Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1887, Side 9

Sameiningin - 01.08.1887, Side 9
—73— Frá ÁrnessöfnuSi og Mikleyjarsöfnuði vantaði skýrslu. Nefnd sú, er kosin var á kirkjuþinginu næstl. sumar til þess aS yfirskoða grundvallarlögin o. s. frv., lagði fram ávarp til forseta þannig orðað: „Herra forseti! Vér, sem kosnir vorum í nefnd á síðasta kirkjuþingi til þess að yfirskoða og endrbœta grundvallarlög kirkjufélagsins og til að semja nýtt frumvarp til safnaðarlaga, er síðan gæti orðið viðtekið af söfnuöunum með þeim breytingum, er hver einstakr söfnuðr kynni að álíta nauðsynlegar, og til að íhuga tvö mál, er ekki var tími til að rreða á kirlcjuþinginu, málið um kirltjuaga og málið um heígidagahald,—höfum haldið tvo fundi til að vinna þetta ætlunar verk vort, annan á næst liönum vetri, en hinn frá 18.-21. Júní, háða í Winnipeg, og leyfum oss nú virðingarfyllst að leggja fram fyrir yðr, herra forseti, árangr starfs vors eins og nú skal greina : I. Frumvarp til breytinga á grundvallarlögum kirkjufé- lagsins; II. Frumvarp til safnaðarlaga ; III. Fundarreglur eða þingsköp fyrir kirkjuþingið. Hvað málunum um lcirkjuaga og helgidagahald viðvíkr, ]);í hefir ekki tíminn leyft nefndinni að taka þau til nákvæmrar í hugunar, en hún ræðr þinginu að taka þau til meöferðar. Kirkju- agamálið álítr nefndin þó að naumast muni geta fengið önn- ur úrslit en þau, sem frumvarpið til safnaðarlaganna bendir til.“ Ólafr Ólafsson. M. Pálsson. Friðrik J. Bergmann. Jón Bjarnason. Fr. Friðriksson. Magnús Pálson las upp frumvarp til fundarreglna eð þing- sköp fyrir kirkjuþingið, og stakk uppá, að fundrinn sam- þykkti frumvarpið sem bráðabyrgðarreglur fyrir þennan fund, en frestaði umrœðum um það þangaö til seinna á fundinum. Séra Fr. Bergmann kom með þá breytingartillögu : „Fundr- inn rreðir og lcitar atkvæða um þingsköpin kafia eftir kafla og að því húnu annaðhvort her þau upp til endilegra samþykkta eða samþykkir þau einungis til bráðabyrgða“. Breytingartiliaga þessi var horin undir atkvæði og sam þyk kt.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.