Sólskin - 01.07.1933, Page 52

Sólskin - 01.07.1933, Page 52
hluta minna en venjulega, getur það ekki fyllt skurð- ina, sem hærra liggja, svo að í þeim landshlutum verður uppskerubrestur og hungursneyð. En hækki vatnið örlítið meira en venja var til, orsakar það líka mikil vandræði, því að þá brýtur það flóðgarð- ana, veltir um byggingum og flæðir yfir nýsána akra, sem ekki átti að veita á. Þess vegna hafa Egyptar frá aldaöðli athugað vatnshæð Nílar mjög vandlega. Ríkið tók loks þetta eftirlit í sínar hendur, og mið- aði skattana, sem það lagði á þegnana, við árangur flóðsins, hvert ár. Tíu metra flóð-hæð var talin rétt mál. Vegna þess, hve Egyptaland var frjósamt land, og bændurnir hagsýnir, hyggnir og duglegir, vannst tími til ýmsra annara starfa hjá þjóðinni. Mennirn- ir, sem eg gat um fyrst í þessari frásögn, þurftu minnsta kosti að verja sextán stundum á hverjum sólarhring, til þess að afla sér fæðu. Margir egypsku bændanna, og íbúar borganna, notuðu frístundir sínar til þess að gera ýmsa gripi, er meira voru til skrauts en gagns. Einnig uppgötv- uðu þeir, að hægt var að hugsa um margt, sem ekki kom við mat, svefni eða byggingum. Þeir spurðu sjálfa sig kynlegra spurninga, um ýmislegt, sem þeir heyrðu og sáu, en gátu ekki skilið. T. d.: Hvað voru stjörnurnar? — Hver gerði þrumuhávaðann, sem hræddi þá svo afskaplega? Hver lét ána Níl vaxa og minnka svo reglulega, að hægt var að miða tíma- talið við það? Hver var maðurinn sjálfur, þessi litla vera, er var umkringd hættum og dauða, en þó svo sæl og glöð? Ýmsir urðu til þess að svara líkum 50

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.