Sólskin - 01.07.1933, Síða 12

Sólskin - 01.07.1933, Síða 12
hefir verið vatn og sumt leðja. Vatnið hefir þorn- að, og leðjan harðnað af hita og þrýstingi og orðið að hörðu bergi. Hvemig förum við nú að finna dýrin í þessum T,klettum“? Þegar þau höfðu notið lífsins um langan aldur, dóu þau, vom borin til grafar og jörðuð. Það gerðu fljótin. Þau báru skrímslin út í lón og stöðuvötn; svo færðu þau leir og leðju á ■eftir og ofan á þau, uns þau voru jarðsett. Síðan komu svo þykk lög þar ofan á. Með tímanum fóm vötnin að þoma og löndum skaut upp úr sjó. Jörð- in setti á sig kryppu á ýmsum stöðum, svo að þrnrrt land varð, þar sem áður var sjávarbotn eða vötn. Nú grafa menn niður í bergið og finna þar þæði dýr og jurtir. Margt af þeim hefir haldið lögun sinni, af því að leðjan umhverfis þau hef- ir verið mjúk og vemdað þau frá að merjast í klessu. Margt af þessum eldgömlu jurtum og dýrum hefir orðið að steini. Surtarbrandurinn okkar er t. d. æfagamlar steingerðar jurtir, inni á milli blágrýtislaga. Svipað er að segja um kolin, sem víða eru grafin úr jörðu og höfð til að knýja vél- ar, hita hús o. fl. Þau eru steingerðir skógar frá fornöld jarðar. Vefimir í frumum þessara trjáa hafa smámsaman eyðst, vatnið bar þá að uppleyst steinefni, sem fyllti hólfið og varð að föstu efni; svona hélt lífræna efnið áfram að þoka fyrir hinu ólífræna, þangað til tréð varð að steingerfingi. Það hélt sinni fyrri mynd og lögun, en var orðið að steini. Á sama hátt hafa dýr oft steingerst. 10

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.