Fréttablaðið - 10.12.2010, Page 50

Fréttablaðið - 10.12.2010, Page 50
10 föstudagur 10. desember tíðin ✽ Njótið skammdegisins T ískumerkið Rag & Bone kynnti nýverið hluta af nýrri haust- línu sinni fyrir árið 2011. Línan er látlaus, þægileg og hrikalega flott og samanstendur af síðum pilsum, víðum stuttermabol- um og þægilegum prjónapeysum. Snillingarnir á bak við Rag & Bone eru vinirnir David Neville og Marcus Wainwright og hófst þeirra samstarf þeirra árið 2002 þegar þeir ákváðu að hanna saman galla- buxnalínu. Hvorugur þeirra hefur þó menntað sig á sviði hönnunar heldur virðast hafa þetta í blóðinu auk þess sem þeir njóta góðs af hæfileikaríku samstarfsfólki sínu. Fyrsta kvenfatalína merkisins var frumsýnd árið 2005 og sló hún í gegn. Merkið er eitthvað sem allir tískuunnendur ættu að fylgjast vel með enda eru fötin sérstaklega klæðileg og flott. - sm Tískumerkið Rag & Bone sýnir brot af nýrri haustlínu sinni: Látlaust og klæðilegt mælistikan Á uppleið: Jólamarkaðir. Það er svo jólalegt og gaman að kíkja á markaði fyrir jólin og gera góð kaup. Hafið augun opin fyrir athyglis- verðum mörkuð- um fyrir jólin. Hlýr vetur. Veð- urguðirnir hafa verið góðir við okkur Íslend- inga undan- farnar vikur og veðrið haldist nokk- uð gott miðað við hvernig frost- hörkurnar hafa lagst á aðrar Evr- ópuþjóðir síðustu daga. Húrra fyrir því. Fallegt viðmót. Dagur- inn verður svo miklu betri ef maður mætir góðu og fallegu viðmóti annarra. Allir ættu að bjóða brosandi góðan dag og sýna kurteisi. Á niðurleið: Ofát. Jólahlaðborðin eru byrjuð og menn flykkjast á þau til að borða nægju sína. Það er þó ekki gott að borða sig það pakksaddan að manni verkjar. Allt er gott í hófi. Kossaflens á almannafæri. Það er svo pínlegt að þurfa að verða vitni að of innilegum ástar- atlotum annarra. Sleikur og kær- leiksstrokur eiga ekki við í strætó eða í bíósal. Trúarsöfnuðir. Fréttir um að yfirmenn trúar- safnaða séu að mis- nota vald sitt eru orðnar tíðar. Þetta er að sjálfsögðu óviðunandi og þarf að kippa í lag sem fyrst. GLAÐIR FÆTUR Þessi litríku og skemmtilegu sokkapör eru fullkomin í jólapakkann handa makanum, syninum eða pabba gamla. Litirnir gleðja og mynstrin eru hressandi öðru- vísi. Fást í versluninni Cobra og kosta 1.290 krónur parið. S umum finnst langt að bíða til jóla og til að stytta sér stundir þar til aðfangadagur renn- ur í garð er hægt að heimsækja hina mörgu skemmtilegu jólamarkaði sem sprottið hafa upp. Jólaþorpið í Hafnarfirði er orðið fastur liður í jóla- undirbúningi margra. Þorpið er opið allar helgar fram að jólum frá klukkan 13.00 til 18.00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá alla daga. Meðal annars verður hægt að syngja og dansa í kringum jólatré og heilsa upp á jólasveina. Jólabærinn í Hjartagarðinum í miðborg Reykjavík- ur var opnaður í gær og verður starfræktur fram að jólum. Þar má upplifa jólastemninguna um leið og góð kaup eru gerð. Vefverslunin Worn By Worship opnar einnig með pompi og prakt í dag og munu verslanir á borð við Royal Extreme og Kiosk vera í sannkölluðu jólaskapi í tilefni þess og bjóða meðal annars upp á jólaglögg og önnur huggulegheit. Í Álakvosinni fer einnig fram jólamarkaður þar sem hægt er að skoða gjafir í jólapakkana og tylla sér svo á kaffihúsið og fá sér kaffi og með því. Þangað er nokk- uð stutt að fara og því kjörinn bíltúr fyrir fjölskylduna. Norðurpóllinn breytist einnig í sannkallaða jólaver- öld yfir aðventuna og ætti fjölskyldan að finna eitt- hvað við allra hæfi þar. Handverksfólk verður með vörur til sölu, boðið er upp á föndur fyrir börnin auk þess sem hægt er að kaupa sér miða á skemmtilegt barnaleikrit. Jólamarkaðir spretta upp víða um borg: Jólamarkaðir skjóta rótum Jólaþorpið í Hafnarfirði kemur fólki í jólaskap. Góðar jólagjafahugmyndir Mikið úrval af handtöskum, skjalatöskum, dömuveskjum, seðla-og leðurveskjum, fer- ðatöskum að ógleymdu hinu landsfræga úrvali af dömu- og herrahönskum. Líttu við í verslun okkar eða skoðaðu vöruúrvalið á www.th.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.