Fréttablaðið - 10.12.2010, Síða 34

Fréttablaðið - 10.12.2010, Síða 34
34 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR Breytingar þær sem til stend-ur að gera á heimaþjónustu kvenna eftir fæðingu hafa litla athygli fengið. Þó er það svo að sú þjónusta mun taka stakka- skiptum frá og með áramótum þar sem hún mun færast frá sjálfstætt starfandi ljósmæðrum og inn í heilsugæsluna. Árið 1994 fór konum hér á landi fyrst að bjóðast að liggja sængulegu heima með aðstoð ljósmóður eftir eðlilega fæð- ingu. Þessi þjónusta var byggð upp af hópi ljósmæðra sem unnu innan einingar sem kallaðist MFS og hafði samfellda þjón- ustu við konur í meðgöngu, fæð- ingu og sængurlegu að leiðar- ljósi. Það þýddi að leitast var við að kona fengi sömu ljósmóður í meðgönguvernd og heim til sín á sængurlegutímabilinu, auk þess sem mögulegt var að sú hin sama gæti tekið á móti barninu. Varð þessi þjónusta fljótt mjög vinsæl og komust færri konur að en vildu. Því vakti það furðu margra þegar MFS-kerfið var lagt niður árið 2006. Það var gert fyrirvaralítið, þvert á vilja þeirra ljósmæðra sem komu kerfinu á fót og að sjálfsögðu án þess að það væri borið undir þær fjölmörgu konur sem fætt höfðu innan MFS eða höfðu hug á því. Þar sem heimaþjónusta eftir fæðingu er mun hagkvæmari en sængurlega á sjúkrahúsi var þó ekki hreyft við henni. Ljósmæð- ur sem sinna henni í dag gera hver og ein samning við Sjúkra- tryggingar Íslands. Þær eru flestar í öðru föstu starfi, sumar í mæðravernd en aðrar á fæð- ingardeildum og því oft hægt að koma því við að konur fái til sín ljósmóður sem þær hafa áður kynnst. Einnig geta konur óskað eftir ljósmóður að eigin vali. Þetta vilja ljósmæður fyrir alla muni halda í því samfelld ljósmæðraþjónusta hefur marg- sannað gildi sitt. Það eru allir sammála um það að heimaþjónusta eftir fæð- ingu þarf að vera góð og hún verður að vera skjólstæðingum að kostnaðarlausu líkt og hún er og hefur alltaf verið. Hins vegar finnst mér það skjóta skökku við þegar góð þjónusta sem fagfólk hefur veitt, kostuð hefur verið af ríkinu og mikil ánægja hefur ríkt með er sett undir ríkisstofn- un þó það þýði að skjólstæðing- ar fái lakari umönnun. Heima- þjónusta ljósmæðra eins og hún er í dag er eflaust ekki fullkom- in. Hins vegar hafa hugmyndir ljósmæðra um hvernig megi gera þjónustuna skilvirkari enga athygli fengið. Heimaþjónusta eftir fæðingu er vissulega á sviði heilsugæslu og henni yrði áfram sinnt af ljós- mæðrum. Hvers vegna held ég því þá fram að þjónustan muni skerðast? Mergurinn málsins er sá að börn fæðast árið um kring á öllum tímum sólarhrings. Þannig virkar heilsugæslan aftur á móti ekki. Þar er hvorki unnið á kvöldin, um helgar né á frídögum. Hvað á til dæmis að gera við konur sem fæða á fimmtudagskvöldi og fara heim seinni partinn á föstudegi? Nú er svo komið að Landspítalinn býður ekki lengur upp á sæng- urlegu fyrir heilbrigðar konur. Eiga þessar konur og börn þeirra að bíða heima yfir helgi þar til ljósmóðir frá heilsugæslu kemur á mánudagsmorgni? Það þarf ekki að fjölyrða um öll þau vandamál sem gætu komið upp á þessum tíma og ég tala nú ekki um þá vanlíðan sem slíkt óör- yggi gæti bakað foreldrunum. En gallarnir við fyrirhugaðar breytingar eru fleiri. Að mínu mati er ótækt hversu erfitt verð- ur að tryggja að sama ljósmóðir- in komi í öll skiptin. Séu fleiri en ein ljósmóðir að sinna sömu fjöl- skyldunni verður þjónustan ekki aðeins sundurslitin hvað varðar andlegan stuðning heldur gefur augaleið að eftirlit með móður og barni torveldast mikið. Þar að auki er hætt við að fræðsla verði ómarkvissari. Konur sem eru nýorðnar mæður og nýbur- ar þeirra eru líka viðkvæm- ur hópur skjólstæðinga. Konur þurfa oftast að hleypa ljósmæðr- um mjög nærri sér – bókstaf- lega inn á rúmgafl. Það að þær geti valið hver sinnir þeim eftir fæðingu er því atriði sem ekki má fórna. Þó svo að ég geri ráð fyrir því að í nýju kerfi verði reynt að tryggja samfellu er ljóst að slíkt er ekki hægt nema að hætt verði að bjóða ljósmæðrum upp á að vera í hlutastarfi, eða þá að heimsóknum til kvenna verði fækkað verulega. Er það kannski það sem stefnt er að? Fyrir fólk sem hefur eytt mörgum árum í að byggja upp góða þjónustu á faglegum for- sendum er gífurlega sárt að sjá hana rifna niður. Nú liggur líka fyrir að ekki mun sparast fé við þessar breytingar. Hví þá að ana af stað án þess að skoða málin af yfirvegun og taka tillit til allra hlutaðeigandi? Sú ómælda vinna sem ljósmæður hafa lagt á sig á undanförnum árum til að bæta þjónustu við nýbakaðar mæður er að engu höfð með þessu móti og síðast en ekki síst er heldur engin virðing borin fyrir þörf- um eða löngunum kvenna og fjölskyldna þeirra. Finnst heil- brigðisráðherra eðlilegt að tekin sé stjórnvaldsákvörðun um breytingar á þessari viðkvæmu þjónustu án samráðs við þær konur sem þiggja hana né held- ur við þær sem veita hana? Ég fyrir mitt leyti er orðin þreytt á því að breytingar á þjónustu við konur í barneignarferlinu séu gerðar fyrirvaralaust og án þess að reynt sé að ná neinni heildarsýn. Hvað á að verða um heimaþjónustu eftir fæðingu? Heimaþjónusta Erla Rún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir Konur þurfa oftast að hleypa ljósmæðr- um mjög nærri sér – bókstaflega inn á rúmgafl. Það að þær geti valið hver sinn- ir þeim eftir fæðingu er því atriði sem ekki má fórna. AF NETINU Hundsa ráðleggingar frá útlöndum Að minnsta kosti tvisvar beindi ECRI (Evrópunefndin gegn kynþáttamisrétti) því til íslenskra stjórnvalda að erlendar konur sem giftust íslenskum karlmönnum væru settar í hræðilega aðstöðu ef þær ættu það á hættu að vera vísað úr landi færu þær fram á skilnað. Í skýrslu ECRI sem unnin var 2006 sést að íslensk stjórnvöld tala niður vandann, gera lítið úr honum. Nú kemur á daginn með hjálp Wikileaks að bandaríski sendiherr- ann leit þetta sömu augum og ECRI. Enn á ný kemur í ljós að Íslendingum þótti ófínt að hlusta á ráðleggingar erlendis frá. Er það svo enn? blog.eyjan.is/baldurkr Baldur Kristjánsson Allt fast á Suðurnesjum Svo virðist sem ekkert sé að gerast varðandi fyrirheit ríkisstjórn- arinnar um flutning verkefna til Suðurnesja. Ekki er enn búið, samkvæmt heimildum, að stofna nefnd um flutning Landhelg- isgæslunnar. Í því máli er sagt að talsvert beri milli félaganna Össurar utanríkisráðherra og Ögmundar dómsmálaráðherra. Halla Gunnarsdóttir, samstarfskona Ögmundar, vill að Land- helgisgæslan fari undir Isavia. En Össur ekki. Meðan gerist fátt. Miðjan.is Sigurjón M. Egilsson Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, um að leggja af heimahjúkrun langveikra og fatl- aðra barna, hefur víða vakið hörð viðbrögð. Sumir sem um málið hafa fjallað tala um að hreinlega sé um mannvonsku eða heimsku að ræða. Líklegra er að ákvörðun- in sé byggð á skorti á skilningi á aðstæðum þeirra barna sem njóta þjónustunnar. Í 23.grein Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna, sem var stað- festur fyrir Íslands hönd árið 1992, kemur eftirfarandi fram: „Aðildarríki viðurkenna rétt fatl- aðs barns til sérstakrar umönn- unar, og skulu þau stuðla að því og sjá um að barni sem á rétt á því, svo og þeim er hafa á hendi umönnun þess, verði eftir því sem föng eru á veitt sú aðstoð sem sótt er um og hentar barninu og aðstæðum foreldra eða annarra sem annast það.“ Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands er augljóst brot á þess- ari grein. Nauðsyn niðurskurðar og ástæður hans eru þjóðinni vel kunnar. Ríkisstjórn Íslands stend- ur frammi fyrir gríðarlega erfið- um ákvörðunum og ekki er rétt að draga í efa allar þær ákvarðanir um niðurskurð sem teknar hafa verið. Engum líkar niðurskurð- ur, sér í lagi ekki þegar um er að ræða mikilvæga þjónustu sem fólk hefur hingað til notið góðs af, en einhvers staðar verður að draga línuna. Forgangsröðun er afar mikil- væg þegar veigamiklar ákvarð- anir eru teknar um niðurskurð. Huga þarf sérstaklega að því, þegar slíkar ákvarðanir eru tekn- ar, að ekki sé brotið á réttindum barna eða fullorðinna. Þar sem heimahjúkrun langveikra eða fatlaðra barna er nauðsynleg öllum þeim er hana þiggja, hefur niðurskurður þessarar þjónustu í för með sér gríðarlega skerðingu á lífsgæðum þessara barna. Ungmennaráð er liður í starfi Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem eru leiðandi og frjáls félagasamtök sem vinna að mannréttindum barna um allan heim. Meðlimir ungmenna- ráðsins eru ekki fullorðnir held- ur ungmenni. Við viljum endur- spegla sjónarmið barna til hinna ýmsu mála sem varða börn og þar með okkur sjálf. Ungmennaráðið hefur sent Heilbrigðisráðuneyt- inu og Sjúkratryggingum Íslands áskorun um að beita sér fyrir end- urskoðun þessarar ákvörðunar. og er það mín ósk að rödd okkar, ásamt öllum þeim, sem berjast fyrir rétti þessara barna, verði heyrð. Niðurskurður má ekki koma niður á mannréttindum Heimahjúkrun María Gyða Pétursdóttir í ungmennaráði Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Þar sem heimahjúkrun langveikra eða fatlaðra barna er nauðsynleg öllum þeim er hana þiggja, hefur niðurskurður þess- arar þjónustu í för með sér gríðarlega skerðingu á lífsgæðum þessara barna. KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD fást í Eirvík JÓLIN KOMA Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.