Sólskin - 01.07.1933, Síða 33

Sólskin - 01.07.1933, Síða 33
urinn hafði gaman af ærslunum í krökkunum. Allt í einu sér hann, að það er farið að rjúka úr mos- anum. Maðurinn skilur, að neistamir hafa kveikt í. Hann tekur þennan dýrmæta stein og færir konu sinni. Henni þótti vænt um þennan stein. Það var hennar hlutverk að hugsa um eldinn. En hún þurfti líka að safna mat handa fólki sínu. Þá kulnaði eld- urinn stundum út. Nú gerði það ekki svo mikið til, því að hér eftir gat hún kveikt eld með hægu móti. Snemma hafa menn lært að steikja mat sinn.. Þeir hafa ef til vill fundið steikta ávexti á hálf- brunnu tré, eða dýr, sem farist hefir í skógareldi. Þeim hefir þótt steiktur matur betri en hrár. Þess vegna hafa þeir kannske tekið eldinn í þjónustu sína. Líklegra er þó, að þeir hafi fyrst sóst eftir honum vegna hlýjunnar. Fólkið hefir safnast kringum hann til þess að oma sér. Eldurinn var líka mikilsverð vöm gegn rándýxunum. Hellabúar. Sögu jarðarinnar er skipt í 5 aðaltímabil eða aldir. Fyrst hefir jörðin verið glóandi. Svo hef- ir hún kólnað og storknað að utan. Þá mynduð- ust elstu jarðlögin. Þau era málmauðug, en ekk- ert hefir fundist í þeim er beri vott um líf. Það er upphafsöld. Hún nær yfir hálfan aldur jarð- arinnar. Á þriðja tímabilinu, fornöldinni, var mjög heitt í Norðurálfu. Þá vora fiskar komnir til sög- unnar og stórvaxnir burknaskógar uxu þá norður fyrir heimskautsbaug. Kolalögin í Spitsbergen bera þess ljósan vott. Þá hefir verið eins heitt hér í 31

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.