Sólskin - 01.07.1933, Page 62

Sólskin - 01.07.1933, Page 62
með rauðum röndum, prýtt gylltum kóngaslöngum,. Loks hefir hann bundið á höku sína falskt skegg, aem táknar hans miklu tign. Hlið garðsins opnast og konungurinn ekur burt á harða stökki: „Hann opinberast gegnum hliðið, eins og sólin, þegar hún kemur upp á morgnana, til þess að baða heim- inn í geislum sínum“. En Faraó er líka í ætt við sjálfa sólina, eftir trú Egypta. Ra, sólarguðinn, sem skapaði heim- inn, var fyrsti stjómandi Egyptalands, og ættfað- ir allra Faraóanna. Þeir tóku því konungstign sína að arfi frá honum. En ekki var það eingöngu vald- ið, sem Faraóamir höfðu hlotið í arf frá guði þess- um, heldur var það líka heilagleikinn. Egyptar trúðu því, að Faraó væri í rauninni guð á jörðinni. Hann var nefndur guðanöfnum: hinn góði guð og hinn lifandi guð. Maður nálgast hann ekki, nema ávarpa hann eins og guð. Þegar hann vaknar á morgnana, er það sólin, sem kemur upp, og hon- um er fagnað eins og sólinni. Sérhver hreyfing hans, allt sem hann gerir, er heilagt starf, sem er sungið dýrðlegt lof. Þegar hann veitir mönnum viðtal eða kallar saman ráð sitt, vita allir, að þeir standa fyrir framan hið allra heilagasta. Konung- urinn situr í hásæti sínu. Ennisgjörðin með hinum tveimur lóðréttu strútsfjöðrum er á höfði hans. Hans guðdómlega hátign þóknast að hlusta á lýs- ing ráðsins á þrautum og þjáningum, sem lesta- mennirnir verða að þola, á veginum til gullnám- anna í Núbíu, milli Nílar og Rauðahafsins, af því að þar er enginn uppspretta eða bmnnur. Faraó 60

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.