Sólskin - 01.07.1933, Side 60

Sólskin - 01.07.1933, Side 60
það, og hrærir síðan vatn saman við og býr til deig. Kökurnar, sem hún býr til, eru kringlóttar, svona 2 Yq sm- á þykkt, og um 13 sm á breidd. Þær eru bakaðar á flötum steini, sem hulinn er glóandi •ösku, er konan tekur úr arni sínum. Eldsneytið er að mestu þurrkaður húsdýraáburður. Berið þetta saman við heimilisverk í sveitum hér á íslandi fyr- ir nokkrum árum. Svona er brauðið bakað enn víða í Egyptalandi. Sagt er, að auðvelt sé að finna það á bragðinu, hvernig það er búið til; það er að segja, ef hægt er að tyggja það. Húsmóðirin fer líka á torgið, til að selja alifugla, egg og smjör, eða það sem hún hefir spunnið eða ofið. Húsbóndinn rís úr rekkju um sólarupprás og hraðar sér til vinnu sinnar. Venjulegast er það eitthvert handverk, sem hann vinnur í vinnu- stofum. Klæðnaður hans er að eins lítil skyrta, er liggur þétt við lendar hans. Á höfðinu hefir hann stundum háan hatt úr flóka. Ekki kemur hann heim allan daginn, svo að hann hefir mat sinn með sér. Maturinn er flatbrauð, sem er bakað undir ösk- unni, einn eða tveir laukar, dálítið af þurrkuðum fiski og stundum ögn af olíu, til þess að dýfa brauð- inu ofan í. Um hádegið borðar hann og hvílir sig eina klukkustund. Unnið er allan daginn, uns sól- in gengur til viðar. Vinnuharka var mikil í Egypta- landi til forna. Sá, er ekki vildi hlýða með góðu var barinn miskunnarlaust. Egypskt máltæki segir: .„Maðui’inn hefir hrygg, og hlýðir aðeins þegar hann er barinn“. Það er því mjög skiljanlegt, að 58

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.