Sólskin - 01.07.1933, Side 50

Sólskin - 01.07.1933, Side 50
suðurátt höfðu hætt sér yfir sjóinn og skörð hinna há.ii fjalla, og á vegi þeirra urðu hinir villtu menn á meginlandi Evrópu. Sumir halda, að ferðalangar þessir hafi verið frá Afríku; heimkynni þeirra hafi verið í Egyptalandi. 1 Nílárdalnum hafði þróast mikil og merkileg menning mörg þúsund árum áður en menn á Vestur- og Norðurlöndum dreymdi um áhöld eða hús. Við skulum því skilja við langa-langa, langafa okkar í hellum þeirra, og heimsækja mennina, sem áttu heima á suðurströnd Miðjarðarhafsins. Þar munum við kynnast elsta menningarríki veraldarinnar, að flestra dómi. Egyptar hafa kennt okkur marga hluti. Þeir voru ágætir bændur. Þeir kunnu góð skil á ræktun. Þeir reistu musteri. Þaðan fengu Grikkir svo fyrirmyndir sinna mustera. I líkum stíl og musteri Egypta, eru kirkjur nú á tímum reistar. Þeir fundu upp tímatalið, sem hefir að mestu leyti haldist óbreytt til vorra daga. En líklegast er mest um vert þá kunnáttu þeirra, að geyma kom- andi kynslóðum mál og hugsanir sínar i rituðu máli. Þeir fundu upp listina að skrifa. Nú á tímum erum við svo vön dagblöðum, bókum og tímaritum, að við hyggj um, að mennirnir hafi allt af kunnað að lesa og skrifa. En því fer f jarri, því að ritlistin er mjög ung, ef miðað er við aldur manna á jörðinni. Án ritlistar vissum við fátt eitt um líf og reynslu horfinna kynslóða. — Egyptar fullkomn- uðu svo ritlist sína um þúsundir ára, að þeir gátu skráð flest sem þeir vildu, t. d. skrifað vinum sínum 48

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.