Fréttablaðið - 10.12.2010, Page 10
10 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR
Skötuselur
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
1.990 kr.kg
(áður 3.990,-)roðlaus og beinlaus
Humarsoð
Frá Hornafirði, alvöru humarsoð
sem er eingöngu búið til úr
humarskeljum, engin aukaefni né
rotvarnarefni.
Stór Humar
Ath. extra stór, sérvalinn af
uppáhalds sjómönnum mínum.
Skelflettur Humar
Lausfrystur og tilbúinn í hvað
sem er.
Opið laugardag
10.00–14.00.
Skata er að sjálfsögðu mætt á
staðinn.
Humar
lausfrystur
2.000 kr.kg
1 kg í poka, flottur í súpuna, ofan á pizzuna
og í alla humarrétti.
Gott að kaupa og eiga fyrir jólin/
áramótin, þetta er gjafaverð!
Fiskikóngurinn
elskar humar
STJÓRNSÝSLA Tannlæknir á Suð-
urnesjum hefur kært ákvörð-
un Sjúkratrygginga Íslands þess
efnis að stöðva þátttöku sjúkra-
trygginga í kostnaði við tann-
lækningar hans frá og með 1. okt-
óber síðastliðnum. Þetta staðfestir
Gestur Jónsson hrl., lögmaður
tannlæknisins, við Fréttablaðið.
Tannlæknirinn sem um ræðir
hefur verið ákærður fyrir Hér-
aðsdómi Reykjaness fyrir meint
tryggingasvik upp á 129 þús-
und krónur. Verjandi hans sagði
í Fréttablaðinu fyrr í vikunni að
málatilbúnaðurinn væri undarleg-
ur. Hann hefur gert kröfu um að
málinu verði vísað frá dómi.
Rannsókn málsins hjá lögreglu
hefur tekið á fimmta ár. Mikið var
fjallað um málið í fjölmiðlum og
var jafnvel talið, samkvæmt upp-
lýsingum sem þeim voru veittar,
að svikin næmu allt að 200 millj-
ónum króna síðustu þrjátíu ár,
uppreiknað til nóvember 2007.
Samkvæmt ákærunni sem þing-
fest hefur verið er tannlækninum
gefið að sök á hafa á árunum 2003
til 2006 svikið út rúmar 129 þús-
und krónur vegna 34 tannviðgerða
í ellefu einstaklingum. Sjúkra-
tryggingar Íslands gera einkarétt-
arkröfu í málinu um að tannlækn-
inum verði gert að endur greiða
mest ríflega 23 milljónir króna
en minnst 129.412 krónur.
Fimm vikum áður en tannlækn-
inum var birt ákæran fékk hann
bréf frá Sjúkratryggingum þess
efnis að ekki yrði um að ræða
frekari endurgreiðslur frá stofn-
uninni vegna tannlæknisverka
hans.
Verjandi tannlæknisins hefur
kært ákvörðunina og segir hana
ólögmæta. Sjúkratryggingar
grundvalli hana meðal annars á
nýjum reglum í reglugerð frá 15.
september 2010.
„Nýju reglunum frá því 15.
september verður einungis beitt
um atvik eða ástand sem upp
hefur komið frá því að reglurn-
ar tóku gildi,“ útskýrir Gestur og
bendir á að hver maður eigi rétt á
að teljast saklaus nema sekt hans
sé sönnuð fyrir dómi.
Reynir Jónsson, tryggingatann-
læknir hjá Tryggingastofnun,
hefur ekki viljað tjá sig um málið,
að hluta né í heild, þegar eftir því
hefur verið leitað.
jss@frettabladid.is
TANNLÆKNINGAR Verjandi tannlæknisins, Gestur Jónsson hrl., segir ákvörðun Sjúkra-
trygginga Íslands ólögmæta. Myndin er úr safni.
Tannlæknir hefur kært
ákvörðun Sjúkratrygginga
Tannlæknir á Reykjanesi sem ákærður hefur verið fyrir fjársvik hefur kært ákvörðun Sjúkratrygginga
Íslands til heilbrigðisráðuneytisins. Efni hennar er að stöðva þátttöku í kostnaði við tannlækningar hans.
STJÓRNSÝSLA „Stöðvun Sjúkratrygg-
inga (SÍ) á endurgreiðslum kostn-
aðar vegna tannviðgerða umrædds
tannlæknis á Reykjanesi byggir á
því að eftir gildistöku reglugerðar
frá 15. september 2010 er SÍ ein-
ungis heimilt að endurgreiða tann-
læknakostnað að rekstur tann-
læknis uppfylli sett skilyrði.“
Þetta segir Steingrímur Ari
Arason, forstjóri Sjúkratrygginga
Íslands. Hann segir SÍ telja að
tannlæknirinn uppfylli ekki þessi
skilyrði.
„Niðurstaða SÍ um að skilyrði
reglugerðarinnar séu ekki upp-
fyllt byggir meðal annars á mats-
gerð dómkvadds sérfræðings í
tannlækningum þess efnis að kær-
andi hafi krafið sjúklinga sína um
greiðslur fyrir viðgerðir sem ekki
hafi verið framkvæmdar. Mats-
gerðin er frá 12. júlí 2010,“ segir
Steingrímur Ari. Umræddur tann-
læknir hafnar niðurstöðu mats-
gerðarinnar og lögfræðingur hans
hefur staðfest að engin breyting
hafi orðið á starfsemi hans þegar
SÍ tilkynnti honum fyrirhugaða
stöðvun 16. september.
Kæran er rökstudd og hefur SÍ
verið gefinn kostur á athugasemd-
um við hana. Kærandinn hefur
einnig komið viðbótarupplýsing-
um á framfæri við ráðuneytið.
- jss
STEINGRÍMUR ARI ARASON Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir rekstur tannlæknis-
ins ekki uppfylla skilyrði reglugerðar sem sett var í júlí í ár.
Forstjóri Sjúkratrygginga um stöðvun endurgreiðslna:
Uppfyllir ekki skilyrði
IÐNAÐUR Íslenskir aðalverktakar
(ÍAV) og íslenska hátæknifyrirtæk-
ið Carbon Recycling International
(CRI) hafa skrifað undir samning
um byggingu fyrstu verksmiðju
sinnar tegundar í heiminum sem
framleiðir vistvænt eldsneyti fyrir
almennan markað úr koltvísýrings-
útblæstri.
Fram kemur í tilkynningu fyrir-
tækjanna að ÍAV reisi verksmiðj-
una á lóð við jarðvarmaorkuver
HS Orku við Svartsengi á Reykja-
nesi. „Framkvæmdir við verk-
smiðjubygginguna eru nú hafnar
og er áætlað að verksmiðjan verði
komin í gagnið vorið 2011. Verk-
smiðjan notar raforku og koltvísýr-
ing úr gufu frá jarðvarmaverinu
til að framleiða vistvænt eldsneyti
fyrir bíla. Þessi framleiðslutækni
var þróuð af CRI og er vernduð
með einkaleyfi,“ segir í tilkynn-
ingunni.
Framleiðslugeta verksmiðjunn-
ar er sögð munu verða allt að fimm
milljónir lítra af endurnýjanlegu
metanóli á ári. „Eldsneytið fer fyrst
á innlendan markað. Endurnýjan-
legu metanóli er hægt að blanda í
bensín eða lífrænan dísil til þess
að framleiða vistvænt eldsneyti án
þess að breyta þurfi bílvélum eða
dreifingu og flutningsmáta elds-
neytis,“ segir í tilkynningunni, en
þar kemur jafnframt fram að við
blöndun hækki oktantala bensíns
og bruni véla verði hreinni. - óká
TÖLVUGERÐ MYND Þrívíddarmynd af verksmiðju Carbon Recycling (til vinstri) sem fram-
leiða mun vistvænt eldsneyti fyrir bíla úr koltvísýringsútblæstri og rafmagni frá orkuveri
HS Orku í Svartsengi. MYND/ARKÍS, CRI
Íslenskir aðalverktakar og Carbon Recycling hefja byggingu fyrstu verksmiðju sinnar tegundar við Svartsengi:
Ný verksmiðja hefur starfsemi næsta vor
ÞÝSKALAND Evrópsku bílaverðlaun-
in „Gullstýrið 2010“ komu nýverið
í hlut sportjeppans Porsche Cay-
enne í flokki jepplinga.
250 þúsund lesendur kusu á
milli tilnefndra bíla í vali útgáfu-
félagsins Springer-Verlag. Nýjasta
útgáfa þessa vinsæla sportjeppa
er sögð hafa heillað lesendur með
fagurri hönnun og miklu nota-
gildi, að ótöldu hámarksafli og
þeirri akstursánægju sem hafa
má af bílum Porsche.
Um 40 milljón lesendum Auto
Bild, Bild am Sonntag og 26 ann-
arra evrópskra bílablaða var
boðið að taka þátt í valinu. - óká
250 þúsund greiddu atkvæði:
Porsche hlýtur
Gullstýrið í ár
PORSCHE CAYENNE Sportjeppi Porsche
fékk „Gullstýrið“ í ár, en það veita les-
endur 26 evrópskra bílablaða.
Kona sló lögreglumann
Kona er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur,
ákærð fyrir að hafa slegið lögreglu-
mann í andlitið þar sem hann var við
skyldustörf utandyra við Vegamótastíg
í Reykjavík. Atvikið átti sér stað á
síðasta ári.
LÖGREGLUFRÉTTIR
1. Hvað heitir utanríkisráð-
herra Ástralíu?
2. Hversu háir eru stýrivextir
Seðlabankans eftir síðustu
vaxtabreytingu?
3. Hvaða leikkona mun leika
álfkonuna Galadriel í kvik-
myndinni um Hobbitann?
SVÖR
1. Kevin Rudd. 2. 4,0 prósent. 3. Cate
Blanchett.
VEISTU SVARIÐ?