Fréttablaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 12
12 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR VELFERÐARMÁL Útgjöld til velferðar- þjónustu og félagsverndar á Íslandi námu 325,6 milljörðum króna eða 21,8 prósentum af landsframleiðslu árið 2008. Þetta er hlutfallslega minna en hjá nágrannalöndum okkar. Í Danmörku er þetta hlutfall 28,9 prósent, í Svíþjóð 28,8 prósent, í Noregi 24 prósent og í Færeyjum og Finnlandi 25,6 prósent. Þetta kemur fram á visir.is. Um 40 prósent útgjaldanna á Íslandi árið 2008 voru vegna heil- brigðismála, en það samsvarar 8,8 prósentum af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í ritinu Social tryghed i de nordiske lande 2008/09, sem gefið er út af Norrænu hag- skýrslunefndinni á sviði félags- og tryggingarmála. Í ritinu er að finna samanburð á velferðarþjónustu og félagsverndar milli Norðurland- anna. Þar er fjallað um aðgerðir opinberra aðila og einkaaðila sem miða að lífskjarajöfnun og að því að létta byrðum af heimilum og ein- staklingum vegna fjárhagslegrar íþyngingar eða tekjumissis. Greint er frá niðurstöðunum á vef Hag- stofunnar. Þar má sjá að hlutfallið er lægst á Íslandi þegar kemur að útgjöldum til aldraðra eða 4,9 prósent af lands- framleiðslu samanborið við 11,1 prósent í Danmörku, 8,4 prósent í Færeyjum, 8,9 í Finnlandi, 6,7 í Noregi og 11,5 í Svíþjóð. Rúmt 21 prósent landsframleiðslu fór í velferðarmál á Íslandi árið 2008: Ísland á botninum í velferðarmálum ELDRI BORGARAR Ísland situr á botnin- um á lista Norðurlandanna yfir útgjöld til velferðarmála. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÉLAGSMÁL „Taktu þátt í að gefa gjöf“ heitir styrktarherferð íslenska hreinlætispappírsfram- leiðandans Papco nú fyrir jólin. „Ein rúlla af hverri seldri pakkn- ingu af hreinlætispappír í jóla- umbúðum frá Papco rennur til góðgerðamála,“ segir í tilkynn- ingu fyrirtækisins, en það styrkir Hjálparstofnun kirkjunnar, Mæðra- styrksnefnd, Rauða krossinn og Fjölskylduhjálpina. Haft er eftir Þórði Kárasyni, framkvæmdastjóra Papco, að fyrir tækið geri ráð fyrir að gefa 20 þúsund salernisrúllur til góð- gerðamála. „Og erum þegar búin að afhenta um helminginn. Okkar viðskiptavinir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hafa tekið mjög vel í þessa styrktarherferð og með því að fara þessa leið geta allir lagt sitt af mörkum og gjöfin verður veglegri,“ segir hann. Þá er í til- kynningu fyrirtækisins haft eftir Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjölskylduhjálpar Íslands, að Papco hafi veitt Fjölskylduhjálpinni ómetan legan stuðning allt frá stofn- un samtakanna fyrir átta árum. Söfnun Papco stendur út desember, en auk styrktarherferðarinnar er fyrirtækið sagt hafa aukið stuðn- inginn við Fjölskylduhjálpina enn frekar með auknu vöruframlagi til samtakanna. - óká PAPPÍR GEFINN Þórður Kárason, fram- kvæmdastjóri Papco, (í miðið) naut aðstoðar jólasveinsins við að afhenta starfsmanni Fjölskylduhjálparinnar pappír. Papco stendur fyrir átakinu „Taktu þátt í að gefa gjöf“: Gefa salernisrúllur VESTFIRÐIR Vestfirðingar voru í upphafi árs 7.362 talsins og þar af voru um 709 íbúar með erlent ríkisfang, eða sem nemur 9,6 pró- sentum af heildaríbúafjölda í fjórðungnum. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Hlutfallið hefur hækkað lítil- lega síðastliðin þrjú ár en árið 2008 var það 8,2 prósent og 9,5 prósent á síðasta ári. Pólverjar eru langflestir þeirra erlendu ríkisborgara sem búa á Vest- fjörðum, eða 436 talsins. Það gerir um 60 prósent þeirra sem eru með erlent ríkisfang. Hæst er hlutfallið í Tálkna- fjarðarhreppi þar sem yfir fimmtungur íbúanna er með erlent ríkisfang, eða 64 af 299 íbúum sveitarfélagsins. - kh Fjölbreytt flóra á Vestfjörðum: Tíu prósent íbúa eru með erlent ríkisfang WIKILEAKS Greiðslumiðlunarsíðan Paypal lét í gær undan árásum frá netþrjótum og losaði um fé sem komið var inn á reikning Wiki- leaks. Ekki verður þó hægt að greiða meira inn á reikninginn. Hópur netþrjóta sem nefn- ir sig Anonymous hefur jafnt og þétt hert árásir sínar á fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem hafa gagnrýnt, unnið gegn eða lokað á þjónustu Wikileaks. Meðal annars hafa síður korta- fyrirtækjanna Visa og Mastercard legið niðri vegna árásanna og vefur saksóknaraembættis í Sví- þjóð, sem krefst framsal Julians Assange frá Bretlandi, lá einnig niðri um hríð. Þá varð Sarah Palin, fyrrver- andi ríkisstjóri Alaska og einn helsti forsprakki teboðshreyfingar- innar í Bandaríkjunum, fyrir árás nafnlausu netþrjótanna, sem lok- uðu vefsíðu hennar eftir að hún hafði gagnrýnt Assange. Sjálf brást hún ókvæða við: „Þetta er það sem gerist þegar þú notar fyrsta viðaukann og talar gegn þessum sjúklegu, óamerísku njósnatilburðum hans.“ Árásir voru einnig gerðar á samskiptasíðuna Twitter eftir að lokað var á Wikileaks, en sam- skiptasíðan Facebook úthýsti hins vegar netþrjótunum og lokaði síðu þeirra. Netþrjótarnir segjast vera fjölmargir og nefna aðgerðir sínar Operation Payback, eins konar endurgjald fyrir þá framkomu sem Wikileaks hefur orðið fyrir. Stuðningsfólk Wikileaks hefur fullyrt að þrýstingur og jafnvel hótanir frá Bandaríkjastjórn liggi að baki aðgerðum fyrirtækjanna gegn Wikileaks. Á blaðamannafundi í höfuð- stöðvum Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær sagðist Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hafa verulegar áhyggj- ur af fregnum um að kortafyrir- tæki hefðu látið undan þrýstingi og hætt að taka við greiðslum til Wikileaks. Greiðslumiðlunarsíðan PayPal viðurkenndi í gær að hafa hætt að þjónusta Wikileaks vegna þrýst- ings frá Bandaríkjastjórn. Ákvörð- unin hafi verið tekin eftir að bréf barst frá Bandaríkjastjórn, þar sem fullyrt var að starfsemi Wiki- leaks bryti í bága við bandarísk lög. Talsmaður utanríkisráðu- neytis Bandaríkjanna neitaði því hins vegar að slíkt bréf hafi verið skrifað. Þá dró talsmaður PayPal í land og sagði starfsfólk PayPal hafa tekið ákvörðunina með hlið- sjón af almennri afstöðu Banda- ríkjastjórnar. gudsteinn@frettabladid.is Stríð út af Wikileaks í netheimum PayPal opnaði reikning Wikileaks í gær eftir árásir frá netþrjótum, sem undanfarna daga hafa gert harðar árásir á fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Síður Visa og Mastercard lágu niðri um hríð. ALLS STAÐAR Í FRÉTTUM Í Pakistan var í gær efnt til mótmæla þar sem fáni Banda- ríkjanna var brenndur til stuðnings Wikileaks og Julian Assange. NORDICPHOTOS/AFP SNJÓMOKSTUR VIÐ KREML Á Rauða torginu í Moskvu þurfti að hreinsa burt snjóinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 0,20% 0,25% 2,90% S 24 E R Í EI G U B Y R S Samanburður debetreikninga* DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Sel- fossi hefur ákært tvo menn fyrir brot á lögum um lax- og silungs- veiði. Mönnunum er gefið að sök að hafa síðdegis sunnudaginn 4. júlí 2010 verið að veiða á stöng í Tungufljóti í Árnessýslu fyrir landi Bergstaða í Bláskógabyggð. Þeir höfðu ekki leyfi til veiðanna, þar sem Tungufljótsdeild Veiði- félags Árnesinga ákvað á aðalfundi sínum þann 12. apríl 2010 að leigja veiðirétt í Tungufljóti til fimm ára. Voru því lax- og silungsveiðar á umræddum tíma og stað óheimilar öðrum en leigutaka og þeim er hann hafði ráðstafað veiði til. - jss Tveir menn ákærðir: Veiddu í óleyfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.