Fréttablaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 38
10. desember 2010 FÖSTUDAGUR2
Leikföng frá liðinni öld eru til sýnis í litlu leikfangasafni í Friðbjarnarhúsi á Akureyri, einu
af elstu húsum bæjarins. Safnið er opið alla laugardaga frá 14-16 en þar er að finna gamlar
brúður, dúkkuvagna, þríhjól og bíla svo dæmi séu nefnd.
Flest bíðum við jólanna óþreyju-
full. Ekki þó hann Jónatan sem
leiðist allt jólastúss þar til stríðinn
álfur sendir hann í spennandi leið-
angur. Svona hljóðar söguþráður
nýrrar framhaldssögu eftir félag-
ana Inga Hrafn Hilmarsson og
Jóel Inga Sæmundsson, með mynd-
um eftir listakonuna Maríu Möndu
Ívarsdóttur.
„Sagan er byggð á leikritinu
Strákurinn sem týndi jólunum sem
við í Leikhópnum Vinir sýndum í
leikskólum víðs vegar um landið
í fyrra,“ útskýrir Ingi Hrafn og
getur þess að góðar viðtökur hafi
orðið til þess að ráðist var í gerð
bókarinnar. „Eftir svolitlar pæl-
ingar ákváðum við svo að hluta
hana niður í framhaldssögu, í anda
Jóladagatals Sjónvarpsins, og sem
handhægt er að gefa til dæmis í
skóinn.“
Að sögn Inga Hrafns gekk vel
að koma leikritinu yfir í bókaform
og lögðu félagarnir mikið kapp á
að halda öllum persónunum inni.
„Þetta er sannarlega litríkt safn af
persónum sem verða á vegi Jónat-
ans og sumar ættu íslensk börn
sjálfsagt að kannast vel við, eins
og tröllið og jólasveinamömmuna
Grýlu sem hann sleppur frá við
illan leik.“
Að Grýlu undanskilinni sækja
höfundarnir þó lítið í íslensk-
an sagnaarf heldur spinna sög-
una og persónur upp frá grunni.
Boðskapurinn kemur hins vegar
kunnuglega fyrir sjónir og er í
anda jólanna. „Megininntak sög-
unnar er að sönn jólagleði felist
ekki í jólagjöfum heldur hjálp-
semi og vináttu þar sem samver-
an er svo dýrmæt, en Jónatan áttar
sig smám saman á því í framrás
sögunnar.“
Ingi Hrafn bætir við að í tilefni
af útgáfu bókarinnar ætli Leik-
hópurinn Vinir að sýna leikritið
Strákurinn sem týndi jólunum í
versluninni Iðu við Lækjargötu á
morgun frá klukkan 14 til 16. Þar
verður bókin fáanleg bæði í átta
hlutum og saman í einum pakka og
líka á N1-stöðum um land allt.
roald@frettabladid.is
Framhaldssaga í skóinn
Leikararnir Ingi Hrafn Hilmarsson og Jóel Ingi Sæmundsson hafa sent frá sér spennandi jólasögu í átta
hlutum. Sagan byggir á samnefndu leikriti um drenginn Jónatan sem lendir í hremmingum fyrir jólin.
Krakkarnir á leikskólanum Fífusölum í Kópavogi tóku vel á móti Inga Hrafni og Jóel þegar þeir kynntu söguna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Krumma
Þroskandi og falleg leikföng fyrir krakka.
www.krumma.is
Skoðið hjá okkur inni á www.krumma.is eða
okkar að
Allir krakkar sem koma í föndrað
könnunni
og piparkökur handa mömmu og pabba.