Sólskin - 01.07.1933, Page 47

Sólskin - 01.07.1933, Page 47
fomminjum í vötnunum víðsvegar í Sviss, og fundust þá leifar af húsmn svo hundruðum skipti. Á nokkrum stöðum hafa stólpabýli einnig fundist í mómýrum. Þessir fornleifafundir veita mikils- verða fræðslu um lifnaðarhætti steinaldarmanna. í margar þúsundir ára hefir mórinn og leðja á botnum vatnanna varðveitt frá eyðileggingu timb- ur úr kofum, bein, ýms húsgögn og áhöld, og meira að segja tætlur úr ofnum fatnaði. Stólpabýlin hafa verið reist úti í vötnum nærri iandi. Stólpar voru reknir niður í botninn, og náðu dálítið upp úr vatninu. Bitar voru settir á stólpana, raðað á þá timbri og búið til gólf. — í>að var jafnað og þéttað með leirlagi. Kofinn var svo reistur á þessari undirstöðu. Arinn (eldstæði) var í hverju húsi. Þar eafnaðist fólkið saman á kvöldin. Karlmennimir klufu tinnu og smíðuðu axir og örvarodda. Þeir bjuggu líka til boga og spjót og ýmsa búshluti úr homi, tré og beini. Konuraar skófu og eltu skinn og saumuðu föt. Þær spunnu og ófu. Hvorki höfðu þær þó rokk eða vefstól. Þær spunnu á snældu. Svo festu þær þræð- ina milli tveggja skafta. Þræðimir voru þétt hver við annan. Síðan var ofið með beinnál, en ekki skyttu. Var þrætt með nálinni milli uppistöðuþátt- anna, þannig að alltaf var farið yfir einn þátt og svo undir þann næsta. Mennimir sögðu sögur af veiðiferðum og bardögum, og vísur voru kveðnar eða sungnar. Líklega hefir verið leikið undir á tmmbu og strengjahljóðfæri. Þegar menn fóru að jaota bogann, komust þeir brátt að því, að sungið 45

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.