Sólskin - 01.07.1933, Page 39

Sólskin - 01.07.1933, Page 39
Um tíma hefir jökullinn náð þangað suður, sem nú er Frakkland, en svo fór aftur að hlýna og jökull- inn minnkaði. Ekki er kunnugt um orsakir ísald- anna. Meðan Neanderdalsmennimir drógu fram lífið í heimskauta kulda ísaldarinnar og tóku litlum framförum, hefir annar ólíkur mannflokkur búið sunnar. — Þar suðurfrá hefir verið heitara og heppilegri þroskaskilyrði, en í Evrópu, en mest er um það vert, að heilinn í fólkinu þar suðurfrá var miklu stærri en í Neanderdalsmönnum. Hreinaveiðarar. í lok ísaldar komu þessir menn að sunnan inn i Evrópu. Þeir voru háir vexti og beinvaxnir. Heili þeirra hafði náð sömu stærð og í nútímamönnum. Nýju mennimir lifðu á dýraveiðum. Einkum veiddu þeir hreindýr. Þeir voru miklu lengra komnir í menningu en Neanderdalsmenn. Hreinaveiðaram- ir notuðu spjót og boga. Þeir tóku veiðidýrin frá Neanderdalsmönnum. Þeir ráku þá líka út úr hell- unum og settust þar að sjálfir. Neanderdalsmenn hafa reynt að verja hella sína og veiðilönd. En þeir biðu ósigur og dóu út. Árið 1879 var aðalsmaður nokkur að rann- saka helli einn á Norður-Spáni, þar sem hreina- veiðarar höfðu búið. Aðalsmaðurinn var að grafa niður í gólfið, en lítil telpa, dóttir hans lék sér í hálfrökkrinu framan til í hellinum. Allt í einu hrópar hún: „Nei, sko nautin, sko nautin“. Þegar faðir hennar fór að aðgæta, sá hann að loft hellis- 37

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.