Sólskin - 01.07.1933, Síða 38

Sólskin - 01.07.1933, Síða 38
ir, sem þrífast í köldu loftslagi, komu í staðinn. En maðurinn þoldi breytingnna, því að hann gat breytt lifnaðarháttum sínum. Hann hætti að sofa á víðavangi og leitaði skjóls í hellum. Þan vermdi hann sig við eldinn. Maðurinn gerði djúp- ar grifjur og þakti yfir með greinum og mosa. Dýr- in vöruðu sig ekki á þessu og féllu í grifjumar. Maðurinn drap þau með grjótkasti. Hann tók af þeim skinnin og bjó sér til föt. Kjötið steikti hann og hafði til matar. Þannig tókst mönnum að verjast kuldanum. Á- valt fundu þeir ráð til að afla sér fæðu. En erfitt hefir það verið. Aumt var líf þeirra. Hús gerðu þeir aldrei. Þeim datt aldrei í hug að setja þil fyrir hellismunnann. öld eftir öld fennti inn á þá, þar sem þeir lágu í fletum sínum. — Þeir lærðu aldrei að sjóða mat eða hita vatn. Þeir hafa líklega aldrei eignast vatnshelt ílát. Þeir urðu alla tíð að fara út í læk, til að fá sér að drekka. Hvers vegna komust þeir svona skammt í menningu? Þeir höfðu lítinn heila og þar af leið- andi litla greind. Auk þess voru lífskjör þeirra svo erfið, að þeir höfðu ekki tíma til að hugsa um neitt nema föt og fæði. Lok ísaldar. Nú er jökull yfir svo að segja öllu GrænlandL Miklir jöklar eru hér á landi. Dálitlir jöklar eru í Skandinavíu og í Alpafjöllum. Þetta eru leifar af jöklinum mikla, sem einu sinni náði yfir mest- an hluta Evrópu og mikið af Norður-Ameríku. 36

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.