Sólskin - 01.07.1933, Síða 61

Sólskin - 01.07.1933, Síða 61
Gyðingar kunnu illa þrælavinnunni í Egyptalandi, eins og- sést af frásögnum Gamlatestamentisins. Gyð- ingar eða ísraelsmenn höfðu lifað frjálsu hjarð- mannslífi áður, en brá nú við hina ströngu bygg- ingarvinnu Egypta, undir stjóm harðsnúinna verk- stjóra, sem lömdu þá með svipum sínum, ef eitt- hvað bar út af. En Egyptar voru þolinmóðir og brugðu sér hvorki við erfiða vinnu eða barsmíðar. Þeir voru duglegir bændur og handiðnaðarmenn. En þeir fengust lítið við verslun eða siglingar. Við hverja áttu þeir að versla? Eyðimörk á báðar hliðar landsins. Að sunnan fossar og gljúfur, sem enginn kemst yfir, og að norðan mýrlendur ós- hólmi Nílar, þar sem engin höfn kom, fyrr en egypska þjóðin hafði lifað og starfað um þús- undir ára, í landi sínu. Það voru kaupmenn frá Fönikíu og Grikklandi, sem komu vörum Egypta á markaðinn, og græddu offjár á þrautseigju og iðju Egypta. Faraó. Faraó nefndist konungur Egypta. Orðið þýðir: „maðurinn, sem býr í stóra húsinu“. Faraó, son- ur sólarinnar, sem ávallt geislar af eins og sól- inni. Hann hefir í dag afráðið að aka út og heilsa guðinum Amom, föður sínum, ráðgjafa og vini. Þess vegna er Faraó í hátíðaskrúða: Lendaskyrtu úr snjóhvitu líni með stífum fellingum, að aftan prýddri sjakalarófum, og framan gullsaumuðu skinni. Á herðum sér bar hann síða, fína línkápu með stuttum ermum. Á fótunum hefir hann trjónu- myndaða ilskó, og á höfðinu stórt, hvítt höfuðfat 59

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.