Sólskin - 01.07.1933, Page 49

Sólskin - 01.07.1933, Page 49
heldur engin þörf, því að þá þekktust hvorki mýs. né rottur í híbýlum mannanna. Þar, sem hvorki voni vötn eða hellar, byggðu menn hús á víðavangi. Stólpar voru þá reknir nið- ur og greinar fléttaðar saman á milli. Síðan voru veggimir þéttaðir með leir. Þakið var úr torfi. Gólfið var þakið steinum eða úr leir. Stundum urðu menn fyrir því óhappi, að kofarnir þeirra brunnu. Þá harðnaði leirinn og hefir geymst til vorra daga með mótunum eftir tréð. Þannig segir jörðin frá því, hvemig hús steinaldarmanna í Ev- rópu hafa verið. Hún fræðir okkur um, hvað þeir borðuðu, og hvað þeir störfuðu. Hún veitir vit- neskju um klæðnað þeirra og siðu. Steinaldar- menn jörðuðu hina dauðu og létu hjá þeim mat og annað, sem nauðsynlegt er lifandi mönnum. Þeir hafa trúað á líf eftir dauðann. En ekki lítur út fyrir, að þeir hafi gert sér háar hugmyndir um annað líf. Líklega hafa þeir búist við, að sá fram- liðni lifði í gröfinni, og neytti matar, eins og lif- andi menn. B. B. Elsta menning. Forfeður okkar, sem lifðu í skógum á meginlandi Evrópu, fundu smám saman upp ýmsa hluti. Og margir halda, að þeir myndu hafa hætt villimennsku, og skapað eigin menningu, er aldir liðu. En ýmis- legt bendir til, að einn góðan veðurdag hafi einveru þeirra verið lokið. Ferðamenn frá ókunnu landi í 47

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.