Sameiningin - 01.10.1887, Side 13
—125
smekklegt, og hefir það kostaö $2000 að skera mynclir þessar
í tré til undirbúnings undir prentan þeirra. Verðið á mynda-
hefti þessu einstöku er þó að eins 25 cts. það fæst hjá iitgef-
andanum Sylvanus Stall, presti í Lancaster, Pennsylvania.
-mm------► •— —•-«----------m*-
Suin íslenzku blöðin gjöra sér einkennilegan mat úr því, að
séra Magnús Skaftasen reif sig upp úr hallærinu og hungr-
dauðanum heima og tíutti hingað vestr upp á köllunina til prest-
skapar, setn hann síðast liðinn vetr fékk frá söfnuðunum í Nýja
íslandi. „ísafold" segir, að hann hafi strokið af landi burt, og
„Fjallkonan" tekr í líkan streng. Hinir kirkjulegu yfirmenn
séra Magnúsar eiga ekki að hafa haft neina hugmynd um burt-
för hans fyr en hann var kominn á leiðina. Að hin kirkju-
legu yfirvöld hafi vitað um að séra Magnús ætlaði vestr löngu
áðr en hann fór, þarf nú ekki að sanna, því það var alkunn-
ugt um endilangan Skagafjörð og Húnavatnssýslu og jafnvel í
Reykjavík þegar í vetr. Blöðin gjöra háð að því, að hann missti
nálega allar skepnur sínar í harðindunum og stóð þvi nær gjör-
samlega allslaus uppi, þá er síðasti vetr var genginn úr garði.
það er sama sem að gjöra háð að eignatjóni því og hörmunga-
ástandi, sem harðindin og illviðrin hafa af sér getið svo víða
heima á þessu síðasta ári. Sérstaklega hefði betr farið á því,
að „ísafold“ hefði þagað um það, að einn íslenzkr embættismaðr
hefði „flosnað upp til fulls og alls á þessu vori“, af því að það
er svo átakanleg sönnun fyrir því, sem hún hefir verið að reyna
til að bera á móti, að veruleg hallærisneyð sé nú á Islandi. Séra
Magnús var vitanlega á kveðinn í því að fara hingað vestr áðr
cn gripir hans féllu. Hefði það ekki komið fyrir hann, eins og
svo marga aðra allt í kring um hann, þá hefði hann getað skil-
að prestakallinu því fé, sem það átti inni hjá honum, og hefði
eflaust gjört það. „Isafold“ segir, að prófastr liafi fengið skrif-
lega afhending frá lionum í því hann var að fara á öllum eft-
ir skildum eigum hans. Og hann virðist hafa skilið eftir hvert
eyrisvirði, sem hann átti, því fargjaldið fyrir konu hans og
börn hingað til lands kom frá söfnuðunum hér, sem höfðu kallað
hann. það, sem blöðunum sárnar mest, skyldi það annars virki-
lega vera skaðinn, sem prestakallið hefir beðið við gripafelli séra
Magnúsar og almennings á þeim stöðvum, og ekki öllu heldr