Fréttablaðið - 10.12.2010, Side 49

Fréttablaðið - 10.12.2010, Side 49
10. desember föstudagur 9 VERA Camilla: „Ég heiti fullu nafni Steinunn Þóra Camilla Sigurðar- dóttir og ég hef ekki hitt Banda- ríkjamann sem getur borið það fram. Ég fór líklega hvað lengst í nafnabreytingunum en Stones er gamla gælunafnið mitt.“ Klara: Það þykir bara nokk- uð eðlilegt að tónlistarmenn taki upp sviðsnöfn. Okkur fannst snið- ugast að breyta nöfnunum því það gerir okkur mun auðveldara fyrir að vera með nöfn sem fólk getur borið fram og skrifað án þess að við þurfum að stafa þau. Það er helmingi auðveldara og mun þægilegra.“ Urðu feður ykkar ekkert svekktir að þið skulið ekki bera nöfn þeirra lengur? Alma: „Nei, pabba gat varla fundist slæmt að vera „good man“,“ segir hún og skellir upp úr. „Nei, nei, honum fannst þetta bara fyndið held ég.“ Klara: „Mitt eftirnafn er þarna ennþá, ég er bara ekki lengur dóttir.“ Haldið þið að það hafi verið ykkur til framdráttar að vera frá Ís- landi? Vekur það athygli manna? Klara: „Já, ég held það. Ég held það hjálpi líka að fólk virðist al- mennt tengja Ísland við Skand- inavíu og Skandinavíu við góða popptónlist,“ segir hún bros- andi. FARNAR TIL AÐ VERA Stúlkurnar munu dvelja á Íslandi yfir hátíðarnar og munu meðal annars koma fram í Kringlunni klukkan 14.00 á morgun. En til gamans má geta að þær hafa komið fram í Kringlunni hver jól undanfarin sjö ár. Alma: „Ein jólin sungum við 27 sinnum þarna í Kringlunni. “ Camilla: „Ég var farin að dauð- vorkenna fólkinu sem vann þarna að heyra sömu lögin aftur og aftur,” segir hún hlæjandi. „Núna er þetta orðinn hluti af jólaund- irbúningi okkar og fyrir þessi jól erum við að sjálfsögðu með nýtt efni í bland við gamalt.” Að lokum, eruð þið farnar til að vera eða eigum við von á ykkur heim á næstunni? Camilla: „Svo lengi sem Banda- ríkin vilja leyfa okkur að vera, þá viljum við vera.“ Alma: „Við ætlum að vera áfram í Los Angeles. Maður á auðvitað aldrei að segja aldrei, en eins og er búum við þarna og erum bara ofsalega þakklátar fyrir þetta tæki- færi sem okkur hefur boðist.“ stórstjörnurnar fá aðstoð frá stílist- um við að velja fatnað á sig. Hvern- ig er það í ykkar tilfelli, fáið þið sjálfar að ráða útliti sveitarinnar? Alma: „Við höfum mjög sterka skoðun á því hvernig við vilj- um líta út en fáum líka aðstoð frá góðum stílistum og öðru fag- fólki sem við viljum vinna með og þróum þetta í samráði við þau. Núna erum við til dæmis að fara í samstarf við almannatengsla- skrifstofu sem samtvinnar mjög margt og kemur meðal annars inn á ímyndarsköpun.“ Hversu langt fer þessi ímyndar- sköpun? Mynduð þið íhuga lýta- aðgerðir ef til þess kæmi? Camilla: „Mér finnst lýtaaðgerð- ir allt í lagi ef þær eru gerðar á réttum forsendum og í hófi.“ Klara: „Ég var með teina, er það ekki lýtaaðgerð?“ Alma: „Ef fólki líður betur með sjálft sig, af hverju ekki?“ Camilla: „Svo lengi sem þú ert ekki að gera þetta fyrir aðra og ferð ekki yfir strikið þá er þetta í lagi. Ef þú ferð ekki út í öfgar eins og Heidi Montag eða kattarkon- an,“ segir hún hlæjandi. NÝ NÖFN Það vakti athygli þegar stúlkurnar ákváðu að breyta nöfnum sínum að erlendri fyrirmynd stuttu áður en þær fluttu út. Alma varð því Alma Goodman, Klara að Klara Elias og Steinunn Camilla að Camilla Stones. Inntar eftir því hvort þeim þyki ekki skrítið að heita skyndilega öðrum nöfnum svara þær því neitandi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.