Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2010, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 10.12.2010, Qupperneq 72
48 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR Helgi Hrafn Jónsson er á leiðinni í tónleikaferð um Bretland og Bandaríkin með dönsku söngkonunni Tinu Dico. Þau spiluðu saman á tuttugu tónleikum í Danmörku fyrir skömmu. Tónlistarmaðurinn Helgi Hrafn Jónsson fer í mánaðarlanga tón- leikaferð um Bretland og Bandarík- in í febrúar með dönsku söngkon- unni Tinu Dico. Helgi er nýkominn heim úr tónleikaferð með henni um Danmörku þar sem þau spiluðu saman á tuttugu tónleikum. „Hún er einn stærsti kvenlista- maðurinn í Danmörku þannig að þetta er frábær kynning fyrir mig,“ segir Helgi Hrafn, sem bæði hitar upp fyrir Dico og spilar undir hjá henni á tónleikum og syngur. „Þetta hefur verið alveg æðislegt og það hefur verið uppselt á hverja einustu tónleika.“ Helgi kynntist söngkonunni þegar hann var á tónleikaferð í Bandaríkjunum fyrir tveimur og hálfu ári með færeyska tón- listarmanninum Teiti. „Þau eru góðir vinir og hún var með okkur í nokkra daga í Ameríku og í Kan- ada. Ég kynntist henni þar og um sumarið bað hún mig um að syngja með sér dúett á plötu, sem var upphafið af okkar samstarfi. Það varð ekki aftur snúið eftir það,“ segir hann. „Tina er alveg frá- bær. Við syngjum mikið saman í prógramminu og raddirnar okkar blandast vel saman. Það er gaman að vinna með henni og þetta er mjög gefandi fyrir mig.“ Dico hefur enn ekki haldið tón- leika hér á landi, þó svo að hún hafi komið hingað nokkrum sinn- um, og Helgi Hrafn hefur sjálfur ekki spilað hér í langan tíma en vonast til að breyting verði á því á næsta ári. Helgi, sem gaf út sína aðra sóló- plötu í fyrra, hefur haft í nógu að snúast á þessu ári eins og undan- farin ár. Hann hefur spilað á um eitt hundrað tónleikum á árinu en er núna kominn heim í tveggja mánaða hlé frá tónleikahaldi sem er lengsti tíminn sem hann hefur dvalið samfleytt á Íslandi í ellefu ár. Hér heima hefur hann tekið upp og útsett tónlist fyrir listamenn á borð við Damien Rice, Tinu Dico, þýsku hljómsveitina Funkstörung og Þjóðverjann Philipp Poisel. Fyrir tveimur árum spilaði hann á básúnu með Sigur Rós á tónleika- ferðalagi hennar um heiminn og hitaði einnig upp fyrir sveitina. Fram undan hjá Helga eru upp- tökur á þriðju sólóplötunni, auk þess sem hann spilar með Dico í janúar á Eurosonic-bransahátíð- inni. Þar koma einnig fram Dikta, Ólöf Arnalds, Who Knew, Endless Dark og Lára. Einnig eru sólótón- leikar fyrirhugaðir í Danmörku, Berlín og í Austurríki í janúar áður hann heldur í enn eitt ævin- týrið með Tinu Dico. freyr@frettabladid.is Í tónleikaferð með dönsku söngkonunni Tinu Dico Á STÖÐUGUM FERÐALÖGUM Helgi Hrafn er á leiðinni í tónleikaferð um Bretland og Bandaríkin með Tinu Dico. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Johnny Depp þakkar Marlon Brando fyrir góð ráð og að hafa raunar lagt grunninn að ferli hans, í viðtali við breska blaðið The Sun. Brando og Depp léku saman í tveimur myndum, Don Juan og The Brave, en það er fyrsta og eina kvikmyndin í fullri lengd sem Depp hefur leikstýrt. Þeir urðu miklir vinir og Brando leiddi hann í allan sannleika um hvernig væri best að ná árangri í Hollywood. „Hann spurði mig hvað ég léki í mörgum myndum á ári. Og þá var ég að gera þrjár á hverju ári. Hann sagði að það væri of mikið, við ættum ekki svo mörg andlit í pokahorninu,“ segir Depp, sem hefur um árabil verið einn fremsti karlleikari kvikmyndaborgarinn- ar og um leið sá sérvitrasti, eins og Brando. Depp segist einnig í viðtalinu ekki líta á sig sem stórstjörnu, hann geti ekki hugsað um sig sem slíka. Hann viðurkennir hins vegar að honum hafi gengið vel en um helg- ina verður kvikmyndin The Tour- ist frumsýnd þar sem Depp leikur á móti Angelinu Jolie. Miklar vonir eru bundnar við myndina enda ekki á hverjum degi sem slíkar stór- stjörnur leiða hesta sína saman. „Angelina er frábær og það er virkilega gaman að vinna með henni, hún er klár og hefur ákaf- lega skemmtilegan og skrítinn húmor,“ segir Depp um mótleik- konu sína. Depp þakkar Brando fyrir ferilinn ÞAKKLÁTUR Depp og Marlon Brando urðu miklir vinir þegar þeir léku saman í Don Juan og The Brave. Depp segir Brando hafa gefið sér bestu ráðin í kvikmyndabransanum. TINA DICO ■ Heitir réttu nafni Tina Dickow. ■ Hóf feril sinn 1997, tvítug að aldri. ■ Hefur gefið út sjö hljóðversplötur. ■ Gerði útgáfusamning við Sony árið 2004. ■ Söng tvö lög á plötu breska dúósins Zero 7, When It Falls. ■ Samdi tónlistina við dönsku myndina Oldboys. ■ Þrívegis kjörin söngkona ársins af tímaritinu Gaffa. Leikkonan Liv Tyler segir í viðtali við tímaritið People að hún hafi ekki gaman af því að fara á stefnumót. Leikkonan hefur verið á lausu frá því hún skildi við eiginmann sinn árið 2008. „Ég hef í raun aldrei farið á stefnumót áður. Ég er ekki vel að mér í þeim efnum,“ sagði leikkonan, sem nýtur þess í stað að eyða tíma með sex ára gömlum syni sínum. Tyler segist engu minna spennt fyrir jólunum en sonur hennar. „Ég er svolítið kjánaleg. Ég vakna ennþá klukkan sex að morgni jóladags og hleyp að jólatrénu. Alveg eins og barn.“ Hlakkar til jólanna 12 vikum eyddu Páll Óskar og Memfismafían á toppi Lagalistans með ofursmellinn Það geta ekki allir verið gordjöss. Lagalistinn tekur mið af hlustun á allar helstu útvarpsstöðvar landsins. Páll Óskar í dag! 1.992,- Í verslun Eymundsson í Smáralind kl. 17.00 krakkar@frettabladid.is Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins folk@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.