Sameiningin - 01.08.1887, Qupperneq 16
80
Fundargjörð t'rá deginum áðr lesin af skrifara upp og sam-
þykkt.
Stefán Gunnarsson lagði það til: „Kirkjufundrinn votti
sóra Friðrik J. Bergmann þakklæti sitt íyrir hinn ágæta fyr-
irlestr lmns í gærkvöld l) með almennri atkvæðagreiðslu". það
var gjört í einu hljóði.
Nefnd sú, er kosin var til að raða niðr fundarmálum, kom
fram með fyrir liggjandi fundarmál og hat'ði raðað þeim þannig:
1. Helgidagahald, 2. Fermingin, 3. Aukalög íyrir félagið,
4. „Sameiningin" og Barnablað, 5. Fjárhagsmál félagsins, ö.
Sunnudagsskólinn, 7. Bindindi, 8. Avai’p til utanþjóðkirkju-
manna á Islandi, 9. Kirkjugarðsmál.
Málið um helgidagahald var þá tekið fyrir.
Ef'tir að mál þetta hafði verið rœtt af prestunum og Fr.
Friðrikssyni lagði séra Friðrik Bergmann það til, að því yrði
vísað í 3 manna nefnd, og var það samþykkt.
Forseti út nefndi þessa menn í nefndina: séra Fr. J. Berg-
mann, Fr. Friðriksson og ólaf Ólafsson, og skyldi þeir leggja
frarn álit sitt í þessu máli næsta dag eftir miðjan dag.
þá var tekið fyrir fermingarmálið og íiutti séra Fr. J. Berg-
mann það inn á fund.
Fundi frestað til kl. 2 e. m.
Fundr kom saman á til teknum tíma. Allir fundarmenn
við staddir. Herra Friðrik Jóhannesson bað um leyti til að
ganga af íundi litla stund vegna nauðsynlegra erinda, og
veitti þingið það mótmælalaust.
Umrœðunum uin fermingarmálið var þá haldið á fram
nokkurn tíma af séra Jóni Bjarnasyni.
E. H. Bergmann lagði það til að umrœðum væri hætt og
málinu vísað til 5 manna nefndar, og var þaðsamþykkt. Jafn-
framt benti liann á prestana sem sjáfsagða í nefndina.
Forseti út nefndi þessa inenn í nefnd: Séra Fr. J. Berg-
iriann, séra Jón Bjarnason, þorlák Jónsson, Friðbjörn Björnsson
og Magnús Pálsson.
1) Efni hans var : ,,Hin undarlega bók“.