Sólskin - 01.07.1933, Page 20

Sólskin - 01.07.1933, Page 20
Hanuman foringinn fremur samskonar ódæði og Faraó forðum daga. Apamamman flýr og felur sig ein með litla soniim, langt inni í skógi, þar sem margskonar voða er að verjast. Þar elur hún hann upp, þangað til hann er orðinn svo stór og sterkur, að hann er fær um að verja sig og jafnvel að berj- ast til valda og forustu. Eignist hún dóttur, býr hún í friði með flokknum. Má vera að samskonar venja tíðkist hjá fleiri apakynjum. Menn eru ekki eins kunnugir lifnaðarháttum þeirra. S. A. ómuna-öld. Nú er talið, að um 2000 miljónir manna séu á jörðinni. Þeir skiptast í margar þjóðir, ólíkar hver annari að hörundslit, háralagi, tungu, siðum og menningu. En þótt mennimir séu nú orðnir svona ólíkir hver öðrum, eiga þeir samt allir sömu for- feður. Allir menn á jörðunni eru sömu ættar. Fátt vitum vér með vissu um hina æfa-gömlu forfeður vora, en margt bendir á, að þeir hafi ein- hvemtíma í fymdinni verið dýr, sem á óralöngum tíma hafa þroskast og breyst í menn. Lengi hafa þeir verið ólíkir okkur, sem nú byggjum jörðina. Þeir hafa að líkindum verið loðnir. Á það benda meðal annars þær leifar af hári, sem vér höfum enn um næstum allan líkamann. Þeir kunnu ekki að tala. Það sést af steingerðum hauskúpum, sem fundist hafa í gömlum jarðlögum víðsvegar á 18

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.