Sólskin - 01.07.1933, Síða 36

Sólskin - 01.07.1933, Síða 36
þeir á mjög lágu menningarstigi. Það sést á stein- áhöldum, sem fundist hafa eftir þá. Þeir kunnu ekki að skefta hamar eða öxi. Þeir lærðu aldrei að búa til boga. Þeir áttu ekki hús og gengu klæðlausir; en eldinn hafa þeir notað. Daglegt líf fyrir 100 þúsund árum. Steináhöldin, bein, aska og fleira, sem geymst hefir í jarðlögunum, gefur dálitla hugmynd um lifnaðarhætti Neanderdalsmanna. Hér á eftir fer stutt lýsing á daglegu lífi þeirra, eins og giskað er á að það hafi verið. Á kvöldin bjó fjölskyldan til hreiður eða skýli úr greinum og blöðum. öldungurinn hélt vörð. Hann var sterkastur allra í flokknum og hafði stærstar og hvassastar tennur. Þegar sólin kom upp, fór flokkurinn á kreik að safna fæðu. Þessir menn áttu hvorki kýr né kindur eða önnur húsdýr. Ekltert ræktuðu þeir heldur. Á hverjum degi urðu þeir að safna sér mat. Konur, börn og unglingar önnuðust það. Þau söfnuðu eggjum, aldinum, skel- dýrum, skordýrum og jurtarótum. Allt var etið, sem tönn á festi og hægt var að ráða við. öldungurinn var eini fullorðni karlmaðurinn í flokknum. Hann fann mjög til máttar síns og lét þegna sína eða heimilisfólk óspart kenna á valdi sínu. Konurnar færðu honum ætið, sem þær höfðu safnað. Hann tók allt það besta. Ef hann var ekki ánægður með matinn, varð hann hamslaus af reiði og barði fólk sitt vægðarlaust. Þegar hann sá, að drengimir voru að ná full- 34

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.