Sólskin - 01.07.1933, Síða 6

Sólskin - 01.07.1933, Síða 6
að það hefir orðið þröngt í búi hjá þeim, svo að þau hafa farið að sækja sér björg upp á þurlendið. Óendanlega lengi hafa þau verið að venjast loft- inu, áður en þau komust upp á að lifa eingöngu á þurru landi. Til þess hafa þau þurft að breytast og verða ólík því, sem þau voru upphaflega. Einföldust og óbrotnust allra dýra eru frumdýr- in (protozvan). Þau voru aðeins ein fruma eða sella. En svo nefnast smáagnir þær, sem allt lif- andi er byggt úr. Fyrir mörgum miljónum ára voru engin önnur dýr til, en einfrymingar. Hval- urinn, stærsta dýr jarðarinnar, fíllinn, stærsta land- dýrið, risafuran í Kaliforníu, sem fæddist úr fræi löngu fyrir Kristsburð og hefir lifað meðan mestöll mannkynssagan gerðist; allir þessir risar hafa byrjað líf sitt sem ein einasta fruma. Allir fuglar úr eggjum skríða, segir máltækið, en fuglsegg er ekki nema ein fruma. Það er að sönnu stærsta fruman, sem til er; flestar frumur eru svo smáar, að þær sjást ekki með berum aug- um. Fóstur jurtanna eru fræin, og egg fiskanna hrognin. Menn og spendýr verða einnig til úr eggi eða einni frumu í móðurlífi. Fruman vex og skift- ist ótal sinnum; þar til maður er fullorðinn og lengur. Þó eru miklu fleiri frumur í líkama hans en allir menn í heimi, en þeir eru um 2000 miljónir. Einu sinni var lítið barn, sem aldrei hafði séð * egg og vissi ekki neitt um þau. Það fann lítið hreið- ur og hafði gaman af að sjá, hve vænt fuglinum þótti um litlu eggin, en það vissi ekki, hvernig á því stóð, að fuglinn vildi alltaf sitja á þeim. Dag 4

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.