Fréttablaðið - 10.12.2010, Page 68

Fréttablaðið - 10.12.2010, Page 68
44 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR44 menning@frettabladid.is Bækur ★★★★ Skáldsaga um Jón Ófeigur Sigurðsson Skáldsaga um Jón & hans rit- uðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar & nýrra tíma er fullt heiti skáld- sögu Ófeigs Sigurðssonar um einn vetur í lífi Jóns Steingrímssonar sem sagan hefur gefið viðurnefn- ið eldklerkur. Það er leitun að jafn nákvæmri innihaldslýsingu í heiti skáldsagna nú á tímum, en var hins vegar alsiða á tímum Jóns eldklerks að heiti rita væru skilmerkileg og lýstu innihaldinu. Og sagan segir sem sagt frá veru Jóns í helli við Reynisfjöru, ásamt bróður sínum og vinnumanni þeirra, veturinn 1755 til 1756. Sagan er skáldsaga en byggir á raunverulegum atburðum og inn í hana fléttast það sem hæst bar á Íslandi þennan vetur. Kötlugos, Eggert Ólafsson og Bjarni Páls- son og náttúrurann- sóknir þeirra, Skúli fógeti og fleiri raun- verulegar persón- ur og atburðir leika stór hlutverk í sög- unni ásamt Jóni, Þorsteini bróður hans og í fjarlægð- inni Þórunni konu hans. Sagan er í formi bréfa sem Jón ritar Þórunni, þar sem hann fer um víðan völl, fram og til baka í tíma og rúmi, lýsir nátt- úruhamförunum, heimsóknunum, læknisaðgerðum og þýðingavand- ræðum og rifj- ar upp kynni þeirra og sögu sína allt aftur í frumbernsku. Allt á þetta sér stoð í skráðum heim- ildum, en Ófeigur nýtir sér bréfa- formið til að koma að draumum, hugrenningum, sjálfsásökun- um, þunglyndi og reiði Jóns, sem skráði sjálfur ekkert um þennan vetur í hellinum. Þessi blanda staðreynda og skáldskapar gengur fullkomlega upp og þótt lesandinn staldri við á köflum og velti því fyrir sér hvað sé nú satt og hvað logið í sögunni, þá skiptir það ekki nokkru máli þegar upp er staðið. Stíllinn er meistaralegur og hrífur lesand- ann með sér inn í þennan þrönga heim sem þó spannar allan geim- inn og skírskotar meira en lítið til samtímans. Hér verða nátt- úruhamfarir sem rústa sam- félögum hinn 11. september, Skúli landfógeti ber að sumu leyti svipmót útrásar- víkinga, Eggert og Bjarni voru kannski forverar Íslenskrar erfða- greiningar og Kötlugosið fyrir- mynd gossins í Eyjafjallajökli. Svona má enda- laust tengja saman þátíð sögunnar og nútíðina en þunga- miðja sögunnar eru þó persónurnar sem spretta ljóslif- andi upp af síðunum, einkum Jón sjálfur og það fer ekki hjá því að hann veki bæði vænt- umþykju og virðingu svo breysk- ur og mannlegur sem hann er, en þó um leið óbugandi. Það markverðasta við þessa skáldsögu er þó textinn sjálfur; að hálfu forn, að hálfu nýr, fljótandi eins og hraun og undir kraumar eldur. Ótrúlega hnyttinn, stund- um bráðfyndinn, á köflum ljóð- rænn og alltaf tær, alltaf ferskur, sannkölluð lestrarupplifun. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Listilega saminn texti í fantavel byggðri sögu sem speglar veruleikann bæði þá og nú. Tvímæla- laust ein besta skáldsaga ársins. Orðin eru lífsbjörg ÓFEIGUR SIGURÐSSON Það markverð- asta við þessa skáldsögu er textinn; að hálfu forn, að hálfu nýr, segir í dómnum. Systurnar Ingibjörg og Lilja Birgisdætur opna sýn- inguna á vídeóverkum sem þær unnu fyrir hljómsveit- ina múm í gallerí Kling & Bang í kvöld. múm heldur sína fyrstu hreinræktuðu raftónleika hér á landi um árabil í tilefni sýningarinn- ar. Sýning Lilju og Ingibjargar ber heitið „The Last Shapes of Never“ og samanstendur af safni vídeó- verka sem þær systur unnu fyrir viðhafnartónleika múm í Kraká í Póllandi í september síðastliðn- um. „Eftir tónleikana fórum við að hugsa að það væri gaman að setja þessi verk upp í galleríi,“ segir Lilka. Á tónleikunum voru verkin notuð til að styðja tónlistina en á sýningunni í Kling & Bang verður því öfugt farið, þar sem tónlistin verður notuð til að styðja við vídeó- verkin. „Þetta verða ekki hefðbundn- ir tónleikar að því leyti að múm leikur tónlistina hálfpartinn af fingrum fram. Hugmyndin er sú að það verði eins konar sambræð- ingur milli listgreina,“ segir Lilja og lofar miklu stuði á tónleikunum á opnuninni í kvöld. Lilja og Ingibjörg eru báðar myndlistarmenntaðar en hafa unnið mikið með tónlistarmönn- um, til dæmis hannað plötuumslög fyrir tónlistarmenn á borð Amiinu, Seaber sem og umslagið og mynd- skreytingar á sólóplötu Jónsa bróð- ur þeirra, Go. Lilja segir það hafa verið ósjálfráð þróun að þær fóru að vinna mikið með tónlistarmön- um. „Jónsi er bróðir okkar og Sindri í Seabear er maðurinn henn- ar Ingibjargar. Við eigum því marga vini og kunningja í þessari kreðsu. Þetta var nokkuð náttúru- leg þróun.“ Hún segir það að mörgu leyti heppilegri leið fyrir listamenn að koma sér á framfæri í gegnum tón- listartengda miðla og afurðir en hefðbundin listasöfn og gallerí. „Myndlist er orðin dálítið óað- gengileg. Með því að hanna plötu- umslög erum við að búa til lista- verk sem fara beint í hendurnar á fólki. Vandað umslag gerir plöt- una eða diskinn að eigulegri grip, sem fólk er frekar reiðubúið til að kaupa í staðinn fyrir að sækja tón- listina beint á netið. Við höfum líka fengið góð við- brögð við verkum okkar erlend- is, sem helst kannski í hendur við hvað íslensk tónlist er orðin útbreidd.“ Sýningin Lilju og Ingibjargar stendur aðeins yfir þessa helgi. Hún verður opnuð klukkan 20 í kvöld og er öllum opin. bergsteinn@frettabladid.is MYNDIR HANDA MÚM Í MINNINGU KVARAN Listasafn Íslands efnir til tónleika í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Karls Kvaran á sunnudag. Á tónleikunum verður meðal annars flutt verkið Offerto eftir Hafliða Hallgrímsson sem tileinkað er Karli Kvaran en einnig verða leikin verk eftir Erwin Schulhoff og Zoltán Kodály. Tónleikarnir hefjast klukkan 14. INGIBJÖRG OG LILJA Systurnar hafa hannað umslög fyrir tónlistarmenn á borð við Amiinu, Seabear og Jónsa í Sigur Rós. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM ÚR VÍDEÓVERKINU Vídeóverkin voru sýnd á viðhafnartónleikum múm í Kraká í haust. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX „Critics choice“ Time Out, London Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is „Þessi leiksýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eftirminnilegt leikverk.“ I.Þ., Mbl.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.