Sólskin - 01.07.1949, Side 18

Sólskin - 01.07.1949, Side 18
II. Ungarnir. Hinn atburðurinn gerðist nokkrum árum síðar. Þá var ég ellefu ára og sicerri og vitrari en þegar ég var að blása í smiðjunni hans föður míns. Nú gegndi ég ýmsum störfum, en ekki minntist ég þess að hafa haft starf á hendi, sem mér fannst ábyrgðarmeira eða meira til um en smiðjublásíurinn. Nú var ég œtluð til alls konar snúninga úti og inni, smala fé, reka kýr, sœkja hesta og flytja hesta og fleira þessu líkt. Á þessum útiferðum um engi og haga sá ég alls konar fugla, og hlýddi oft hugfangin á fuglakliðinn. Móðir mín sagði mér, að ekki mœtíi ég taka egg, þótt ég fyndi hreiður. Sagði hún, að synd vœri að rœna móðurina, og œtti enginn að gera það. Ég hlýddi þessu. Þóttu mér þó eggin oft girnileg. Öfundaði ég oft stráka og stelpur af nœstu bœjum, sem fundu hreiður, hirtu eggin, fóru með þau heim og suðu þau og átu. 76

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.