Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2010, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 10.12.2010, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 10. desember 2010 27 AF NETINU Rændur með bókhaldsbrellum en ekki kúbeini Upplýsingarnar um bókhaldsbrellur og bankarán Glitnis- manna, sem fram komu í fréttum Ríkissjónvarps og Kastljósi (08.12.2010) voru svakalegar. Þeir Svavar Halldórsson og Helgi Seljan fá prik fyrir sinn þátt í framsetningu málsins. Þarna beraðist ótrúlegt svindilbrask. Þarna heyrðum við því lýst hvernig banki var rændur. Ekki með kúbeini eins og úrabúðin Leonard í Kringlunni Heldur af hvítflibbakrimmum með tölvur og excel forritið að vopni, sem voru sérfræðingar í bókhaldsbrell- um. Sérstakur kapítuli þessa máls er hlutur endurskoðunarfyrirtækisins Price Waterhouse Coopers. Venjulegur hlustandi og áhorfandi getur varla dregið aðra ályktun en þá, að þar hafi verið við störf bjánar eða að menn í fyrir- tækinu hafi vitandi vits og skipulega unnið með þeim sem voru að ræna bankann og settu Glitni í þrot. blog.eyjan.is/esg Eiður S. Guðnason Siðlausir útrásarvíkingar þjóðkirkjunnar Við Íslendingar erum flest-ir sammála um að helstu auðlindir okkar eigi að vera í þjóðareign. Ein mikilvægasta auðlind þjóðarinnar er hinn sameiginlegi trúar- og menn- ingararfur sem hefur mótað sjálfsmynd, samkennd og þjóðar vitund okkar. En nú virð- ist vera sem búið sé, allt í senn, að meta trúararf okkar til fjár, einkavæða hann og græðgis- væða. Milljarða auðlindir Ég er að tala hér um kirkju- jarða-eignirnar sem mynduð- ust í þá daga þegar kaþólska kirkjustofnunin drottnaði hér á landi allt frá kristnitöku til um 1550. Kirkjustofnunin kaþólska sölsaði þá undir sig eignir landsmanna, oft með kúgun, ofbeldi og óhugnan- legum stofnunarþunga. Lands- menn áttu ekkert val, hér ríkti trúarnauðung, enginn komst undan. Í Evrópu var ranglætið svo yfirgengilegt að siðbótar- menn eins og Marteinn Lúter risu upp, mótmæltu og breyttu siðnum. Eftir siðbreytingu hér á landi allt fram á nýliðna öld var það því framandi hugsun að einhver kirkjustofnun eða trúfélag ætti þessar eignir. Með siðlausum samningi sem gerður var fyrir aðeins þrettán árum var hins vegar gengið svo frá að þjóðkirkju- stofnunin fengi allar þessar kirkjusögulegu auðlindir allra landsmanna. Samningurinn grundvallaðist á kaþólskum kirkjuskilningi þar sem „kirkj- an“ er skilgreind sem stofnun og „arfur kristninnar“ er skil- greindur sem eign stofnunar- innar. Þessi kirkjuskilningur er nokkuð sem lútersk kirkja var einmitt stofnuð til að berj- ast gegn og vara við! Þetta er í andstöðu við þá lútersku trú sem Stjórnarskrá Íslands heitir vernd og stuðningi. Hér erum við færð nokkrar aldir aftur í tíma, aftur fyrir siðbreytingu. Þessi siðlausi samningur setur allt tal um trúfélagafrelsi á svið fáránleikans. Nú, þegar hin almenna kirkja á Íslandi vill aðskilnað ríkis og þjóðkirkjustofnunarinnar, eru sumir talsmenn stofnunarinnar farnir að tala æ meir eins og siðlausu útrásarvíkingarnir gerðu fyrir hrun. Þeir segja „jú endilega að greina á milli ríkis og kirkju, en vitið þið bara, að við höldum einir hinum kirkju- sögulega arfi og milljörðunum öllum um ókomin ár“. Þeir telja sig eina vera hina sönnu kirkju en ekki fólkið í landinu eins og Lúter gamli hélt fram. Þingvellir og Garðabær í eignasafni Sr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju og kirkju- þingsmaður, er einn af þeim starfsmönnum þjóðkirkjunnar sem skrifa reglulega pistla hér í Fréttablaðið. Hann skrif- aði grein hinn 16. nóvember sl. þar sem hann varar alvar- lega við aðskilnaði ríkis og þjóðkirkju. Af hans orðum má ráða vissa hótun um að ef skilið yrði á milli íslenska ríkisins sem jú stendur fyrir íslenska þjóð annars vegar og hins vegar þjóðkirkjustofn- unarinnar, þá myndi prestur og hans kirkjustofnun taka helstu dýrmæti Íslands og gera ríkis sjóð gjaldþrota. Hann skrifar; „Skilja strax? Ja, þá verður ríkið jafnvel dæmt til að skila öllu eignasafninu, sem í eru nokkur helstu dýrmæti Íslands, t.d. Þingvellir, allt land Garðabæjar (land Garða- kirkju), Borgar nes (land Borg- ar). Ríkis sjóður Íslands hefur jafnvel ekki burði til að skila eða bæta. Þjóðkirkjan óskar, að ríkið skipti sér sem minnst af málum hennar.“ Þetta minnir óneitanlega á hrokafullt tal forstöðumanna bankanna og útrásarvíkinga fyrir hrun, – en nú bara í skjóli kirkju og Krists. Hver þeirra skyldi ætla að eigna sér Þingvelli? Hver þeirra ætlar sér allan Garðabæ? Jarðirnar er nú ekki hægt að flytja til Cayman eða Tortóla en arfinn og arð- inn er eflaust hægt að flytja út. Hvaða þjóðkirkjuprestur eða starfsmaður Biskupsstofu skyldi nú vera að taka út kirkjusögulegan arf minna for- mæðra og forfeðra – eða þeirra ca 65.000 Íslendinga sem kjósa að vera utan þjóðkirkjunnar? Við eigum rétt á að fá að vita. Stofnunin hlýtur að hafa skrá yfir þessa hluti. Kirkja misnotuð Hvaða „kirkju“ á kirkjuþings- maðurinn við þegar hann full- yrðir „Þjóðkirkjan óskar, að ríkið skipti sér sem minnst af málum hennar“? Kirkjuhug- takið er nefnilega notað á tvo vegu á kirkjuþingi. Annars- vegar þegar stofnunin er að afla fjár frá ríki og þjóð. Þá er hugtakið „kirkja“ látið merkja alla þjóðina í aldanna rás. En þegar kemur að ráðstöfun fjár- ins og stefnumótun þá hentar betur þrönga skilgreiningin, þá stendur hugtakið „kirkja“ í raun fyrir þröngan hóp starfs- manna stofnunarinnar. Líklegast vill kirkjuþings- maðurinn að ríkið og þjóðin skipti sér ekki af því hvernig hann og hans félagar á kirkju- þingi fara með sameiginlegan trúararf okkar allra hinna. Allt þetta knýr frekar á um að sá siðlausi samningur milli ríkis og þjóðkirkjustofnunar- innar sem gerður var fyrir aðeins þrettán árum, verði rækilega endurskoðaður. Þjóð- in má ekki leyfa neinum að ræna hinum kirkjusögulega arfi hennar. Íslendingar, stönd- um vörð um okkar sameigin- legu auðlindir. Nú virðist vera sem búið sé, allt í senn, að meta trúararf okkar til fjár, einka- væða hann og græðgisvæða. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins. Ríki og kirkja Hjörtur Magni Jóhannsson forstöðumaður og prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík RUNUKROSSAR Helgi Ingólfsson 1919 R E STAU R A N T AND LOUNGE FRÁBÆR VÍN Í ÚRVALI Radisson Blu 1919 Hótel Pósthússtræti 2 102 Reykjavík Sími: 599 1000 Í hjarta miðborgarinnar býður veitingastaðurinn 1919 upp á girnilega þriggja og fimm rétta jólamatseðla og jólahlaðborð fyrir hópa. Flauelsmjúkir forréttir, safaríkar jólasteikur og gómsætir eftirréttir koma þér í sannkallað jólaskap. Pantaðu borð núna og njóttu þess að taka forskot á jólasæluna. JÓLIN KOMA TIL ÞÍN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.