Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2010, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 10.12.2010, Qupperneq 76
52 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR Bíó ★★ Paranormal Activity 2 Leikstjóri: Tod Williams. Aðalhlutverk: Sprague Grayden, Brian Boland, Katie Featherston, Micah Sloat, Molly Ephraim. Álíka spennandi og soðin ýsa Hrollvekjan Paranormal Activity sló í gegn árið 2007 en hún var gerð af áhugafólki fyrir nánast engan pening og malaði gull. Myndin sjálf var nú ekki merkileg, en náði þó að hræða líftóruna úr sumum og að sjálfsögðu varð að gera framhaldsmynd. Paranormal Activity 2 segir frá hjónunum Dan og Kristi sem hafa nýlega eignast son. Dan á dóttur frá fyrra hjónabandi og virðist hafa komið vel undir sig fótunum. Húsið er stórt, þau eru með heimilishjálp og risastóra sundlaug í garðinum. Og já, svo byrjar draugagangur. Það er algengur misskilningur meðal sumra kvikmyndagerðarmanna að til þess að gera vel heppnaða hrollvekju sé nauðsynlegt að láta áhorfandanum bregða nógu oft. Sjálfur var ég alveg á nálum en ekki vegna þess að myndin vekti hjá mér raunverulegan ótta við draugaganginn, heldur meira eins og þegar maður er nálægt smábarni að leika sér með uppblásna blöðru sem er tímaspursmál hvenær springur. Það er ekki spennandi, heldur meira pirrandi. Líkt og forveri hennar er Paranormal Activity 2 frekar mikið svindl. Í klukkutíma eru pönnur að detta af krókum sínum og leikfangabílar að fær- ast úr stað. Seinasta hálftímann gerist síðan eitthvað voðalegt. Ég náði því varla hvað það var en myndavélin hristist voða mikið þannig að það hlýtur að hafa verið frekar ofsafengið. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Lítið í gangi hér. Hrollvekjuunnendur eiga betra skilið. Ljósmynd sem Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins, tók af rit- höfundunum og hjónunum Braga Ólafssyni og Sigrúnu Pálsdóttur svipar mjög til þekktrar myndar af John Lennon og Yoko Ono. „Ætli ég sé ekki hinn kvenlegi aðili í okkar sambandi, enda sér Sigrún um peningamálin,“ segir rithöfundurinn Bragi Ólafsson. Ljósmynd sem Valgarður Gísla- son tók af Braga og eiginkonu hans Sigrúnu Pálsdóttur og birtist síðasta laugardag í Fréttablaðinu svipar mjög til þekktrar myndar af John Lennon og Yoko Ono sem var tekin árið 1980. Bæði pörin ganga í átt að myndavélinni með tré í bakgrunninum að vetri til. Það sem vekur sérstaka athygli er að Lennon er með hendur í vösum, rétt eins og Sigrún, sem gerir það að verkum að Bragi er í hlutverki Ono, ef svo má að orði komast. Spurður hvort hann og Sigrún eigi eitthvað sameiginlegt með John og Yoko segir Bragi: „Við eigum það sameiginlegt með þeim að hafa útsýni yfir falleg- ustu garða þeirra borga sem við búum í, eða bjuggu í þeirra til- viki. Þau úr Dakota-byggingunni yfir Central Park, þar sem ég geri ráð fyrir að þau séu stödd á mynd- inni, og við af Suðurgötunni yfir Hólavallakirkjugarðinn, þar sem myndin af okkur er tekin.“ Bragi segir það svolítið fyndið að blaðamaður skuli hafa hringt í hann út af myndunum tveim- ur. „Eftir að við fengum tilnefn- ingarnar um daginn [til Íslensku bókmenntaverðlaunanna], ég og Sigrún, fékk ég póst frá vini sem sagði: „Þið hljótið að gleðjast yfir þessu“. Ég svaraði með orðunum Double Happiness, sem er jap- anskt slagorð fyrir eitthvað sem ég man ekki hvað var. Síðan datt mér líka í hug Double Fantasy [síð- asta plata Lennons og Ono]. Ætli þessi mynd sé ekki tekin á svip- uðum tíma og þau voru að gera hana.“ Bragi, sem er fyrrverandi meðlimur Sykurmolanna, segist aldrei hafa verið mikill aðdáandi Lennons. „Mér finnst margt mjög fínt sem hann hefur gert en ég hef aldrei átt plötu með Bítlun- um eða John Lennon. Ég var oft spurður að þessu í viðtölum út af tónlist. Þá var alltaf þessi klass- íska spurning Stones eða Bítlarn- ir, eða Lennon eða Paul McCartn- ey. Ég þóttist alltaf vera Paul McCartney-maður. Ég er reyndar kominn á þá skoðun að ég er miklu meiri Ringo-maður, á sama hátt og Charlie Watts er sá sem býr til Rolling Stones. Það er eiginlega bítið í þessum hljómsveitum sem knýr þær áfram,“ segir hann og heldur áfram: „Þótt ég hafi aldrei átt plötu með John Lennon var það rosalegt sjokk þegar maður heyrði um morðið á honum. Þetta var í rauninni það sama og morðið á Kennedy var fyrir aðeins eldra fólkið.“ freyr@frettabladid.is BRAGI ER YOKO EN SIGRÚN ER LENNON SVIPAÐAR MYNDIR Mynd Valgarðs af Braga og Sigrúnu svipar mjög til þekktrar ljósmyndar af John Lennon og Yoko Ono sem var tekin árið 1980. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 52 23 6 11 /1 0 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS 1.990kr.Verð frá Boltar JÓLAGJÖFIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.