Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1887, Síða 5

Sameiningin - 01.10.1887, Síða 5
—117— sjálfum mér og í kirkju vorri almennt, að mér finnst ekkert nærri því eins voSalegt. þess vegna vil eg nú skora á yör alla, sem hér eru með mér, aö vera samtaka í því að hiðja drottin heitt og innilega um að hann vilji fœra allt vort kristindóms- líf í lag og gefa oss náð til þess að horfa ávallt á hið opin- beraða orð hans eins og bjart ský, til þess að náttmyrkrin hverfi umhverfis oss og í oss, til þess að kærleiksljósið himneska sldni æfinlega inn í hjörtu vor, og oss verði svo í lífi og dauða heitt um hjartarœtrnar af því að vita frelsarann hjá oss. ---------oþo«^S>o<o------ HIN FJÖGUR GUÐSPJÖLL. Eftir Friðrik J. Bergmann. ii. Vér höfum talið fram nokkra af vitnisburðunum fyrir tii- veru guðspjallanna um seinna hluta annarrar aldar. Vér mun- um nú leitast við að sýna fram á, að einnig um fyrra hlut aldarinnar voru guðspjöllin þekkt og viðrkennd af ýmsum hin- um merkustu rithöfundum, er þá voru uppi. Fyrstan og fremstan meðal þeirra viljum vór telja Justinus Martyr. Hann var fœddr fyrir lok fyrstu aldar, meðan Jó- hannes var enn á lífi í Efesusborg. Með vísindalegri menntan og heimspekilegri skarpskyggni hélt hann uppi vörn fyrir hönd kristindómsins gegn árásum og hleypidómum samtíð- armanna sinna. þessa vörn sína stýlar hann til alira andstœð- inga kristninnar jafnt: heiðinna manna, Gyðinga og villutrú- armanna. Hann ferðaðist um rneðai hinna kristnu safnaða, alla leið frá Gyðingalandi og til Rómaborgar og kynntist þannig sögu þeirra frá fyrstu hendi. Á þessum ferðum sínum hefir hann sjálfsagt fyrst og fremst fengið að vita, livað til var af handritum af hinum ýmsu bókum nýja testamentisins á hverj- um stað, hvernig þau voru notuð og í hvaða áliti þau voru. Árið 166 dó hann píslarvættisdauða í Rómaborg, þegar Marcus Aurelius var keisari. Af ritum þeim, sem eftir hann liggja, eru þrjú merkust: tvö varnarrit (apologiae) og „Viðrœðan við Gyðinginn Tryfon“. Hinn elzti kirkjusöguritari Eusebius þekk- ir bæði þessi varnarrit nákvæmlega og segir, að annað þeirra hafi verið afhent Antoninus keisara, en hitt Marcusi Aureli- us. þau voru bæði stýluð gegn ofstopa og gjörræði heiðinna yfirvalda gagnvart hinum kristnu. Hið stœrra þeii’ra hefir hann

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.