Fréttablaðið - 10.12.2010, Page 4

Fréttablaðið - 10.12.2010, Page 4
4 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR SAGNFRÆÐI Íslenski Kommúnistaflokkur- inn sendi samtals 24 Íslendinga í byltingar nám í Sovétríkjunum á átta ára tímabili á fjórða áratug síðustu aldar, nítján karlmenn og fimm konur. Þetta kemur fram í bókinni Sovét-Ísland óska- landið eftir sagnfræðinginn Þór White- head sem út er komin. Enginn þeirra sem sagt hafa sína sögu af dvölinni í Sovétríkjunum hefur stað- fest að hafa verið þjálfaður í hernaði og neðanjarðarstarfsemi. Fram kemur í bók Þórs að hvorutveggja hafi verið á náms- skránni og fátt bendi til þess að íslensku nemendurnir hafi verið undanþegnir þeim æfingum. Kommúnistaflokkurinn kom sér upp bardagaliði vopnuðu bareflum úr tré og járni við upphaf fjórða áratugarins. Bar- dagaliðið var lengst af fjölmennara en lögreglulið Reykjavíkurborgar, sem á þessum tíma taldi 28 lögreglumenn. Harður kjarni flokksmanna í Komm- únistaflokknum bjóst skotvopnum. Harð- asti kjarninn úr flokknum taldi sumarið 1932, stuttu fyrir þriðja og fjórða Gúttó- slaginn, að hér gæti komið upp ástand sem jaðraði við byltingarástand. Þeir leituðu til Alþjóðasambands kommúnista og óskuðu eftir fyrirmælum um hvernig skyldi bregðast við slíku ástandi. Kommúnistaflokkurinn vann skipu- lega að því að ná því markmiði sínu að beina stjórnmálaástandinu á Íslandi í átt til byltingar. Alþjóðasambandið gaf flokknum fyrirmæli um að beita lög- reglumenn ofbeldi og virða hvorki lög né reglur. Þó að ofbeldisöldu sem Kommúnista- flokkurinn stóð fyrir á árunum 1930 til 1934 hafi slotað með nýrri línu frá Moskvu árið 1935 hélt Kommúnista- flokkurinn áfram að vinna að byltingu í landinu. Flokkurinn vildi byltingu í áföngum frekar en í einni svipan. Arf- taki flokksins, Sósíalistaflokkurinn, tók þá stefnu upp og fylgdi meðal annars í stjórnarsamstarfi árið 1944, að því er segir í bók Þórs. brjann@frettabladid.is Í herþjálfun í Sovétríkjunum Alls fóru 24 félagar í íslenska Kommúnistaflokknum í byltingarnám til Sovétríkjanna á fjórða áratug síð- ustu aldar og fengu flestir herþjálfun. Alls meiddust 60 í átökum við kommúnista á fimm ára tímabili. Flokksmönnum í Kommúnistaflokknum tókst ásamt öðrum að yfirbuga lögregluna í Reykjavík í fjórða Gúttóslagnum, sem átti sér stað árið 1932. Allir 20 lögreglumennirnir sem börðust með kylfum sínum gegn stórum hópi verkamanna, þar á meðal mörg- um liðsmönnum kommúnista, þann dag slösuðust í átökunum. Tilefni bardagans var tillaga sem lá fyrir bæjar- stjórn Reykjavíkur um að lækka laun í atvinnubóta- vinnu borgarinnar. Ræða átti tillöguna á fundi í Gúttó hinn 9. nóvember 1932. Alls meiddust 60 lögregluþjónar og hjálparmenn þeirra í átökum sem Kommúnistaflokkurinn efndi til á árunum 1930 til 1934. Sumir náðu sér aldrei, þrír lögreglumenn urðu að hætta störfum vegna örorku. Dómarar kváðu upp 67 fangelsisdóma, skilorðs- bundna jafnt sem óskilorðsbundna, yfir þeim sem ofbeldið frömdu, en engum dómi var fullnægt. Sextíu slasaðir eftir átök við kommúnista GÚTTÓSLAGURINN Engin mynd af sjálfum Gúttóslagnum er til á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en hér má sjá hvernig umhorfs var í Gúttó eftir að verkamenn, kommúnistar og aðrir hleyptu upp bæjarstjórnarfundi og börðust við lög- reglumenn. MYND/MAGNÚS ÓLAFSSON LEIÐRÉTTING Í aðsendri grein frá Ómari Stefánssyni í gær var sagt að hann væri fyrrver- andi bæjarfulltrúi. Það er rangt því Ómar er bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins í Kópavogi. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 3° -4° 2° 1° -1° 1° 1° 22° 5° 18° 4° 21° -7° 2° 15° -2°Á MORGUN 5-10 m/s en strekkingur austast fram eftir degi. SUNNUDAGUR 3-8 m/s. 7 7 6 6 9 10 6 5 4 5 6 13 15 12 11 10 10 9 12 7 10 15 0 13 4 5 5 5 2 7 6 HELGARHORFUR Veðurhorfur helgar- innar eru býsna góðar, en það lægir til muna á morgun og léttir víðast til. Á sunnudag lítur út fyrir hæga suðlæga átt en þykknar hins vegar aðeins upp vestan til. Það kólnar lítillega um helgina. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld afhentu í gær sín eigin friðar- verðlaun til höfuðs friðarverð- launum Nóbels, sem afhent verða í Ósló í dag. Kínversku verðlaunin fékk Lien Chan, fyrrverandi varafor- seti Taívans, en hann mætti ekki sjálfur til athafnarinnar og var á síðustu stundu ákveðið að ung stúlka myndi taka á móti verð- laununum í staðinn. Liu Xiaobo, kínverski andófs- maðurinn sem fær friðarverð- laun Nóbels, kemst ekki heldur til Óslóar í dag vegna þess að hann situr í fangelsi í Kína. - gb Verðlaun afhent í Kína: Verðlaunahaf- inn mætti ekki MEÐ VERÐLAUNASKJALIÐ Óljóst var hvaða tengsl stúlkan hafði við verð- launahafann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Lilja Mósesdóttir, þing- maður VG, annars ríkisstjórnar- flokkanna, greiddi ekki atkvæði með tillögum ríkisstjórnarinnar við lok annarrar umræðu um fjár- lög næsta árs á Alþingi í gær. Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason, þingmenn VG, gerðu einnig fyrirvara við til lögur ríkis- stjórnarinnar um skerðingu á fram- lögum til heilbrigðisstofnana. Nú er gert ráð fyrir að ríkis- sjóður verði rekinn með 34 milljarða króna halla næsta ár. Áformaður niðurskurður til heil- brigðisstofnana hefur verið mild- aður verulega frá því sem áður var ráðgert. Lilja Mósesdóttir taldi þó ekki nóg að gert og sagði nauðsyn- legt að fara hægar í niðurskurð. Til mótvægis mætti bæði flýta skatt- lagningu séreignarsparnaðar og skattleggja það útstreymi fjár sem yrði þegar gjaldeyrishöftum yrði aflétt. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði tekju- hlið fjárlagafrumvarpsins sérstak- lega gagnrýniverða. Þar væri að finna skattahækkanir sem dragi þrótt úr efnahagslífinu. Frumvarp- ið fer nú á ný til fjárlaganefndar fyrir þriðju og síðustu umræðu í þinginu. - pg Atkvæði greidd um fjárlagafrumvarp að lokinni annarri umræðu í gær: Lilja Mósesdóttir sat hjá FJÁRLÖG Alþingi vinnur að mótun fjár- laga næsta árs á grundvelli frumvarpsins sem Steingrímur J. Sigfússon lagði fram hinn 1. október. LÖGREGLUFRÉTTIR Réðist á lögreglumann Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega tvítugan karlmann fyrir að ráðast á lögreglumann. Atvikið varð í október í fyrra við skemmtistaðinn Glaumbar í Reykjavík. Afleiðingarnar urðu þær að lögreglumaðurinn hlaut mar á hálsi og tognun á hálshrygg. MENNTAMÁL Barnaheill hafa þung- ar áhyggjur af niðurskurði í skólakerfinu. Í tilkynningu skora samtökin á hið opinbera að standa vörð um réttindi barna á tímum niðurskurðar. „Nú eru uppi hugmyndir hjá sveitarfélögum um frekari niður- skurð sem felast í því að skerða nám barna um allt að fimm tíma á viku, eða sem nemur allt að fimm vikum á ári. Barnaheill – Save the Children á Íslandi telja þessar hugmyndir óásættanlegar,“ segir í tilkynningunni. - sh Barnaheill áhyggjufull: Andvíg niður- skurði í skólum AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 09.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,322 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,74 115,28 180,96 181,84 151,54 152,38 20,324 20,442 19,027 19,139 16,595 16,693 1,3647 1,3727 176,04 177,08 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.