Sólskin - 01.07.1933, Side 56

Sólskin - 01.07.1933, Side 56
eignamennirnir lögðu af stað með marga menn og hunda. Egyptaland er, eins og þið hafið heyrt, mjór dalur, sem liggur milli fjalla, og mjókkar að sunnanverðu. Á kvöldin, þá er skyggja tók, komu villidýrin niður í dalbotninn, til þess að fá sér að drekka, eftir heitan og sólríkin dag. Þama höfð- ust veiðimennimir við, og biðu kvöldsins. Þeir gerðu sér net, sem þeir þöndu út og ráku dýrin inn í, líkt og þá er dregið er fyrir fisk. Veiðimaðurinn liggur í leyni. Gasellumar koma trítlandi, hnar- reistar, rennilegar og ljónstyggar. Er veiðimenn- irnir hafa talið stóran hóp, sem hefir farið fram hjá, þenja þeir út netið fyrir aftan dýrin, og hund- arnir þjóta að netinu, svo að dýrin verða að þjóta beint til veiðimannanna. Þeir skjóta nú örfum sín- um á allt, sem kemur í skotfæri, héra, antilópur og gasellur, strúta, sjakala og gaupur, röndóttar og blettóttar hýenur. Hættulaus er veiðiförin ekki, því að ljón, leopardar og tígrisdýr voru þá nokk- uð algeng í Egyptalandi og oft vildi það til, að veiðimaðurinn varð dýrum þessum að bráð. Egypsku konungunum þótti mjög gaman að Ijóna- veiðum. Einn þeirra hrósar sér af því, að hafa drepið 1200 ljón á þeim tíu árum, sem hann réði ríkjum. I mýrunum og á sef-eyjum árinnar var líka veitt, þó að hér væri hætta á ferðum. Krókódílamir lágu í leyni í sefinu, og um flóðtímann komu Nílhest- arnir sunnan úr heimkynnum sínum. Fjöldi fugla var á vatninu og í sefinu; storkar, íbisfuglar og pelikanar, þúsundum saman. Mest veiddu þeir end- 54

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.