Sólskin - 01.07.1933, Page 53

Sólskin - 01.07.1933, Page 53
spurningnm, eftir bestu getu. Egyptar nefndu þá presta. Þeir voru manna lærðastir meðal þeirra, og nutu mikillar virðingar í þjóðfélaginu. Viirnan í sveitinni. Áin Níl var góður vinur Egypta, eins og við höf- um áður sagt. En hún var stundum strangur og harður verkstjóri. Hún kenndi mönnunum, sem bjuggu á bökkum hennar, þá göfugu og nauðsynlegu list, að starfa í félagi. Mennirnir þurftu hver á ann- ars hjálp að halda, til þess að grafa skurði og hlaða flóðgarða. Á þennan hátt lærðu þeir að hafa sam- vinnu við nábúa sína. Svona þróaðist félagsskapur þeirra á öllum svið- um, uns komið var upp skipulagt ríki hjá þeim, með konung í broddi fylkingar. 0g þarna hafið þið lykilinn að stofnun allra þjóðfélaga í heiminum, bæði fyrr og síðar. Það er nauðsyn mannanna að vinna S félagi, til heilla og blessunar fyrir cdla. Það var nær því eingöngu kornyrkjan, sem Egypt- ar hugsuðu um, og allur ræktunarundirbúningur var gerður fyrir. Þó að Egyptaland sé gott land, þá vaxa þar fáar jurtategundir. Auk grass og korns, og nokkuð af sefi við árbakkana, sér maður aðeins hér og þar aka- síur, villt fíkjutré og ræktaða pálma. í Egyptalandi má segja að engir skógar séu, fá tré til þess að byggja eða smíða úr. Þegar Egyptar ætluðu að ganga sér til skemmtunar í skóginum, þá reikuðu þeir um græna akra eða stóðu í skugga fíkjutrés, er óx eitt sér. Vinnan á ökrunum var mjög örðug. Egyptinn 51 4*

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.