Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1887, Page 21

Sameiningin - 01.08.1887, Page 21
Sama dag kl. 10 e. m. kom fundr saman á ný. Allir á fundi. Séra Friðrik Bergmann, framsögumaðr nefndarinnar í ferm- ingarmálinu, lagði fram álit hennar á þessa leið : „Kirkjuþingið leggr söfnuðum kirkjufélagsins fermingar- spursmálið á hjarta eins og hið rnesta alvörumál fyrir nútíðar- kristni vora. það vill, að söfnuðirnir varni því að nokkur sé fermdr að eins fyrir þá sök, að fermingin er almennr siðr í kirkju vorri. það vill, að enginn só fermdr fyr en allar líkur eru fengnar fyrir því, að evangelíum kristindómsins sé orðið rót- fast í hjarta hans, og liann sé með eigin persónulegri sannfœr- ing á kveðinn í því að trúa og lifa eins og sannkristinn maðr þaðan í frá. það vill því ekki, að fermingin sé hundin við neinn á kveðinn aldr, en telr þó ráðlegra, að ungmenni sé almennt fermd eldri en á Islandi er tíðkanlegt. það leggr til, að yflr höfuð sé aldrei ætlazt til af prestum fólagsins, að þeir fermi ungmenni fyr en þau hafa að minnsta kosti um eins árs tíma reglu- lega gengið á sd.skóla. Með tilliti til kristindómsfrœðslu vill það, að alvarlega sé varað við því í söfnuðunum, að aðaláherzlan só lögð á utanbókar-lcunnáttu, en jafnframt, að brýnt só fyrir mönnum, að allt sé undir því komið, að námsefnið verði and- leg eign unglingsins." Jón Bjarnason. Fr. J. Bergmann. þ. G. Jónsson Friðbjörn Björnsson. M. Pálsson. Eftir ýmsar uppbyggilegar útskýringar var nefndarálitið borið undir atkvæði og samþykkt í einu hljóði. Kirkjugarðsmálið var næst lagt fyrir fundinn. Magnús Pálsson stakk upp á, að málinu væri umrœðulaust vísað til nefndar. Samþykkt. Forseti út nefndi þessa menn í þá nefnd: séra Fr. J. Bergmann, Jón Jónsson og þorstein Jóhannesson. Fundi slitið kl. 12 e. m. og fundr á kveðinn næsta dag kl. 10 f. m. Laugardaginn 25. Júní var fundr settr á á lcveðnum tíma. Allir við staddir. Sungin 3 vers af sálminuin 642; síðan las séra Fr. J. Bergmann 12. og 13. kap. fyrra brófs Páls til Kor. og flutti bœn. Síðasta mál á dagskrá, málið um barnauppeldi, var tekið til umrœðu. Jónas Stefánsson flutti það inn á fund. þorsteinn

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.