kenna sjálfum sér um allt sem miður fer og beina oft reiði sinni inn á við, að sjálfum sér. Og þunglyndi hefur verið skýrt sem reiði sem beinist inn á við. Konur beina þannig reiði sinni að sjálfum sér ef þær búa við áfengis- sýki, heimilisofbeldi eða hafa jafnvel orðið fyrir alvarlegum áföllum, svo sem nauðgun eða kynferðislegri misnotkun. Og í stað þess að fá útrás fyrir reiðina taka þær ró- andi lyf. Full ástæða er því að velta fyrir sér ýms- um öðrum þáttum sem geta haft áhrif á heilsufar svo sem ýmsa félagslega og sál- fræðilega þætti, breytingar á lífsháttum og hlutverkum. Með breyttum lífsstíl kvenna í hinum vestræna heimi hafa heilsuvanda- 5

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.