Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1887, Síða 8

Sameiningin - 01.10.1887, Síða 8
120 svaraði: Sannlega, sannlega segi eg þér, ef maðrinn fœðist ekki af vatni og anda, getr hann ekki fengið inngöngu í guðs ríki.“ I „Yiðrœðunni" (88) kemst hann þannig að orði um Jóhannes skírara: „Fólkið hélt, að hann væri Kristr ; en hann hrópaði einn- ig til þeirra: Ekki em eg Kristr, heldr prédikarans raust“. þetta er auðsjáanlega tekið eftir Jóh. 1, 20 og 23, því enginn hinna guðspjallamannanna liefir tekið upp fyrra hlutann af þessu svari Jóhannesar.—Orð Justinusar benda á tveim stöðum (I, 22 ; Viðr. 96) til Jóh. 9, 1, þar sem sagt er frá, hvernig Jesús læknaði þann, er blindr var borinn. Fleiri staði mætti tína til (Jóh. 4, 24 ; 19, 37), en þess gjörist naumast þörf. Til enn frekari sönnunar mætti sýna fram á, hvernig Justinus brúkar ýms orðatiltœki, sem hjá Jóhannesi hafa einkennilega þýðing, alveg eins, t. d. „ o r ð i ð “ (logos) og „ k r a f t r “ (dynamis); en það myndi leiða oss of langt, að gjöra nógu rœkilega grein fyrir því. Yér erum nú komnir að þeirri niðrstöðu, að árin 138 og 139, þegar Justinus samdi þessi rit sín, hafi hin fjögur guðspjöll verið til, að hann hafi þekkt marga kristna söfnuði, sem áttu handrit af þeim, að þau hafi verið skoðuð sem heilagar bœkr, ritaðar af „postulunum og samferðamönnum þeirra'', að þau hafi verið les- in upp við sameiginlegar guðsþjónustur safnaðanna, jafnhliða bók- um gamla testamentisinS, verið höfð í jöfnum metum og þær, og að Justinus hafi vitnað til þeirra sem heimildarrita fyrir trú og kenning kristinna manna, þegar hann ritaði bœkr sínar kristin- dóminum til varnar. Jóhannesar guðspjall hefir hann þekkt engu síðr en hin þrjú og vitnað til þess. Vér getum því yfirgefið Justinus og reynt að rýna lengra fram eftir öldinni. Vér finnum þá bréf eitt merkileo't, sem kennt er við Barnabas. það er hér.um bil 20 árum eldra en rit Justinusar og hefir, að því er menn þykjast bezt geta vitað, verið skrásett nálægt árinu 120; sumir álíta þó, að það hafi verið ritað miklu fyr. I 4. kapítula þessa bréfs er þannig komizt að orði : „Gætum vor, að ekki fari fyrir oss eins og skrifað stendr: Margir eru kaliaðir, en fáir út valdir". þessi orð hefir höfundrinn tekið upp í bréf sitt cftir Matt. 22, 14 (20, 16). þau eru merki- legust vegna þess, að höfundrinn vitnar til þeirra með því að segja : „e i n s o g s k r i f a ð s t e n d r“, því þannig komust menn ætíð að orði, þegar þeir vituuðu til gamla testamentisins, til þess að fœra sönnur á mál sitt. Vér minnumst ósjálfrátt, hve oft

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.