Sólskin - 01.07.1949, Side 13

Sólskin - 01.07.1949, Side 13
Svo stóð ó, að amma, sem þó var rúm- liggjandi, neytti ávallt vatns úr svokallaðri /fLambalaug“, sem er þó spölkorn fyrir austan bœinn á Tunguhálsi í Skagafirði. En þar bjuggu foreldrar mínir. Þótti ömmu þetta vatn að einhverju heilsu- samlegra en annað vatn. Var því reynt að ná því jafnskjótt og það þraut, sem áður var sótt. Það var starf systra minna að sœkja vatnið. Ég fékk aldrei að fara með þeim, þótt mig langaði mikið. Man ég, að mér féll það illa og fannst það óréttlátí. Ég hafði aldrei séð Lambalaugina og leit á hana sem undrauppsprettu. Ekki rengdi ég það þá, að vatnið út henni vœri betra og heilsusamlegra en vatnið úr brunninum, sem var í túninu og skammt frá bœnum. Mig langaði mikið til að bragða vatnið. En það fékk ég ekki. Þegar ég komst að því, að sysíur mínar drykkju vatn, í hvert sinn, er þœr sóítu vatn handa ömmu, fékk ég grun um, að ekki vœri svo lítil hollusta í vatninu. Það var þess vegna, sem þœr voru svo miklu stœrri og feitari en ég, sem var lág í lofti, horuð og vœskilsleg. 77

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.