19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 11
„Kransœðasjiíkdómar eru nœst starsti flokkur sjúkdóma sem veldur dauða kvenna á ís-
landi, “ segir Lilja Sigrún Jónsdóttir.
Kransæðasjúkdómar
dánarorsök 20% tilvika
hjá konum
Eru „karla-
sjúkdótnar"
farnir að
hrjá konur?
Minningargreinar um konur
á besta aldri birtast í hverri
viku í dagblöðunum og fá
líklega flestar konur til að
doka við og hugsa: Afhverju
ætli hún hafi dáið svona
ung? Að sjálfsögðu eru or-
sakirnar jafnmargar og kon-
urnar en þó er það stað-
reynd að ákveðnir sjúkdóm-
ar eru farnir að valda
ótímabærum dauða kvenna á
Islandi; sjúkdómar sem í
sumum tilfellum hefði mátt
koma í veg fyrir. í vetur var
haldið málþing um heilsufar
íslenskra kvenna og þar kom
fram margt sem nauðsynlegt
er fyrir okkur konur að vita.
Erindi læknanna Lilju Sig-
rúnar Jónsdóttur, um konur
og kransæðasjúkdóma, og
Sigurðar Arnasonar, um
konur og krabbamein, vöktu
sérstaka athygli blaðamanns
19. júní og því var brugðið
á það ráð að fá læknana í
viðtal svo lesendur blaðsins
mættu fræðast líka.
Þegar við heyrum minnst á hjartaáfall og
kransæðasjúkdóma dettur okkur líklega
fyrst í hug feitlaginn karl, kominn yfir
miðjan aldur og ekki þekktur fyrir að
stunda heilsusamlegt líferni. Konur detta
okkur vanalega ekki í hug.
En hjá Lilju kom það fram að kransæða-
sjúkdómar eru næststærsti flokkur sjúk-
dóma sem veldur dauða kvenna á Islandi.
Kransæðasjúkdómar er dánarorsökin í um
20% tilvika hjá konum og valda heilsu-
bresti hjá mun stærri hópi.
En hvers vegna halda margir að hér sé
um karlasjúkdóm að ræða?
Líklega vegna þess að karlar eru mun
yngri þegar þeir veikjast en konur og strax
upp úr fertugu er tíðni sjúkdómsins farin
að aukast hjá þeim. Kransæðasjúkdómar
eru aftur á móti aðallega sjúkdómar eldri
kvenna en konur eru að meðaltali 10 árum
eldri en karlar þegar sjúkdómsins verður
vart hjá þeim. Hér áður fyrr var sjáldgæft
að konur næðu
háum aldri og
þar af leiðandi
voru sjúkdómar
eins og kransæðasjúkdómar óþekktir hjá
konum.
Hjá konum eru kransæðasjúkdómar til-
tölulega sjaldgæfir fyrir tíðahvörf en eftir
þau fer sjúkdómstíðnin ört vaxandi og í
efstu aldurshópunum er hún svipuð og
meðal karla. Sömuleiðis er konum sem
eggastokkar hafa verið teknir úr mun hætt-
ara við þessum sjúkdómi. Þetta er vegna
þess að talið er að kvenhormónið estrogen
verndi konur fyrir kransæðasjúkdómum en
eftir tíðahvörf, eða legnám, minnkar mikið
magn þessara hormóna í blóðinu og vernd-
unaráhrifin hverfa.
Arangurinn ekki jaln góður
hjá konuni
Þegar skoðuð er tíðni kransæðadauðs-
falla á íslandi frá 1951 - 1992 sést að um
1970 er hámarki nokkurn veginn náð og
að eftir það fækkar þeim. Verulegur árang-
ur hefur náðst hér í bar-
áttunni við sjúkdóminn
og tíðni hans er hætt að
aukast, dánartíðni er
Texti: Bryndís Kristjánsdóttir
Ljósniyndir: Rut Hallgn'msdóttir
11