Fréttablaðið - 10.12.2010, Page 48
8 föstudagur 10. desember
Stúlkurnar í hljómsveit-
inni The Charlies
eltu drauma sína alla
leið til Los Angeles fyrr
á árinu. Þær segja lífið í
Hollywood vera ævintýri
líkast enda sé borgin
full af furðufuglum og
snillingum.
Blaðamaður: Sara McMahon
Ljósmyndir: Anton Brink
Fatnaður á forsíðu: 66 N
Fatnaður við viðtal: Kiosk
Hár: Silla á Hárbeitt
H
l jómsvei t in The
Charlies er skipuð
Ölmu Guðmunds-
dóttur, Steinunni
Camillu Sigurðar-
dóttur og Klöru Elíasdóttur sem
áður voru í stúlknasveitinni Nylon.
Þær fluttu til Bandaríkjanna í vor
og vinna nú hörðum höndum við
að koma sér á framfæri í hörðum
heimi tónlistarinnar. Stúlkurnar
deila saman lítilli íbúð í miðbæ
Los Angeles og þrátt fyrir þröng-
an íbúðarkost segjast þær alsælar
með lífið.
Hver var aðdragandinn að flutn-
ingunum til Los Angeles?
Alma: „Eftir að Ólöf Valsdóttir
sópransöngkona kom okkur í
samband við okkar tengilið í
Bandaríkjunum tók við mikil
pappírsvinna og við þurftum líka
að redda okkur dvalarleyfi. Þetta
tók allt tíma en hafðist að lokum.
Þegar við svo komum út tók við
mikil vinna í hljóðveri. Við rétt
náðum í raun að fara í IKEA, setja
upp bókahillu og þrjú rúm og svo
eyddum við næstu mánuðum bara
í hljóðverinu.“
Stúlkunum bauðst upphaflega
samningur við Hollywood Records
sem hljóðaði upp á eina stuttskífu
en því var breytt í heila breiðskífu
stuttu eftir að upptökur hófust.
Þetta telst góður árangur þar sem
flestir tónlistarmenn þurfa að gefa
út stuttskífu áður en fyrsta breið-
skífan lítur dagsins ljós.
Alma: „Það var frábært að fá
að gera breiðskífu strax því flest-
ir af þessum stóru nöfnum í dag,
eins og Justin Bieber og Bruno
Mars, byrja á að gefa út stutt-
skífu. Það er oft ekki fyrr en þegar
útgáfufyrirtækið sér að það ber ár-
angur að það þorir að taka áhætt-
una á að gefa út heila breiðskífu
með tónlistarmanninum.“
FJARSAMBÖNDIN ERFIÐ
Stúlkurnar voru allar í sambönd-
um þegar þær fluttu út og því
hljóta menn að spyrja hvernig
þau sambönd plumi sig þegar fjar-
lægðin er svo mikil?
Alma: „Allir í kringum okkur
vissu að þetta var það sem okkur
dreymdi um að gera þannig það
ríkti mikill skilningur á því. En
svo þegar við komum út þá átt-
aði maður sig á því að það er rosa-
lega erfitt að halda fjarsambandi
gangandi. Við gerðum það eins
lengi og við gátum en svo fann
maður bara að það gekk ekki til
lengdar. En þetta var allt gert í
miklum vinskap og það er allt í
góðu á milli okkar.“
Klara: „Það er rosalega erfitt að
vera ástfangin og sjá ekki mann-
eskjuna sem þú elskar á hverjum
degi. Ofan á það bætist þessi mikli
tímamunur sem gerði öll sam-
skipti mun erfiðari. Það er líka erf-
itt fyrir þann sem heima situr að
fylgjast með öllu sem maður er að
gera úr svona mikilli fjarlægð og
geta ekki tekið beinan þátt í því.“
Var þetta erfið ákvörðun?
Alma: „Þetta var skelfilega
erfið ákvörðun. Svona er auðvit-
að aldrei auðvelt.“
Klara: „Við höfðum sem betur
fer hver aðra til að gráta utan í
meðan á þessu stóð.“
Camilla er enn í sambandi og
segir ekkert annað ganga í slíkri
stöðu en að taka einn dag í einu
og lifa í núinu.
HYLDÝPI FURÐULEGHEITA
Stúlkurnar segja Hollywood vera
svolítið súrrealískan stað til að
búa á. Að sögn Camillu var erfitt
að fá ekki stjörnur í augun þegar
þær komu fyrst í hljóðverið og
mættu hljómsveitum á borð við
Black Eyed Peas og Maroon 5.
Hvernig er lífið þarna úti, er það
ólíkt því sem þið eruð vanar?
Camilla: „Já. Þetta er brjálaður
bransi og maður hittir rosalega
mikið af skrítnu fólki þarna. Það
hafa allir þarna skoðun á öllu og
þetta er í raun svarthol af furðu-
legheitum.“
Alma: „En á móti kemur að
þarna má líka finna mestu snill-
inga heims.“
Camilla: „Já. Þarna erum við í
Mekka alls þess sem við viljum en
maður þarf alltaf að vera svolítið
var um sig og ég held það hjálpi
okkur mikið að vera þrjár saman.
Ég dáist að fólki sem gengur í
gegnum þetta eitt.“
Alma: „Við stöndum þétt
saman og það er í raun magnað
að öll dramatíkin sem á sér stað
er í kringum okkur en ekki innan
hljómsveitarinnar. Við erum
stelpuband sem rífst aldrei,“ segir
hún og hlær.
En hvað með þá miklu útlits-
dýrkun sem sögð er ríkja í Holly-
wood. Finnið þið fyrir miklum
utanaðkomandi þrýstingi til að
líta vel út?
Camilla: „Já. Þetta er mjög yfir-
borðskenndur heimur þarna úti.“
Alma: „Við fáum auðvitað að
heyra ýmislegt um útlit okkar og
ég er viss um að mörgum finnist
við eiga að líta einhvernveginn
öðruvísi út en við gerum, en það
verður að taka öllu slíku tali með
fyrirvara.“
Klara: „Þetta er líka spurning
um ímynd. Við erum stelpusveit
og það eru gerðar kröfur um að
við séum stelpulegar en á sama
tíma góð fyrirmynd.“
Hverjar eru þessar kröfur?
Camilla: „Við þurfum til dæmis
að passa upp á að vera með fínt
hár, vera vel málaðar og að vera
með smá tískuvitund. Ímyndin er
svo rosalega stór hluti af popp-
bransanum, eins og fólk veit, og
þess vegna þurfum við að passa
vel upp á útlitið.“
Nú hefur maður heyrt að margar
FARNAR TIL AÐ V
„Þetta er brjálaður
bransi og maður
hittir rosalega mikið af
skrítnu fólki þarna.“