Fréttablaðið - 10.12.2010, Side 64
timamot@frettabladid.is
DV efnir til hátíðarhalda á morgun í tilefni þess að á þriðju-
dag verður öld frá því að fyrsta eintakið í útgáfusögu DV,
Dagblaðsins-Vísis, kom út. Einar Gunnarsson var stofnandi,
eigandi og fyrsti ritstjóri Vísis en með útgáfu þess vildi hann
sjá hvort grundvöllur væri fyrir útgáfu á óháðu fréttablaði
á Íslandi. Hann reyndist vera fyrir hendi og segir núverandi
ritstjóri, Reynir Traustason, að þótt árin séu nú orðin hundr-
að sé blaðið í megindráttum trútt uppruna sínum.
„Tilgangur blaðsins var og er að flytja fréttir og við sem
að því stöndum trúum á það sem við erum að gera og teljum
að blaðið sé á réttu spori; þetta er götublað sem heldur sig
við staðreyndir og er ekki að niðurlægja fólk,“ bendir Reyn-
ir á en bætir við að þó hafi nokkrum sinnum verið farið út
af sporinu gegnum árin. „Auðvitað hafa mistök verið gerð. Í
eina tíð hallaði ritstjórnin sér til dæmis of nálægt valdinu í
landinu, þegar örstutt var frá Valhöll yfir á ritstjórnina, en
við megum auðvitað aldrei vera málpípur tiltekinna stjórn-
málaflokka. Hin tilraunin sem mistókst var þegar DV ætlaði
að líkja eftir The Sun en hún leiddi í ljós að íslenskt samfélag
þolir ekki þannig miðil. Menn voru allt of harðir, en það er í
lagi að vera harður ef maður gætir líka kurteisi.“
Reynir hefur ritstýrt DV síðustu þrjú ár og verið viðloð-
andi fyrirtækið frá því snemma á níunda áratugnum þegar
hann var fréttaritari á Flateyri. Beðinn um að rifja upp eftir-
minnileg atvik í sögu fyrirtækisins minnist hann sameining-
ar Dagblaðsins og Vísis árið 1981. „Fram að því, um miðjan
áttunda áratuginn, var blómaskeið í sögu fjölmiðla á Íslandi,
vegna mikillar samkeppni milli blaðanna. Svo kom í ljós að
ekki var pláss á markaði fyrir tvö blöð af sama toga og því var
ákveðið að sameina þau. Blöðin voru þá á sömu hæð í Síðumúla
og það var tilfinningaþrungið þegar brotið var á milli.“
Reynir segir að eitt af viðloðandi einkennum blaðsins hafi
verið að taka á málum sem aðrir miðlar veigri sér við að fjalla
um. „Ég get nefnt mál sem standa mér nær í tíma, mál Árna
Johnsen og Ólafs Skúlasonar biskups og Ísafjarðar málið.
Öll hafa þau valdið usla og sum orðið til þess að blaðið fékk
almenning upp á móti sér. Það síðastnefnda leiddi til dæmis
til þess að ritstjórarnir létu af störfum og Dagblaðið varð að
vikublaði. Svo hefur komið á daginn að blaðið hafði á réttu að
standa. Nú er almennt viðurkennt að konurnar í biskups málinu
höfðu rétt fyrir sér og eins fengu fórnarlömbin í Ísafjarðar-
málinu hæstu mögulegu bætur gegnum bótasjóð; sú frétt var
rétt þótt framsetningin hafi verið ósmekkleg,“ útskýrir hann
og segir útgáfu miðils eins og DV því vera stöðugan línudans.
„Maður verður bara að passa sig að detta ekki,“ segir hann
og getur þess að af sömu sökum sé gott að starfa á DV. „Það
veitir meira svigrúm en tíðkast á fjölmiðlum hér.“
Blaðið er nú komið aftur í miðbæinn í húsnæði við Tryggva-
götu en skammt frá, á Ingólfstorgi, hefst afmælisveislan á
morgun klukkan 15. Fjöldi skemmtikrafta kemur, þar á meðal
Bubbi Morthens sem Reynir er ánægður með. „Það markar
ákveðin tímamót að hann komi fram í okkar nafni, því hann
hefur átt í erfiðu sambandi við blaðið,“ segir hann. „Svona
kannski eins og þjóðin, sem hefur átt í eins konar ástar-
haturssambandi við okkur í gegnum árin.“ roald@frettabladid.is
DV: FAGNAR 100 ÁRA ÚTGÁFUSÖGU
Á réttu spori
STÖÐUGUR LÍNUDANS Reynir ásamt syni sínum og samritstjóra Jóni
Trausta og Heiðu Heiðarsdóttur, markaðs- og sölustjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ömmusystir okkar,
Aðalheiður Sigurðardóttir
Skólastíg 14a, Stykkishólmi,
lést á St Franciskusspítalanum í Stykkishólmi
1. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá
Stykkishólmskirkju 14. desember kl. 14. Þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Orgelsjóð
Stykkishólmskirkju í Heimahorninu, sími 438 1110.
Jófríður Sveinbjörnsdóttir
Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir
Stefán Þór Sveinbjörnsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Ástbjörg Sigríður
Geirsdóttir
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík
26. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Ágúst Geir Kornelíusson Gullý Bára Kristbjörnsdóttir
Ólafur Hannes Kornelíusson Guðný Jóhanna
Kjartansdóttir
Ástbjörg Kornelíusdóttir Ómar Þórsson
Sigurður Kornelíusson Geirlaug Ingólfsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Sigurbjörg Sigríður
Jónsdóttir
Dvalarheimilinu Höfða, áður Háholti
33, Akranesi,
lést miðvikudaginn 8. desember. Útförin fer fram frá
Akraneskirkju föstudaginn 17. desember kl. 11.00.
Guðný Guðjónsdóttir
Rúnar Guðjónsson Ágústa Einarsdóttir
Hugrún Guðjónsdóttir Pálmi Jónsson
Kristín Guðjónsdóttir Guðmundur Smári Guðnason
og fjölskyldur.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
Unnur Benediktsdóttir,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir, laugardaginn
4. desember sl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju í dag,
föstudaginn 10. desember kl. 13.00.
Birgir Guðjónsson Sigþrúður Guðmundsdóttir
Sonja S. Guðjónsdóttir Birgir Guðlaugsson
Arnar Birgisson Kirstine Nellemann Jensen
Steinar Birgisson Snæfríður D. Björgvinsdóttir
Grétar Birgisson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Kristín Rögnvaldsdóttir
áður til heimilis að Skálarhlíð,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar
mánudaginn 29. nóvember, verður jarðsungin frá
Siglufjarðarkirkju laugardaginn 11. desember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á Kvenfélagið Von.
Guðbjörg Baldursdóttir Sveinbjörn Vigfússon
Bryndís Baldursdóttir Gunnar Steinþórsson
Guðrún Baldursdóttir Viktor Ægisson
Ólafur Baldursson Margrét Jónasdóttir
Brynhildur Baldursdóttir Jóhann Ottesen
ömmubörn og langömmubörn
MOSAIK
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Emilía Þórðardóttir
frá Grund á Akranesi, Háabergi 35,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum Fossvogi þann 8. desember.
Pálína Pálsdóttir Jóhannes Einarsson
Ragnheiður Pálsdóttir Þorsteinn Auðunn Pétursson
Ólafur Ragnar Pálsson Þorbjörg Þórisdóttir
Þórður Pálsson Þorbjörg Guðbrandsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir okkar og mágur,
Ólafur Ágústsson
Skaftahlíð 13, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörkinni, Suðurlandsbraut
66, þriðjudaginn 7. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Erla Eyjólfsdóttir
Loftur Andri Ágústsson Kristjana Petrína Jensdóttir
Ingibjörg Ágústsdóttir Árni Sigurjónsson
Svanhildur Ágústsdóttir
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför elskulegrar föðursystur okkar
Hallberu Guðnadóttur
Miklubraut 42 Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hallbera Eiríksdóttir
Guðni Eiríksson
Tryggvi Karl Eiríksson
Elskulegur faðir minn, sonur, bróðir og
mágur,
Einar Björgvinsson
sem lést að kvöldi miðvikudagsins 29. nóvember,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju, föstudaginn
10. desember kl. 11.
Þórey Rósa Einarsdóttir
Rósa Gísladóttir
Fjóla Margrét Björgvinsdóttir Ólafur Árnason
Kristborg Björgvinsdóttir
Sigurður Óskar Björgvinsson Sigríður Björk Þórðardóttir
Einlægar þakkir til allra er sýndu
samúð og vinarhug við andlát og útför
Margrétar J. Hallsdóttur
Lýsuhóli, Tjarnarbóli 14.
Sérstakar þakkir fyrir þá alúð sem hún fékk á 13E á
Landspítalanum við Hringbraut.
Guðmundur Kristjánsson
Ásdís Edda Ásgeirsdóttir Andrés Helgason
Hafdís Halla Ásgeirsdóttir Þórkell Geir Högnason
Jóhanna Bára Ásgeirsdóttir Agnar Gestsson
og fjölskyldur þeirra