Sólskin - 01.07.1949, Page 11

Sólskin - 01.07.1949, Page 11
himinblá, og sýndist svo undarlega nœrri í kvöldkyrrðinni. Reisulegir bœir með grœnum túnum í kring voru báðum megin árinnar, svo langt sem augað eygði. Og víða brotnuðu sólargeislarnir í gluggarúðunum og sköpuðu svo undarlega, glampandi fegurð. En fegursíar voru kirkjurnar. Þœr sáust fjór- ar, þaðan sem við stóðum. Og þá hlaut öllu að vera óhœtt, fyrst við vorum komnar undir áhrifavald þeirra, því að við vissum, að ekkert illt gat staðizt helgi þeirra. Fyrir neðan hœðina, sem við stóðum á, stóð fallegur bœr og kirkja fyrir framan hann. Reykinn lagði beint upp í loftið úr eldhús- strompinum. Það var sjálfsagt verið að elda kvöldmatinn, og við vorum dauðsvangar. En ég kannaðist ekkert við mig, var sann- fœrð um, að við vœrum komnar langar leiðir frá heimili okkar. „Hvaða bœr heldurðu að þetta sé?“ sagði ég við frœnku mína. „Sérðu ekki, að þetta er bœrinn okkar?“ svaraði hún. „Við erum komnar heim". 9

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.